miðvikudagur, mars 31, 2004
Fyrsti bíllinn
Jæja gott fólk ég var að eignast minn fyrsta bíl í dag, það er hvítur Daihatsu Charade. Pabbi fékk hann frá Dóra. Ég er mjög ánægð með hann, prufukeyrði hann áðan og hann er bara fínn, það er útvarp í honum og alles. (",)
Hérna er mynd af honum!

|
Hérna er mynd af honum!
mánudagur, mars 29, 2004
Ég er að fara til Athens (",)
ÉG ER AÐ FARA TIL BANDARÍKJANNA Á FÖSTUDAGINN OG KEM EKKI HEIM AFTUR FYRR EN 16. APRÍL
Það verður pottþétt mega gaman, við Anna verðum saman í herbergi í Athens. Á hóteli með sundlaug og alles, jammz.. Ég get ekkert talað við neinn í tvær vikur, því það er allt svo fatlað í Bandaríkjunum öðruvísi símatenging og eitthvað bull. En jæja Hugrún er orðin eitthvað leið á að bíða eftir mér.. Tata (",)
fimmtudagur, mars 25, 2004
Kindur eru cool
Halló
Hvað segiði gott, við Hrund erum búnar að vera veikar í allan gærdag, það var ekki gaman. Við löbbuðum niður í skaffó um 2 leytið og ég veit ekki hvað fólk hefur haldið um okkur, við vorum eins og liðin lík!!!!
Nú erum við í þýsku og Sara er svaka hress, hún ætlar að láta okkur fara í tvö próf á mánudaginn. Alveg óð kona ;) Um helgina verður gaman, Blönduóssýning á laugardag og söngvakeppni um kvöldið. Logi ætlar að hætta sér í heimsókn en hann hefur nú ekki verið duglegur að kíkja í kotið.....
Og af því að við Hrund erum svo þroskaheftar þá ætlum við að segja ykkur frá kindalitum Íslensku sauðkindarinnar.
Vissuð þið að mórauð kollótt lambgimbur er á útlensku, brown polled ewe lamb? Eða að Svartbaugótt, hyrnd ær er á útlensku black piebald, horned ewe, with dark eyerings only.

|
Hvað segiði gott, við Hrund erum búnar að vera veikar í allan gærdag, það var ekki gaman. Við löbbuðum niður í skaffó um 2 leytið og ég veit ekki hvað fólk hefur haldið um okkur, við vorum eins og liðin lík!!!!
Nú erum við í þýsku og Sara er svaka hress, hún ætlar að láta okkur fara í tvö próf á mánudaginn. Alveg óð kona ;) Um helgina verður gaman, Blönduóssýning á laugardag og söngvakeppni um kvöldið. Logi ætlar að hætta sér í heimsókn en hann hefur nú ekki verið duglegur að kíkja í kotið.....
Og af því að við Hrund erum svo þroskaheftar þá ætlum við að segja ykkur frá kindalitum Íslensku sauðkindarinnar.
Vissuð þið að mórauð kollótt lambgimbur er á útlensku, brown polled ewe lamb? Eða að Svartbaugótt, hyrnd ær er á útlensku black piebald, horned ewe, with dark eyerings only.
þriðjudagur, mars 23, 2004
Augun leita til allra átta
Augun leita til allra átta
ef þú glas þér færð
þú leitar til æðri mátta
og frussar þegar þú hlærð.
Þú brosir út af eyrum
og augun renna til
þú drekkur er við keyrum
og hitnar við vínsins yl.
Komdu hérna kæri Víðir
dansaðu við mig
þú verður að gera það um síðir
því Bakkus tekur þig.
Nú ballinu er lokið
en Víðir fer ei heim
hann hleypur út í rokið
með vínið á eftir þeim. (einhverjum)
Ok, bannað að gera grín af þessu þetta var bara gert í einum þýsku tímanum og við vorum að vinna í lesbókinni og eins og á flest öllum blaðsíðunum í lesbókinni Themen neu stendur Jakob Víðir Kristjánsson og þá mundi ég eftir laginu sem ég ætlaði alltaf að gera.
|
ef þú glas þér færð
þú leitar til æðri mátta
og frussar þegar þú hlærð.
