<$BlogRSDURL$>

föstudagur, apríl 30, 2004

Hvolparnir! 

Jæja hérna kemur ein þrusu mynd af hvolpunum. Þessi með blesuna heitir Erró en tíkin er ekki enn búin að fá nafn það kemur bráðlega, við finnum eitthvað flott!!!

|

Jór bjór snjór.. 

Ég var í bóklegu hestaprófi í dag, það gekk bara fínt fannst mér,allavega vissi ég svörin, það er bara spurning hvort að þau vilja fá eitthver ýtarlegri svör, maður veit ekki!!! En á morgunn er verklega prófið ég er alveg með hjartað í buxunum yfir því. Aría er saliróleg niður í hesthúsi ég dekra svoleiðis við hana, gef henni nammi og sturta sagi í stíuna hennar og svona klappa henni og kembi ;) Ég er semsagt að taka próf úr 5 stigi fyrir þá sem vita það ekki og ef ég næ því þá er ég búin með allan jórinn sem er 3 annir í skólanum. Þá get ég farið í Hólaskóla ef ég vil og þarf ekki að taka inntökupróf, þannig er nú það! En jæja elskurnar ég verð víst að fara að gera eitthvað, villikettirnir eru að spila í kvöld þeir voru reyndar að spila líka í gærkveldi. Það eru Danir búnir að vera hérna í heimsókn og sumar stelpurnar eru alveg að missa sig yfir þeim, nefni engin nöfn... En Silja er alltaf hress og kát ;) Hrund er alltaf í stubbastund eða með Dodda á leikfangabílnum..... Í gær lenti ég í tómatsósuslag við Tomma frænda, það var soltið fyndið það byrjaði allt því að Guðrún var að bögga mig henda fetaosti í matinn minn svo ég hefndi mín smá og lét hann bara svona klínast á kinnina á henni hún var nú ekkert ánægð svo ég náði mér í tómatsósu til að vera með til varnar og svo var ég bara að borða og mér grunar að Gunni og Tommi hafi sett eitthvað í súrmjókina mína en allavega þá slettist tómatsósa á borðið því Tommi kreisti hana, svo þegar ég var að standa upp og fara með diskinn minn þá skvetti ég vænni slummu af tómatsósu á Tomma, hann var nú ekki ánægður ég hljóp í burtu og ætlaði að reyna að sleppa en hann greip mig og sturtaði tómatsósu yfir allt bakið á mér og magann og alles... það var slísí... skal ég segja ykkur og plús það þá hefndi Guðrún sín á fetaostinum og setti smá á hálsinn á mér já og kinnina ;) En þetta er bara fyndið.. það versta var kannski að matsalurinn var fullur af dönskum krökkum og íslenskum mongólítum en jæja allt of mikið bull í bili....

|

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Allt eða ekkert!!!  

Jæja, núna eru prófin að skella á. Ég er að fara í bóklegt hestapróf á morgunn og svo verklegt á föstudaginn. Ég er gjörsamlega komin með ógeð á skólanum, ég er ekki að nenna þessu ég er að segja ykkur það. Mér hlakkar geggjað til að drífa bara þessi próf af og geta svo bara farið heim í sveitina og náttúrulega að vinna í bankanum. Ég er með Aríu hérna núna í staðinn fyrir Fleyg, honum er reyndar alveg að batna klárnum. Sem er gott. Ég hef svosem ekkert mikið að segja, það var sorgardagur í gær Styrkur graðhesturinn hans Loga fótbrotnaði og það þurfti að lóga honum :( :( :( :( :( :( :(

|

laugardagur, apríl 24, 2004

Reiðhallarsýning og læti 

Í gær var sýningin "Tekið til kostanna á króknum" það var mjög skemmtileg sýning og hún verður sýnd aftur í kvöld. Ég er með í kvennaatriðinu að vestan, svo er karlaatriði að vestan líka. Síðan er mamma með Aríu í klárhryssunum. Svo er Logi með í Landrover atriði sem er já, mjög fyndið. Elvar og Björn Jóhann fara líka á kostum í atriði sínu þar sem Elvar er í krókódílabúningnum og Björn á hesti að elta hann. Þetta er bara snilld (",) Ég hvet alla til að mæta. Það voru líka rosalega góð hross, t.d Lydía, Rökkvi, Kraftur, Gnótt og fl. hross.. En jæja ég verð víst að fara að gera eitthvað, svo er ég að fara í fermingu í dag hjá Önnu Dröfn frænku. Síðan verð ég að fara að setja myndir af Æsu litlu með sætu hvolpana sína.

|

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Sumar á morgunn! 

