fimmtudagur, júlí 29, 2004
Blikandi stjörnur
Njomm njomm svo er það bara verslunarmannahelgin ví ;)
miðvikudagur, júlí 28, 2004
UNGMENNAFÉLAGIÐ VÍÐIR ROKKAR!
LIFI UMF VÍÐIR.
þriðjudagur, júlí 27, 2004
Gúmmí gúmm
Ég er að vinna tíundu vikuna mína í Sparisjóðinum núna, þá á ég bara eftir 3 vikur....
Skólinn byrjar 23.ágúst er það ekki annars? Jú það var einhver að segja mér það. Núna koma Rósa, Þórunn, Þóra og fullt af busum múhahaha...
Veðrið er ekki gott í dag, allavega ekki hérna séð frá glugganum það er rok og sjórinn er ekki kyrr!!!! Við erum að fara í hestaferð um helgina, ég, mamma og pabbi frá Grafarkoti og svo Sæþór, Jónína, Villa og einhverjir fleiri... Það verður vonandi gaman, við ætlum að ríða út að Þverá fyrst á föstudaginn og svo yfir fjall í Katadalnum á laugardaginn og svo man ég ekki alveg hvert svo.... allavega komum við niður á Hvammstanga á Sunnudaginn og ríðum svo heim.
Ég ætla samt ekki að ríða með þeim á Sunnudaginn, því þá ætla ég að fara norður og kannski í rafting og grilla og ball með Geirmundi og svona eitthvað spennandi (",) Þetta kemur allt í ljós..
Ég fór á Veru í gær, og hún er bara orðin helvíti skemmtileg, töltir núna (kemst þótt hægt fari) Logi fór á hana á sunnudaginn eins og ég sagði síðast og þá var hún líka góð, hún er öll að koma greyið, ég held að þetta verði bara hið fínasta hross!!! Ég ætla að taka hana með mér á Krókinn eftir áramót og einhvern gæðing með henni...
Umm.. Rósa hvernig er þetta með þig, ætlar þú í Jór eða koma með hesta með þér allavega? Það er alveg mannskemmandi að hafa ekki með sér hross ;) Við getum látið drauminn okkar ræstast og búa til svaka flott prógram!! Hehe.. Það verður náttúrulega að þjálfa þarna ótrúlega góðu merina þína. (",) báðar þ.e Kolfreyju og Heiðdísi!!!
|
Skólinn byrjar 23.ágúst er það ekki annars? Jú það var einhver að segja mér það. Núna koma Rósa, Þórunn, Þóra og fullt af busum múhahaha...
Veðrið er ekki gott í dag, allavega ekki hérna séð frá glugganum það er rok og sjórinn er ekki kyrr!!!! Við erum að fara í hestaferð um helgina, ég, mamma og pabbi frá Grafarkoti og svo Sæþór, Jónína, Villa og einhverjir fleiri... Það verður vonandi gaman, við ætlum að ríða út að Þverá fyrst á föstudaginn og svo yfir fjall í Katadalnum á laugardaginn og svo man ég ekki alveg hvert svo.... allavega komum við niður á Hvammstanga á Sunnudaginn og ríðum svo heim.
Ég ætla samt ekki að ríða með þeim á Sunnudaginn, því þá ætla ég að fara norður og kannski í rafting og grilla og ball með Geirmundi og svona eitthvað spennandi (",) Þetta kemur allt í ljós..
Ég fór á Veru í gær, og hún er bara orðin helvíti skemmtileg, töltir núna (kemst þótt hægt fari) Logi fór á hana á sunnudaginn eins og ég sagði síðast og þá var hún líka góð, hún er öll að koma greyið, ég held að þetta verði bara hið fínasta hross!!! Ég ætla að taka hana með mér á Krókinn eftir áramót og einhvern gæðing með henni...
Umm.. Rósa hvernig er þetta með þig, ætlar þú í Jór eða koma með hesta með þér allavega? Það er alveg mannskemmandi að hafa ekki með sér hross ;) Við getum látið drauminn okkar ræstast og búa til svaka flott prógram!! Hehe.. Það verður náttúrulega að þjálfa þarna ótrúlega góðu merina þína. (",) báðar þ.e Kolfreyju og Heiðdísi!!!
mánudagur, júlí 26, 2004
Ging gang gúllí gúllí....
Maður verður að passa sig hvað maður skrifar á bloggið sitt, því að Dóri og félagar gætu bara farið með þetta í útvarp Norðurlands næst, þar sem það er nú þegar orðið frægt á Tanganum.
Jáhá.. bodypaintið er yfirstaðið og það gekk vel, Guðrún og Jóhanna eru algerir listamenn bara!! Ég setti inn nokkrar myndir af því...