Þú brosir út af eyrum
og augun renna til
þú drekkur er við keyrum
og hitnar við vínsins yl.
Komdu hérna kæri Víðir
dansaðu við mig
þú verður að gera það um síðir
því Bakkus tekur þig.
Nú ballinu er lokið
en Víðir fer ei heim
hann hleypur út í rokið
með vínið á eftir þeim. (einhverjum)
Ok, bannað að gera grín af þessu þetta var bara gert í einum þýsku tímanum og við vorum að vinna í lesbókinni og eins og á flest öllum blaðsíðunum í lesbókinni Themen neu stendur Jakob Víðir Kristjánsson og þá mundi ég eftir laginu sem ég ætlaði alltaf að gera.
sunnudagur, mars 21, 2004
Mussu árshátíð
Hæ hæ!
Í gær var Mussu-árshátíð. það var alveg þvílíkt fjör. Við vorum heima hjá Sigríði og fengum mjög gott að borða, grillað lambalæri með piparsósu og öllu tilheyrandi. Guðrún kom með alveg dúndur gott kartöflusalat. svo var horft á skemmtiatriði og svo voru kosningar, eftir það var bara drukkið meira og dansað meira. Svo um svona hálf tvö leytið þá fórum við á barinn en það var nú skemmtilegra heima hjá Sigríði fannst mér. Heiða lenti í smá óhappi, Ármann keyrði á hana og skemmdi úrið hennar... og Heiða ætlar að fara í mál við hann ;) Nei nei ætli hún láti það ekki eiga sig. En já, við Guðrún fórum nú bara frekar snemma í háttinn eða eitthvað um hálf 3, við vorum einar á vistinni og létum öllum illum látum. Svo í dag þá fórum við á Ábæ og fengum okkur hvítlauksbrauð og coca cola. Mokuðum undan hestunum og þeim fannst svo gaman í gerðinu Spói og Keikó voru að bíta hvorn annan og Spói hélt bara löppinni uppi á Keikó, það var soltið fyndið. En Fleygur og Plága voru bara með attitjúd á góðri íslensku-ensku við hvort annað, bara að bítast og vera með einhver læti. En jæja við erum nú bara að horfa á Bad boys II sem er þvílík hasar mynd ef þið viljið horfa á mynd sem er mikið um hasar og skotbardaga þá mæli ég með henni.
|
Í gær var Mussu-árshátíð. það var alveg þvílíkt fjör. Við vorum heima hjá Sigríði og fengum mjög gott að borða, grillað lambalæri með piparsósu og öllu tilheyrandi. Guðrún kom með alveg dúndur gott kartöflusalat. svo var horft á skemmtiatriði og svo voru kosningar, eftir það var bara drukkið meira og dansað meira. Svo um svona hálf tvö leytið þá fórum við á barinn en það var nú skemmtilegra heima hjá Sigríði fannst mér. Heiða lenti í smá óhappi, Ármann keyrði á hana og skemmdi úrið hennar... og Heiða ætlar að fara í mál við hann ;) Nei nei ætli hún láti það ekki eiga sig. En já, við Guðrún fórum nú bara frekar snemma í háttinn eða eitthvað um hálf 3, við vorum einar á vistinni og létum öllum illum látum. Svo í dag þá fórum við á Ábæ og fengum okkur hvítlauksbrauð og coca cola. Mokuðum undan hestunum og þeim fannst svo gaman í gerðinu Spói og Keikó voru að bíta hvorn annan og Spói hélt bara löppinni uppi á Keikó, það var soltið fyndið. En Fleygur og Plága voru bara með attitjúd á góðri íslensku-ensku við hvort annað, bara að bítast og vera með einhver læti. En jæja við erum nú bara að horfa á Bad boys II sem er þvílík hasar mynd ef þið viljið horfa á mynd sem er mikið um hasar og skotbardaga þá mæli ég með henni.
föstudagur, mars 19, 2004
Stórsýning á Blönduósi verður laugardaginn 27.mars
En ég vil endilega benda öllum austur Húnvetningum þá sér í lagi Jakob Víði á þessa grein sem ég sá á Eiðfaxa. Sjá hér Aðal og verri Húnvetningar my ass!! Nei nei þetta er nú bara smá grín (",) Humm.. jájá ég er að fara á árshátíð mussanna um helgina, það verður ábyggilega svakalegt fjör, grill og læti! Afmælið hans Magga var mjög skemmtilegt, Ég, Logi, Hjördís, Axel, Tommi og Guðrún gáfum honum, tvöfaldan taum, písk, greiðu og skóhorn. Svo fékk hann 3 páskaegg, tvær rjúpu-flöskur og fullt af einhverju góðgæti. En besta gjöfin var líklegast Þórdís sem kom þarna með slaufu utan um sig, en hann fékk hana í afmælisgjöf og þau voru mjög kammó á dansgólfinu. Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra er í kvöld, ætli maður skelli sér ekki þangað!