Það var dimmitering í gærnótt hjá blessuðum börnunum, það olli því að ég svaf varla neitt. Ég Guðrún og Ingveldur vorum heldur betur að flippa í gær, máluðum okkur geggjað flott og vorum bara flottar á því upp á vist að leika okkur að gleðja nágrannana t.d límdum við allt inn í herberginu hans Magnúsar, m.a annan íþróttaskóinn hans á vegginn og kústinn, límdum allskonar skraut á sjónvarpið og tannkremstúpuna og tannburstann og allt baðdótið á spegilinn, svo límdum við stólana fasta saman og 3 videospólur upp í loftið, já og settum dýnu inn í sængurverið hans og svo skipti Tommi frændi minn um númer á herbergjunum sem olli miklum ruglingi fyrir greyin sem vissu hreinlega ekki hvert herbergið þeirra hefði horfið. Og svo fórum við að sofa klukkan 2. Ég svaf hjá Ingveldi og Guðrún bara í sínu herbergi, og svo klukkan 3 þá komu Gunni og Krissi heim og vöktu okkur helv. fíflin. Við náðum nú að sofna aftur en það stóð ekki lengi því að um 6 leytið komu hin fíflin sem voru að dimmitera, Hjördís fremst í flokki úper dúper hress, og þau voru með geðveik læti og þeim tókst pottþétt sitt ætlunarverk að vekja allan Sauðárkrók. Jamm svo fóru þau aftur eftir einhvern klukkutíma og grilluðu með skólameistaranum en komu svo aftur á vistina þau sem eiga heima þar, þar á meðal Logi sem vakti mig og lét mig hleypa sér inn og svo sofnaði hann hjá okkur Ingveldi, ég gat ekkert sofið því hann hraut svo mikið, mér til mikillar ánægju og gleði.... ??? Svo við Ingveldur ákváðum bara að fara í morgunmat. Síðan drógum við Loga inn í herbergi því að Gunni var að fara að sofa í sínu rúmi.. umm... og svo var fólk almennt að leika sér að því að teikna á Loga, Ingveldur teiknaði bleikt typpi á kinnina á honum, Hrund gerði veiðihár, og svo skrifuðu hinir og þessir eiginhandaráritun á greyið, sem vissi ekki neitt af þessu. Svo fór ég í jór klukkan korter í 10. Ég var nú ekkert svo syfjuð þá, en núna þá held ég varla augunum opnum sko, þetta er agalegt ég var í ensku áðan að horfa á einhverja mynd sem heitir "Beautiful girls" og mér tókst að sofna tvisvar sinnum yfir henni, þannig að ég get bara ekki beðið eftir því að fara í stærðfræði, ég á kannski eftir að sofna bara einu sinni þar og sofa allan tímann.. (",) En jæja nóg af fréttum í bili.. bless

|

laugardagur, apríl 17, 2004

Ísland fagra Ísland!!! 

Loksins loksins, komin heim. Ferðin var mjög skemmtileg gott fólk. Ég er samt mjög fegin því að vera komin heim, ég var farin að sakna allra svo mikið! Umm... ég er eiginlega alveg rugluð núna ég er búin að ferðast í 20 klukkutíma, og mest af öllu að bíða og bíða og bíða aðeins meira... Við þurftum að bíða í 6 klukkutíma í Baltimore, ekki mjög gaman. en það var þess virði. Það er hádegi núna en ég er ekkert búin að sofa, ég missti af nóttinni. Ég svaf reyndar aðeins í flugvélinni á leiðinni heim. En ég ætla að fara að horfa á idol með mömmu svo bless í bili.

|

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Ég er að koma heim!  

