<$BlogRSDURL$>

mánudagur, maí 31, 2004

Alltaf gott veður!  

Ég verð nú bara að hrósa sólinni fyrir að skína svona mikið á Ísland. Það er bara alltaf gott veður (",) vonandi endist það eitthvað áfram. En ég fór í útskriftapartý hjá Lindu í gær og það var geggjað gaman. Það var boðið upp á bollu og bjór, svo fórum við í leik og ég, Sandra, Hrund og Heiða vorum notaðar sem fórnarlömb mjög fyndinn leikur sem að Ósk sá um. Svo byrjaði ballið um 12 leytið og það var bara mjög gaman, ég hitti Edda, Finn Bessa, Jóka, Gunnar og fleiri snillinga. Í dag var æfingamót upp í Hvammi fyrir úrtökuna, ég keppti ekki því að Aría var þreytt eftir kynbótasýninguna. Æra fór í fyrstu verðlaun á kynbótasýningunni og Aría fékk 8,5 fyrir bæði tölt og brokk og Órator fékk 8,5 fyrir tölt, 8,0 fyrir brokk, 9,0 fyrir stökk og 8,5 fyrir bæði vilja og geðslag og fegurð í reið. Góður hann brúnki. ;) En núna eru Sæþór og co í heimsókn áðan komu Pálmi, Jónína og Reynir ríðandi, við létum hestana bara í garðinn á meðan þeir fengu sér örlítið viskí.... hehe og svo fóru þau til baka. En jæja ég hef svosem ekkert mikið að segja frá núna þar til næst kúst kúst...

|

fimmtudagur, maí 27, 2004

Kynbótasýningar 

Jæja gott fólk, núna er allt á fullu í kynbótasýningunum. Mamma og pabbi eru á Króknum núna með Ósvör, Trú og Kotru. Á morgunn fæ ég frí í vinnunni og fer með á Krókinn þá verða sýnd Órator, Aría og Æra. Ég verð að hjálpa til við að hita upp og svona. Umm.. svo er yfirlitssýningin á laugardaginn. Það verður útskriftarpartý hjá Lindu Fanney um kvöldið í miðgarði. Ég ætla að skella mér þangað! Kannski förum við Hrund út á Hofsós að heimsækja þær stöllur Völu og Silju. Og förum svo með Völu í partý til Lindu. Já já þannig er nú það, ég er á seinni vakt í sparisjóðnum núna, við Kolla erum tvær einar í Sparisjóðnum og ég er eini gjaldkerinn frá 5-6!!! Bara veldi á minni (",) En jæja ég ætla að fara að gera allt klárt svo við heyrumst.

|

sunnudagur, maí 23, 2004

Viskumolar!!!  

Jæja, ég gerði góðan samning í gær. Ég dílaði við pabba og mömmu um hrossaskipti. Ég bauð sem sagt skipti á Ámu og að fá hryssu sem heitir Vera í staðinn. Logi bauðst til að taka hest í 2 mánaða tamningu og svo svona eitt og annað sem ég nenfdi. Mamma var auðveld og skrifaði strax undir samninginn, en pabbi var aðeins erfiðari. Ég þurfti nú að minna hann á að fyrr í vetur ætlaði hann bara að losa sig við þessa hryssu, en ég gerði hana nú líklegast þæga. Þannig á endanum fór það þannig að ég fékk Veru og á milli þurfti ég að sleppa því að halda Snót í sumar, ef Ásjóna er fylfull núna. Þannig að það var nú aldeilis fínt! Logi fór e-ð um 2 aðfaranótt sunnudags, í rútu til Keflavíkur og er núna kominn til Rómar, gaman hjá þeim strákunum!!!
Ég var í útskriftarkaffi hjá Hjördísi áðan, það voru kökur og heitir réttir umm... geggjað gott!!! Svo fór ég að rúnta á Hvammstanga í fyrsta skipti, eitthvað sem ég hef aldrei gefið mér tíma í hehe.. En jæja ég verð að fara að gera eitthvað út að skokka eða eitthvað jæja bæ bæ í bili.

|

fimmtudagur, maí 20, 2004

HaLlÓ aLlIr SaMaN. 