En jæja nóg í bili.
|
En ég vil endilega benda öllum austur Húnvetningum þá sér í lagi Jakob Víði á þessa grein sem ég sá á Eiðfaxa. Sjá hér Aðal og verri Húnvetningar my ass!! Nei nei þetta er nú bara smá grín (",) Humm.. jájá ég er að fara á árshátíð mussanna um helgina, það verður ábyggilega svakalegt fjör, grill og læti! Afmælið hans Magga var mjög skemmtilegt, Ég, Logi, Hjördís, Axel, Tommi og Guðrún gáfum honum, tvöfaldan taum, písk, greiðu og skóhorn. Svo fékk hann 3 páskaegg, tvær rjúpu-flöskur og fullt af einhverju góðgæti. En besta gjöfin var líklegast Þórdís sem kom þarna með slaufu utan um sig, en hann fékk hana í afmælisgjöf og þau voru mjög kammó á dansgólfinu. Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra er í kvöld, ætli maður skelli sér ekki þangað!
En jæja nóg í bili.
fimmtudagur, mars 18, 2004
Hæ hæ í dag er 18.mars og í dag á Kolla afmæli, hún er 25 ára í dag! Það er bara ekkert annað.
Til hamingju með afmælið Kolla. Ég setti bara inn eina gamla góða mynd af henni, því að hin var svo stór.
Svo á Magnús líka afmæli í dag og Axel brósi, þetta eru allt stórafmæli því Axel er 40 ára og Maggi 20 ára. Það verður svaka teiti hjá Magga í kvöld í Framsóknarhúsinu, það verður rosalegt stuð hjá honum sko! En jæja ég verð að fara núna. Kiss kiss
|
Til hamingju með afmælið Kolla. Ég setti bara inn eina gamla góða mynd af henni, því að hin var svo stór.
Svo á Magnús líka afmæli í dag og Axel brósi, þetta eru allt stórafmæli því Axel er 40 ára og Maggi 20 ára. Það verður svaka teiti hjá Magga í kvöld í Framsóknarhúsinu, það verður rosalegt stuð hjá honum sko! En jæja ég verð að fara núna. Kiss kiss
þriðjudagur, mars 16, 2004
Í dag er þriðjudagur!
Ég er næstum því búin að fá út úr öllum prófunum. Um ég fékk 8,0 út úr þýskuprófinu og Hrund líka það er bara fínt!!! Og í íslensku fékk ég 7,0 það er víst eitthvað um 50% fall í báðum þessum áföngum. Umm.. það var víst eitthvað svaka partý hjá Jóka og Helga Sæmundi um helgina. Það skeit einhver í pottin hjá Helga og annað tvennt fólk var að eðla sig í pottinum þó svo að fleira fólk sæti í honum. En þannig er nú það, sumir eru frjálslegri en aðrir. hehe.. Umm.. við leigðum spólu í gær "Dumb and dumberer" hún er bara nokkuð góð, ekkert súper samt en það er alveg hægt að hlæja að henni (",) Við Guðrún fórum á hestbak í gær, á Fleyg og Spóa og þeir voru í einhverju æðiskasti.. hlaupandi út um allt fram með eyrun, svo við leyfðum þeim bara að fara í skemmtireiðtúr á túninu og sandveginum það fannst þeim sko gaman, allavega hlupu þeir alveg nógu mikið!! En jæja ég ætla að fara á hina ástkæru vist.. bless í bili
|
