<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júní 29, 2004

Halló 

Ég er búin að eignast litla frænku hún var 14 merkur og 50 cm. Þeim heilsast vel á Akranesi, hún var tekin með keisara, lá svo á að komast í heiminn. Ef þið viljið sjá myndir af henni þá eru þær hér
Ég var í 26. sæti á landsmótinu og það komust 25 áfram, Aría var skíthrædd við dómarana og neitaði að fara áfram fyrst en svo gerði hún það og var góð ég fékk 8,30 hjá næstum öllum dómurunum nema einum þar fékk ég 8,10 sem dró mig niður og það munaði 2 kommum að ég kæmist áfram, allt þessum eina leiðinlega dómara að kenna... Sonja fékk 8,24 og varð 28 eitthvað svoleiðis... Og svo til að toppa allt saman þá er ég veik núna.

|

föstudagur, júní 25, 2004

Ég er alveg að komast á landsmót.... 

Mér líður eins og snigli, þessi dagur líður ekkert.... en sem betur fer er mikið að gera.
En í kvöld verður djammað, því hún Hjördís á afmæli í dag og hún er 20 ára stelpan (",) og óska ég henni innilega til hamingju með afmælið.. Það er alveg ágætis veður hérna á Tanganum og vonandi verður það til friðs í kvöld. Umm.. ég þarf að fara að pakka á eftir því ég fer á Hellu á MORGUN ví... ;) Og Logi kemur í kvöld og með bílinn okkar með sér, já ég gleymdi kannski að nefna það en við Logi erum búin að versla okkur bíl, Toyotu corollu grábláa. njomm njomm (eins og Dóri segir) það verður gaman að eiga loksins bíl þannig að maður getur verið frjáls eins og fuglinn flogið næstum ég gæti og allt það.....

Í gær komu Ellert og Heimir að ná í tvo graddatitti til að setja á merarnar sínar, ég var send á Fleyg að láta þá elta mig, en hann Fleygur litli (fyrrverandi graðhestur) fékk bara flog og rauk með mig og prjónaði og ég veit ekki hvað og hvað, hann lætur stundum svona bara í kringum gradda og stóðmerar með folöldum. (don´t worry Rósa be happy) Svo að ég gafst upp og náði í Aríu og þannig náðum við þessum vitleysingjum í hesthúsið heima... En allavega þá er ég í banastuði en hvað með ykkur elskurnar??

|

miðvikudagur, júní 23, 2004

Landsmót (",) 

 HaLlÓ hAlLó AlLiR sAmAn!!
Dóri gerði mér grikk áðan hann sendi svona eitthvað system error á mig, þannig að þyrfti að slökkva á tölvunni og eitthvað bull, en ég er svo klár að ég fattaði það og hringdi á Dóra og bað hann aðeins að koma og sjá hérna hjá mér í tölvunni og þá viðurkenndi hann.. Múahaha.. en alltaf gaman að hafa smá vinnustaðagrín!

Afmælið hennar Hjördísar Óskar er á föstudagskvöldinu og þá verður djammað, hún er líka að fara til Svíþjóðar 13.ágúst þannig að það verða allir að mæta og kveðja hana...

En það styttist óðum í landsmót, við förum snemma á laugardaginn og ég keppi á mánudaginn svo bruna ég aftur norður á mánudagskvöldinu og mæti galvösk í vinnuna á þriðjudag og miðvikudag fer svo aftur á miðvikudagskvöldinu og verð á landsmótinu fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag.. Ef ég kemst í milliriðil þá er ég líka að keppa á föstudaginn.
Mig er farið að hlakka eiginlega bara ofboðslega mikið til... Mamma og pabbi verða í tjaldvagni og ég náttúrulega líka, svo ætla ég að taka tjaldið mitt líka og tjalda hjá krökkunum.. ohh.. það verður svo gaman.

Svo helgina eftir landsmótið er landsmót U.M.F.Í ég keppi í boðhlaupi líklegast með Gróu, Guðrúnu Eik og Helgu Margréti.. kemur í ljós hvernig það lukkast!!