Hæmm.. mér er farið að hlakka geggjað mikið til að koma heim. Rósa til hamingju með vinningana, þetta er eitthvað nýtt við erum vanar að vinna aldrei neitt.. hehe ;) Gott að að heyra að dreyma dauðann þýði langlífi það er hughreistandi. Við erum búin að fara tvisvar sinnum í bíó. Fyrst fórum við á Hellboy, umm.. (Mundi valdi hana) hún var alveg ágæt, svo fórum við á The passion of the christ, heitir hún það ekki annars, allavega það er bara ein ógeðslegasta mynd ever, ég var alveg að fara að hjálpa Jesú, þetta var ekki falleg mynd og fyrst að ég er búin að sjá hana þá er ég búin að ákveða að sjá hana aldrei aftur. Á morgunn leggjum við af stað héðan frá Athens og keyrum í 1 klukkutíma til Atlanta, svo fljúgum við til Baltimore það tekur svona tæpa 2 tíma og svo þurfum við að bíða og svo fljúgum við frá Baltimore til Keflavíkur og það tekur eitthvað um 6 klukkutíma. Jamm og svo keyrum við heim í Grafarkot. Vííí....það verður gaman. (",) kiss kiss

|

sunnudagur, apríl 11, 2004

Hæ hæ!!! 

I dag er páskadagur, ég komst i tölvuna hans Helga Sig. sem er bróðir hans Gísla þjálfara. Eg keppti í gær, það gekk bara ágætlega. Það var reyndar enginn smá hiti en það var eitthvað um 28-29 stiga hiti. Ég keppti í 100m, 200m og boðhlaupi. Það gekk bara ágætlega. Umm..mér dreymdi hræðilegan draum í nótt, mér dreymdi að Fleygur væri fótbrotinn og Logi dáinn... Ég vaknaði bara í svitabaði, en ég verð að hringja heim, ég er með áhyggjur af þessu. Bæ bæ :)

|

mánudagur, apríl 05, 2004

Hellu Iceland!!! 

Hallo allir saman!
Hedan er allt gott ad fretta, vid komumst loksins i tolvur herna rett hja!
Tad er geggjad gott vedur og vid erum buin ad versla fullt. Vid erum a hoteli sem heitir Suburban logde og tad er bara fint, abyggilega 100 sjonvarpsstodvar en taer eru nu samt ekkert merkilegar, vid fundum samt Bold and the beautiful og Beverly Hills... geggjad :) Jamms, eg veit ekki alveg hvad eg a ad segja ykkur fleira nema bara ad vid Anna byrjudum a tvi ad villast i flugstodinni, en tad var nu allt i lagi tvi vid erum svo klarar i ensku ad vid spurdumst bara til vegar og endudum a tvi ad finna tau. En tad var soltid fyndid tegar vid vorum ad tjekka okkur inn i flugid til Atlanta ta turftum vid Oli simon ad fara i einhverja svaka skodum, tad var bara ur skonum og peysunni og taka toskuna og setja hana i gegnum svona vel sem ser hvad er i henni og svo vorum vid latin standa med glenntar lappir og hendur ut i loft og svo var tekinn svona skanni og farid eftir ollum likamanum, tad var soltid spes. Tad var annar hver madur sem turfti ad fara i tetta, tannig ad anna slapp!!!! Eg er greinilega a islenskum tima ennta tvi tad slokknar bara gjorsamlega a mer a kvoldin svona klukkan 9, tad er ekkert sma fyndid og ta get eg bara ekki haldid mer vakandi og svo vakna eg alltaf klukkan 7. Timaskinid hja mer er bara islenskt. Tad er lika geggjad fyndid ad mer dreymir alltaf fullt og tad er alltaf um bara hesta og sveitina heima og fjolskylduna.. :)
En eg hef ekki mikinn tima eg aetla ad fara ad skrifa e-mail til mommu og pabba.
Tata....

|

fimmtudagur, apríl 01, 2004

það er 1.apríl í dag 

Ég skal nú bara segja ykkur það, að ég hef aldrei á ævinni verið göbbuð jafn mikið og í dag, en það var hún Anna Hlín sem átti heiðurinn af því, hún laug að mér að amma sín væri að deyja og að hún myndi ekki fara til Bandaríkjanna og ég var bara alveg miður mín, því þá yrði ég bara ein, sem mundi ekki vera gaman. Og svo hætti ég bara að tala við hana, og hringdi í Loga og var að kvarta í honum að Anna mundi ekki fara og eitthvað, En svo hringdi Anna aftur í mig og bara umm Fanney veistu hvaða dagur er í dag, ég bara u.. nei afhverju? Hún bara 1.apríl hahahahahahhahaha.....
Ég flippaði nottla alveg bara en þetta er nú soltið sniðugt hjá henni ég hefni mín góða mín, vertu bara viðbúin (",) Sá hlær best sem síðast hlær.. eða eitthvað svoleiðis ;)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?