Ég er næstum því búin að fá út úr öllum prófunum. Um ég fékk 8,0 út úr þýskuprófinu og Hrund líka það er bara fínt!!! Og í íslensku fékk ég 7,0 það er víst eitthvað um 50% fall í báðum þessum áföngum. Umm.. það var víst eitthvað svaka partý hjá Jóka og Helga Sæmundi um helgina. Það skeit einhver í pottin hjá Helga og annað tvennt fólk var að eðla sig í pottinum þó svo að fleira fólk sæti í honum. En þannig er nú það, sumir eru frjálslegri en aðrir. hehe.. Umm.. við leigðum spólu í gær "Dumb and dumberer" hún er bara nokkuð góð, ekkert súper samt en það er alveg hægt að hlæja að henni (",) Við Guðrún fórum á hestbak í gær, á Fleyg og Spóa og þeir voru í einhverju æðiskasti.. hlaupandi út um allt fram með eyrun, svo við leyfðum þeim bara að fara í skemmtireiðtúr á túninu og sandveginum það fannst þeim sko gaman, allavega hlupu þeir alveg nógu mikið!! En jæja ég ætla að fara á hina ástkæru vist.. bless í bili
sunnudagur, mars 14, 2004
Þetta er Áma, hún er á Varmalæk vonandi er í lagi með hana ;)
Helgin er búin að vera skemmtileg, geggjað gott veður. í gær fór ég bara á hestbak og dundaði heima, svo var Kolla systir að halda upp á afmælið sitt, en hún á reyndar ekki afmæli fyrr en á fimmtudaginn þá verður hún 25. ára stelpan! Raggi bakaði súkkulaðiköku og Kolla bakaði daim-köku mjög góðar. Unnur, Sævar og krakkarnir komu að norðan og afi, Stella og Tryggvi, svo komu Sverrir og Sigrún líka. Þannig að það var alveg múgur og margmenni (",) En já já húnversku konurnar voru að æfa í morgun prógramið sitt, það var einhver hasar í gangi sem ég ætla ekkert að vera að lýsa, en allavega þá hætti ein konan í prógraminu þannig að ég kom inn til að leysa hana af, stökk bara bak á Aríu í gúmmítúttunum, það gekk bara ljómandi vel. Þær finna vonandi einhverja aðra konu til að vera með í sýningunni. En Sýningin verður laugardaginn 27.mars. Allir að mæta!!
Svo var mamma að prófa nokkur hross sem á kannski að fara með í úrtöku fyrir Blönduóssýninguna, hún fór á Ósvör "Óslogadóttirin" sem er svo mikil dúlla, það er skemmtilegt útreiðarhross, Órator og Rauðskinna. Þau voru góð fannst okkur bara.
Ég fer norður á krók með Gunna og Ingveldi í kvöld.
En jæja bless í bili
laugardagur, mars 13, 2004
Myndir af keppni í 4-gangi


|
föstudagur, mars 12, 2004
Sælt veri fólkið!
Þá er kominn föstudagur, það var mussufundur í gær, heima hjá Ósk. þar fengum við köku og gott að drekka! Umm.. þaðan lá leiðin á sportbarinn þar sem dansað var þangað til klukkan eitt. Það var einhver creepy gaur að reyna við margar stelpur á barnum, m.a mig og Önnu hann heitir Einar skví. Allavega hann var bara gjörsamlega ofan í manni, ég var farin að hlaupa út um allt og fela mig, hann var soltið ömurlegur greyið. En þá fór ég heim til Önnu Hlínar, bara að chilla og fórum svo bara fljótlega að sofa! En sumir fóru út í Víðimel og héldu áfram að djamma, og drukku þangað til klukkan sló 6 frétti ég hjá þeim stöllum Ingveldi og Sigríði.. Jájá það er alltaf gaman hjá skemmtanafíkli Fás henni Sigríði. En við Guðrún erum að fara að keppa í kvöld á króknum í áhugamannaflokki, við keppum nottla bara á einu hestunum sem við erum með hérna, ég á Fleyg og Guðrún á Spóa sínum. svo ætlar Logi líka að keppa á Spaða. En nóg í bili ég er að fara á æfingu með Önnu út á velli.