Humm... svo helgina eftir það þá er íslandsmótið í hestaíþróttum og mér dauðlangar að fara þangað og keppa, það er meira að segja bara líklegt að ég fari!! vúppídú.. ég hef nebbla aldrei keppt á íslandsmóti í hestum áður sko.

En jæja krakkar mínir nú er ég farin og kem aldrei aftur nei nei bara grín, en myndasíðan er í fullu fjöri og myndirnar eru óðum að bætast við, líka í gömlu albúmin svo ver so gú... ;)

|

mánudagur, júní 21, 2004

Sunnudagskveld 


Núna er Sunnudagskvöld og þetta er búið að vera ágæt helgi. Á föstudagskvöldinu var ræktunarbúsýning við vorum með 9 hross í okkar búi, það voru alls 6 bú. Svo eftir sýninguna var grillað upp í Hvammi. Svo á laugardaginn þá náðum við Logi í Ásjónu og járnuðum hana, hún er ekkert smá feit.. (..) hún er svona séð aftan frá, en allavega þá járnaði þessi elska líka Veru fyrir mig. Svo fórum við á hestbak ég fór á Konsúl og Logi fór á Veru, það gekk alveg ágætlega bara.. Svo klukkan svona 5 fórum við að hjálpa Eyþóri að ná í Galtaneshrossin frá Bergstöðum og fórum með þau í rekstri í Galtanes. Þetta tók alveg þrjá klukkutíma, svo brunuðum við heim og fengum okkur grillkjöt í Lækjahvammi og fórum svo í sturtu og þá var klukkan bara farin að nálgast 10, þannig að við fórum með Kollu og Ragga út á Hvammstanga heim til Dóra, þar voru Bjöggi, Reimar og Ína.. þar var sungið og trallað eitthvað, Logi bjó m.a til lag um greniplöntu (",) Jamm svo var farið að skoða Jónsa og félaga á ballinu og þetta var bara dúndur gott ball, fyrir utan einhver smá slagsmál og læti!!! En þetta er svona. Svo í dag voru mamma, pabbi og Eydís að slá út í Gröf og Stella að rifja allt að byrja í heyskapnum... En já ef þið viljið kíkja á myndir síðan á ballinu þá eru þær hér

|

mánudagur, júní 14, 2004

Fljúgandi skeið á hesti humm..??? 

Hæmm.. um helgina var gæðingamót Þyts upp í Hvammi. Logi kom á föstudagskvöldið og horfði á mótið og var alveg fram á laugardag. Mótið fór þannig að ég vann ungmennaflokkinn á Aríu og ég fékk líka knapaverðlaunin ;) Mamma keppti á Æru í B-flokki og varð önnur, Rósa keppti á Fleyg í unglingaflokki og varð önnur, svo keppti Eydís á Kardinála í áhugamannaflokki og varð önnur og Raggi keppti líka og hann var í 5.sæti.. Svo keppti mamma í skeiði á Kapli og varð önnur.. svo þetta var bara ljómandi fín keppni. Þanni að ég,mamma og Rósa erum búnar að vinna okkur inn réttindi til að keppa á landsmótinu. Svo fórum við Logi á Varmalæk eftir mótið og það var eitthvað þorparamót í gangi þarna heima hjá þeim, semsagt allt fólkið sem hafði búið þarna í gamla daga að hittast aftur með fjölskylduna sína, ég var mest allan tíma með Elsu frænku hans Loga. Það var bara gaman sko, nema að ég þekkti voða fáa þarna. Svo daginn eftir var úrtaka á Vindheimamelum og ég horfði á hana, Logi var ritari svo það var ekkert svo mikið stuð að hanga á henni, en núna er ég í RVK hjá ömmu minni ég var að versla mér föt, geggjað flott... Við fórum fyrst í gs skó á Laugavegi og þar sáum við Jónsa og svo fórum við í Smáralind og vitir menn hver haldiði að hafi verið þar, nú JÓNSI ég held bara að hann hafi verið að elta okkur ömmu hehe.... En ég er að vinna í því að setja alltaf fleiri myndir á myndasíðuna.. svo endilega droppiði við! Mamma og pabbi eru líka komin með myndasíðu þið getið séð hana hér

P.s HRUND Á AFMÆLI Í DAG... KISS KISS OG KNÚS FRÁ MÉR!