Í dag er frídagur, ég fór á hestbak og við settum kindurnar út á tún. Svo fórum við mamma út á völl í morgun með Órator og mamm prófaði hann á vellinum. Svo eftir hádegi tókum við Ósvör, Ögrun, Kotru og Vin á völlinn, bara til að prófa. Vin hafði aldrei farið upp á kerru svo að það tók smá tíma að venja hana við! En jájá svo var ég að hjálpa Ragga að bera drasl út út Lækjahvammi, gamla ískápinn og eitthvað dót. Það er búið að parketleggja stofuna og gangurinn er hálfnaður. Þetta er að verða rosalega fínt hjá þeim. Á morgunn kemur Logi heim og svo fer hann á Laugardagskvöldið til Keflavíkur og flýgur svo til Rómar, þeir ætla að vera þar í viku í skemmtiferð. Það er kynbótasýning í næstu viku á Sauðárkróki, mamma ætlar að sýna nokkur hross, kemur í ljós hvaða hross!! Svo er líka kynbótasýning hérna heima 4-5 júní.
En JæJa Ég VeRð Að FaRa Að GeRa EiTtHvAð SjÁuMsT.

|

mánudagur, maí 17, 2004

Með dökkt hár 

Smá mynd hérna fyrir Völu. Annars var fyrsti vinnudagurinn minn í sparisjóðnum í dag það var bara fínt, soltið mikið í einu að læra! En ég fæ að spreyta mig á morgunn að afgreiða kúnnana, svo ekki koma og gera eitthvað flókið sem ég kann ekki!! (",)

|

föstudagur, maí 14, 2004

Hej alle uppa 

Í gær vaknaði ég snemma og fór út á Hvammstanga og tók próf í sögu 203. Það gekk bara vel! Eftir það fór ég heim og á hestbak á 8 stykki. Ég fór á Konsúl, Spak, Túlk, Rauðskinna, Trú, Fleyg, Dulúð og Aríu. Þau voru eiginlega bara öll góð, allavega skemmtileg! Jamm svo fór ég bara eitthvað að stússast í herberginu mínu laga til og svona. Svo fór ég að sofa og ég fékk nú ekki að sofa lengi því að Logi hringdi klukkan korter í 3 og var eitthvað að kvarta yfir því hvernig gengið hafði að spila á Kaffi Krók, jájá ég man ekkert hvað ég sagði við hann en svo sofnaði ég aftur en stuttu eftir að ég var sofnuð hringdi vekjaraklukkan þá var klukkan 4 og ég fór út í fjárhús. Kíkti á allar kindurnar og vitir menn það var ein að bera. Einn gemlingur.. ég setti hana í stíu og hún var SVO lengi að bera. Hún nennti ekkert að rembast og blessað lambið kom í heiminn einum og hálfum klukkutíma seinna, ég var alveg guðs lifandi fegin og tékkaði bara svona fyrir kurteisissakir hvort það væri nokkuð annað, ég átti nú ekki von á því, því að hitt var svo stórt. En nei nei það var annað þarna... svo ég mátti bíða til klukkan hálf 6 og enn kom lambið ekki! Svo kom pabbi að tékka á mér hvort það væri ekki allt í lagi. Og hann náði bara í vír og togaði lambið út svo við gætum nú einhverntíman farið að sofa, sem ég fékk klukkan korter í 7. Svo vaknaði ég klukkan tíu í morgun og fór í litun hjá Evu í Eden og ég er orðin dökkhærð, mér líkar það bara vel. Ég var komin með leið á þessum strípum alltaf hreint!!! En jæja kiss kiss í bili (",)

|

miðvikudagur, maí 12, 2004

Folöld, lömb og hvolpar!!!  

Það er alveg blómstrandi líf heima í Grafarkoti núna þessa dagana, alltaf eitthvað að fæðast!!! (",) Það eru nú engin fleiri folöld búin að fæðast, en ég vaknaði klukkan 4 í nótt og fór út að gá að kindunum þá var Skræpa hennar Eydísar að bera.. Hún var nú ekkert svo lengi að bera fyrra lambinu það var hvítur hrútur en svo ætlaði hún aldrei að skjóta hinu út út sér, því að hún var alltaf að hugsa um þetta sem var fætt, en eftir dágóða stund fæddist annar hrútur sem var mórauður. við erum komin með alveg fullt af móbotnóttum og grábottnóttum lömbum, mjög fyndin á litinn.. ég set myndir af þeim seinna. En ég ætla að setja mynd inn af merfolaldi sem er undan Tign og Dyn... Og svo eina fyndna hvolpamynd af Erró og Ösku.

|

mánudagur, maí 10, 2004

Sunrise sunrise... 