Bless bless
|
Þá er kominn föstudagur, það var mussufundur í gær, heima hjá Ósk. þar fengum við köku og gott að drekka! Umm.. þaðan lá leiðin á sportbarinn þar sem dansað var þangað til klukkan eitt. Það var einhver creepy gaur að reyna við margar stelpur á barnum, m.a mig og Önnu hann heitir Einar skví. Allavega hann var bara gjörsamlega ofan í manni, ég var farin að hlaupa út um allt og fela mig, hann var soltið ömurlegur greyið. En þá fór ég heim til Önnu Hlínar, bara að chilla og fórum svo bara fljótlega að sofa! En sumir fóru út í Víðimel og héldu áfram að djamma, og drukku þangað til klukkan sló 6 frétti ég hjá þeim stöllum Ingveldi og Sigríði.. Jájá það er alltaf gaman hjá skemmtanafíkli Fás henni Sigríði. En við Guðrún erum að fara að keppa í kvöld á króknum í áhugamannaflokki, við keppum nottla bara á einu hestunum sem við erum með hérna, ég á Fleyg og Guðrún á Spóa sínum. svo ætlar Logi líka að keppa á Spaða. En nóg í bili ég er að fara á æfingu með Önnu út á velli.
Bless bless
mánudagur, mars 08, 2004
Árshátíðin
Árshátíðin var góð, nema að skemmtiatriðin voru ekkert sérstök, þau voru heldur í lengri kantinum
En það var kosið og úrslit kosninganna voru þannig að.
Fyndnasti Fásarinn var Tommi frændi minn
Brjálaðisti businn var Óli Hafsteins.
Hözzler Fás var Hrund Jóhanns. ;)
Sportisti Fás var Anna Hlín
Bóndi Fás var Jói á Reynisstað
Par Fás voru Vildís og Steinar
Best klæddi Fásarinn var Solla
Skemmtanafíkill Fás var Sigríður Inga
Ungfrú Fás var Anna Hlín
Herra Fás var Elvar Logi
Þannig var nú það, ballið var brilliant, frábær hljómsveit það var að sjálfsögðu hljómsveitin BUFF snilldar hljómsveit sérstaklega Pétur rauðhærði söngvarinn, þeir voru einnig kynnar.
Myndir frá árshátíðinni getiði séð hér og hér
|
Árshátíðin var góð, nema að skemmtiatriðin voru ekkert sérstök, þau voru heldur í lengri kantinum
En það var kosið og úrslit kosninganna voru þannig að.
Fyndnasti Fásarinn var Tommi frændi minn
Brjálaðisti businn var Óli Hafsteins.
Hözzler Fás var Hrund Jóhanns. ;)
Sportisti Fás var Anna Hlín
Bóndi Fás var Jói á Reynisstað
Par Fás voru Vildís og Steinar
Best klæddi Fásarinn var Solla
Skemmtanafíkill Fás var Sigríður Inga
Ungfrú Fás var Anna Hlín
Herra Fás var Elvar Logi
Þannig var nú það, ballið var brilliant, frábær hljómsveit það var að sjálfsögðu hljómsveitin BUFF snilldar hljómsveit sérstaklega Pétur rauðhærði söngvarinn, þeir voru einnig kynnar.
Myndir frá árshátíðinni getiði séð hér og hér
Úrslit frá Framhaldsskólamótinu
4-gangur:
1-2. Heiðrún og Gola
1-2. Ásta Björk og Rakel
3. Guðrún Ósk og Spói
4. Fanney Dögg og Fleygur
5. Elvar Logi og Spaði
6. Hafdís og Glóa
Tölt:
1. Heiðrún og Gola
2. Ásta og Rakel
3. Guðrún Hanna og Gunnar
4. Elvar Logi og Spaði
5. Magnús Ásgeir og Gletta
fimmtudagur, mars 04, 2004
Hestamót
Í dag var keppni í fjórgangi og tölti niður í reiðhöll, semsagt úrtaka fyrir Framhaldsskólamótið. Þátttaka var góð, það voru eitthvað um 16-20 í sitthvorum flokknum. Og úrslitin verða á morgunn. Umm.. Inn í úrslit í fjórgangi eru: nr.1 Heiðrún og Gola, nr.2 Ásta og Rakel, nr.3 Guðrún og Spói, nr.4 Logi og Spaði, og í 5-6. sæti með sömu einkunn ég og Fleygur og Hafdís og Glóa. Jamm og já, ég veit nú bara ekki alveg hvernig töltið fór, það var ekki búið að tilkynna röð inn í úrslit þegar ég fór, frekari fréttir af því seinna.