|

miðvikudagur, júní 09, 2004

Myndasíður 

Hæ hæ ég vil vekja sérstaka athygli á myndasíðunum sem eru komnar hérna inn í linkana, það er bæði myndasíðan mín sem ég er að vinna í og myndasíða mussanna sem einnig er verið að vinna í svo endilega kíkiði og þá verði þið margs vísari (",) En hérna á Hvammstanga er bara geggjað gott veður, brjáluð sól og fuglarnir dansandi út í grasinu með ormunum sem eru skríðandi aaaa. usss... nei nei þetta má nú ekki fara út í eitthvað rugl. En allavega þá er mjög gott veður og ég fór í sund í morgunn.. það var geggjað!!! Svo núna er ég komin í Sparisjóðinn það er mjög heitt hérna inni og mig langar út.. En svona er þetta hey já við Nonni fengum sparisjóðsboli í dag og við erum töff!!!
P.s Raggi er veikur með pest sem hann náði í þarna í sumarbústaðnum sem er mjög slæmt!! Því að við hin gætum öll orðið veik...
Hérna er linkur inn á myndasíðuna hennar Hólmfríðar frænku minnar.. kíkiði|

þriðjudagur, júní 08, 2004

Hvað gera bændur þá!!!  

Hér koma nokkrar svipmyndir af hestfolaldi sem er undan Brá og Parker frá Sólheimum sem að Logi á helminginn í, hinn helminginn á Guðsteinn. Ég var nefninlega á Varmalæk á laugardag og sunnudag og við skruppum og skoðuðum gæðinginn það var svona svokallað afmæli eða sko afi hans Loga hefði orðið 75 ára. En allavega hér koma myndirnar
Njótið vel (“,)

|

föstudagur, júní 04, 2004

Grafarkot og allt á fullu 

Halló í dag er föstudagur... vúhú og það er kynbótasýning byrjað var klukkan hálf 8 í morgunn á byggingadóm í reiðskemmunni heima. Mér finnst ekki gaman að geta ekki séð það en ég þarf víst að sinna vinnunni. Svo seinnipartinn á að sýna hrossin í reið á hestavellinum upp í Hvammi. Mamma er með 3 merar, Aríu, Trú og Vin. Það eru sýnd alls 40 hross. Svo það er nóg að gera. Í gærkvöldi eftir vinnu þá komu Tryggvi og Hanna með merar heim sem á að sýna í dag. Svo fórum við pabbi upp á völl í gærkvöldi og við Helga Sigurhans. pússuðum gluggana á dómhúsinu, og pabbi, Sverrir og Dóri voru að laga völlinn, slétta hann og draga kapalinn inn. Svo þegar ég var búin að hjálpa til þar, þá fór ég til Eydísar á þinghúsið og hjálpaði henni að vaska upp og taka af borðum, ég fékk samloku og geggjað gott kakó í staðinn. En jæja gott fólk spennan er í hámarki út af dómum á hrossum.. ;) En hérna eru dómarnir þegar þeir koma, þið getið reyndar bara séð þá ef þið eruð áskrifendur ;)
EN ÞANGAÐ TIL NÆST BÆ BÆ

|

þriðjudagur, júní 01, 2004

Logi er kominn heim!  

Hæ hæ ég er geggjað glöð, því að Logi er kominn heim. Hann kom aðfaranótt mánudags. Við fórum á hestbak á mánudeginum og svona eitthvað skemmtilegt. Ég leyfði honum að fara á Veru(gæðinginn) hehe;) ég fór á Ósvör, svo fórum við á Slátt og Hálegg og náðum í Fleyg. Svo ákvað ég að prufa Konsúl og ég get nú ekki beint sagt að hann hafi verið skemmtilegur. Lét eiginlega bara eins og fæðingarhálfviti.. Humm og hana nú. Svo fór ég á Aríu og Logi fór á Fleyg og mamma á Æru einn skemmtireiðtúr eftir lætin í Konsúl. En úrtakan fyrir landsmótið er eftir hálfan mánuð en næstu helgi er kynbótasýning.. bara allt að gerast en jæja ég verð víst að halda áfram að telja peninga bæjó..

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?