Ég skal nú bara segja ykkur það að ég er búin að vera með lagið með Noruh Jones á heilanum í 3 daga lagið Sunrise... það er alveg fast inn í hausnum á mér. En ég er búin að vera á Varmalæk síðustu 4 daga, það var afmælispartý hjá Hönnu á laugardag, það var bara ágætis party, það voru allir fullir nema kannski ég, Anna og Ingveldur, Lísa og svona 2 aðrir en annars voru allir hinir veltandi niður stiga og einhvað svoleiðis. Eydís vakti mig í morgunn, með þá frétt að Snót væri búin að kasta, hún átti brúnskjótta hryssu undan Gammi. Hún var víst svo stór að pabbi þurfti að hjálpa henni að koma í heiminn. Svo kastaði Tign á Sunnudaginn jarpri hryssu undan Dyn. Hvolparnir eru alltaf að stækka já og það er komið nafn á ungfrúna hún heitir Aska og hann heitir Erró. Mamma sagði að þau væru farin að lepja súrmjólk og urra og leika sér. Svo eru komin fullt af lömbum, Kría mín er ekki búin að bera, hún verður ábyggilega þrílemd, það er ekki gott því að mamma og pabbi halda að hún sé að kviðrifna... ekki gott! Ég er að fara í stærðfræðipróf núna eftir 20 mín. Ég get nú ekki sagt að ég hafi lært eitthvað mikið undir það, en vonandi gengur mér vel... Ég nenni nú ekki að endurtaka þennan skemmtilega áfanga hjá Helga Hannesar. Svo fer ég vonandi heim á morgunn, heim í Vestur-Húnavatnssýsluna með Guðrúnu...

|

fimmtudagur, maí 06, 2004

Guðmundur spámaður 

Jæja við Guðrún vorum að láta spá fyrir okkur og það var soltið merkilegt. Sko hann byrjaði á því að spá fyrir mér og þetta voru víst rosalega góð spil og mikil velgengni og hann sagði að ræktunin á hestunum eigi eftir að gangi mjög vel miklir peningar ví.... ;) Og það var líka mjög fyndið sem var spáð fyrir Guðrúnu.... ég ætla ekki að skrifa sem var spáð um okkur við segjum ykkur þetta bara í eigin persónu. Svo eru prófin byrjuð í fullu fjöri og ég er búin með þýskuna og íslenskuna.... gekk bara þokkalega (",) Ingveldur og Hjördís eru líka búnar að láta spá fyrir sér núna aftur sko, við létum líka spá fyrir okkur fyrir jól. Tommi og Logi ætla að láta spá fyrir sér á morgunn. Guðmundur er agalegur spámaður!!!! Svo er Kolli í heimsókn núna á vistinni og Sigríður Grúppía og það er verið að reyna eitthvað að læra undir próf, ég er ekki búin að læra neitt í dag í ensku þar að segja ég er bara búin að vera að gera ritgerð í sögu 203!!! Það er ekkert hægt að læra undir ensku nema að það séu einhverjar sögur sem maður þarf að læra utan að.. en allavega ég er að fara að hlusta á einhverja svakalega slúður sögu....

|

laugardagur, maí 01, 2004

Fyrstu lömbin 

Fyrstu lömbin í Grafarkoti fæddust í dag, þau eru algerar dúllur gimbur sem er mórauð og hrútur sem er móflekkóttur. Ég setti eina mynd af þeim hérna til að leyfa ykkur að sjá...

En það var verið að frostmerkja í dag öll veturgömlu folöldin þau voru nú bara óvenju þæg þetta árið, nema að eitt sleit múlinn minn sem ég fékk í fermingagjöf árans vandræði... Ég fór á hestbak í dag bara á 5. vetra merar þær Ögrun, Ósvör og Auðnu þær voru bara fínar, já og svo má nottla ekki gleyma aðal gæðingnum honum Fleyg ég fór nú líklegast á hann í morgunn og hann var bara alveg þrusu góður (",) En jæja ég verð að fara að læra í íslensku fyrir lokaprófið sem er núna á mánudaginn.... Ekki gaman

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?