BLESS
|
Í dag var keppni í fjórgangi og tölti niður í reiðhöll, semsagt úrtaka fyrir Framhaldsskólamótið. Þátttaka var góð, það voru eitthvað um 16-20 í sitthvorum flokknum. Og úrslitin verða á morgunn. Umm.. Inn í úrslit í fjórgangi eru: nr.1 Heiðrún og Gola, nr.2 Ásta og Rakel, nr.3 Guðrún og Spói, nr.4 Logi og Spaði, og í 5-6. sæti með sömu einkunn ég og Fleygur og Hafdís og Glóa. Jamm og já, ég veit nú bara ekki alveg hvernig töltið fór, það var ekki búið að tilkynna röð inn í úrslit þegar ég fór, frekari fréttir af því seinna.
BLESS
miðvikudagur, mars 03, 2004
Í dag er miðvikudagur!
Umm.. það ætla nokkrir krakkar að fara út á Akureyri í kvöld, ég er ekki enn búin að ákveða hvort ég fer með, þau eru nebbla að fara í bíó á hryllingsmyndina Gothika, og ég er ekkert mikið fyrir svoleiðis myndir ég er svo agalega myrkfælin en við sjáum til kannski slær maður öllu upp í kæruleysi og skellir sér með, það gæti endað svoleiðis.. En opnu dagarnir byrja á morgunn sem er fínt, þá þarf maður ekkert að vera að puða við að læra neitt! En jæja ég skrifa meira seinna bæ bæ.
|
Umm.. það ætla nokkrir krakkar að fara út á Akureyri í kvöld, ég er ekki enn búin að ákveða hvort ég fer með, þau eru nebbla að fara í bíó á hryllingsmyndina Gothika, og ég er ekkert mikið fyrir svoleiðis myndir ég er svo agalega myrkfælin en við sjáum til kannski slær maður öllu upp í kæruleysi og skellir sér með, það gæti endað svoleiðis.. En opnu dagarnir byrja á morgunn sem er fínt, þá þarf maður ekkert að vera að puða við að læra neitt! En jæja ég skrifa meira seinna bæ bæ.
þriðjudagur, mars 02, 2004
Jæja í dag eru 4 dagar í árshátíð!!
Opnu dagarnir byrja á miðvikudaginn og það er hægt að velja um margt til að gera á opnu dögunum, ég valdi Fear-factor, Kajak-námskeið, hestana og svo verð ég að sjá um fitnessið með Önnu og Magga Barðdal. Veit ekki hvort ég verð með. Hlakkar ekki öllum til??
Ég er að fara til læknis á morgunn að láta líta á þessa blessuðu löpp, hún er ekki nógu skemmtileg sko!!!
En allavega ég ætla að keppa á Fleyg á hestamótinu í tölti og 4-gangi, ekki veit ég nú hvernig það á eftir að ganga, en ég vona bara það besta!!! ;)
Ég kláraði prófin í gær, þá var ég í stærðfræði 313 og þýsku 203, það gekk bara nokkuð vel held ég, ég er mjög fegin að vera búin með þessi blessuðu miðannapróf!!
En jæja ég ætla að fara að gera eitthvað að viti heyrumst...
|
Opnu dagarnir byrja á miðvikudaginn og það er hægt að velja um margt til að gera á opnu dögunum, ég valdi Fear-factor, Kajak-námskeið, hestana og svo verð ég að sjá um fitnessið með Önnu og Magga Barðdal. Veit ekki hvort ég verð með. Hlakkar ekki öllum til??
Ég er að fara til læknis á morgunn að láta líta á þessa blessuðu löpp, hún er ekki nógu skemmtileg sko!!!
En allavega ég ætla að keppa á Fleyg á hestamótinu í tölti og 4-gangi, ekki veit ég nú hvernig það á eftir að ganga, en ég vona bara það besta!!! ;)
Ég kláraði prófin í gær, þá var ég í stærðfræði 313 og þýsku 203, það gekk bara nokkuð vel held ég, ég er mjög fegin að vera búin með þessi blessuðu miðannapróf!!
En jæja ég ætla að fara að gera eitthvað að viti heyrumst...