Á laugardaginn var gaman, Logi járnaði tvær merar fyrir Eydísi, Snertingu og Vakningu, Snerting lá á honum næstum allan tímann og Vakning sleit sig þrisvar lausa, þegar þetta allt var búið var ekki til þurr þráður á Loga hehe... Svo um 4 leytið fór ég í pottinn með Hjördísi, Ingveldi, Söru og Guðrúnu... við chilluðum þar í nokkra tíma. Logi og Gunni voru á Reykjum og þeir settu geislaspilara í drossíuna(Grána) Svo fórum við í Fífusund 6 og grilluðum og vorum í partýi þar til ballið byrjaði, ballið var skemmtilegt ég dansaði eins og óð manneskja allan tímann og Rósa líka!!!
Á Sunnudaginn fórum við á hestbak, Eydís og Nína fóru út í Gröf og náðu í Gaut, við fylgdum þeim að Gvendastöðum og fórum svo til baka.
Ég ætlaði að keppa á Aríu í tölti og fjórgangi um verslunarmannahelgina, en get það ekki því keppnin byrjar klukkan 13:00 á föstudaginn og ég fæ ekki frí, því það verður brjálað að gera í Sparisjóðnum föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi! Þá fer ég bara í hestaferð í staðinn.
Ég vaknaði klukkan 7 í morgunn til að keyra Loga áleiðis heim við lögðum af stað svona korter yfir og Hanna kom á móti okkur.
Jabb ég skrifa meira seinna.
|
Jáhá.. bodypaintið er yfirstaðið og það gekk vel, Guðrún og Jóhanna eru algerir listamenn bara!! Ég setti inn nokkrar myndir af því...
Á laugardaginn var gaman, Logi járnaði tvær merar fyrir Eydísi, Snertingu og Vakningu, Snerting lá á honum næstum allan tímann og Vakning sleit sig þrisvar lausa, þegar þetta allt var búið var ekki til þurr þráður á Loga hehe... Svo um 4 leytið fór ég í pottinn með Hjördísi, Ingveldi, Söru og Guðrúnu... við chilluðum þar í nokkra tíma. Logi og Gunni voru á Reykjum og þeir settu geislaspilara í drossíuna(Grána) Svo fórum við í Fífusund 6 og grilluðum og vorum í partýi þar til ballið byrjaði, ballið var skemmtilegt ég dansaði eins og óð manneskja allan tímann og Rósa líka!!!
Á Sunnudaginn fórum við á hestbak, Eydís og Nína fóru út í Gröf og náðu í Gaut, við fylgdum þeim að Gvendastöðum og fórum svo til baka.
Ég ætlaði að keppa á Aríu í tölti og fjórgangi um verslunarmannahelgina, en get það ekki því keppnin byrjar klukkan 13:00 á föstudaginn og ég fæ ekki frí, því það verður brjálað að gera í Sparisjóðnum föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi! Þá fer ég bara í hestaferð í staðinn.
Ég vaknaði klukkan 7 í morgunn til að keyra Loga áleiðis heim við lögðum af stað svona korter yfir og Hanna kom á móti okkur.
Jabb ég skrifa meira seinna.
fimmtudagur, júlí 22, 2004
Móses, Páfi og Nátthrafn eru snillingar!
Halló ég fór á hestbak í gær, fyrst fór ég á Túlk, sem að amma á, hann er í pössun heima. Hann var mjög fínn, svo fór ég á Darra, hann var bara ekkert svo stirður, (hann er sko með spatt)
Reið honum bara á túnunum. Svo fór ég á Fleyg og hann var bara fínn líka. Svo tók ég hann Páfa og teymdi Nátthrafn og setti Móses í taum utan um Nátthrafn það var alger snilld, þeir voru svo viljugir þessis gömlu meistarar, Móses og Nátthrafn teymdu eiginlega bara mig og Páfa hehe ;) Jámm svo fór ég á Kotru 5 vetra merina undan Kóreu, hún var fín nema að hún var hrædd við allt, allar rúllurnar, og heyið sem var á túninu og bara name it!
Já, en opnunarhátíðin var í gær á bryggjunni á Hvammstanga hún var flott, Gísli kom á kanó með kyndil fastann við hausinn á sér og svo kveikti hann í öllum tunnunum sem voru á bryggjunni, þá voru 4 varðeldar, ofsa fínt! Svo var Handsome Joe að spila og Gleðigengi Gvends, og Silli og Þórhallur voru að spila á trommur, krakkar með sverð og ég veit ekki hvað og hvað, við Ingunn hlupum fyrstar í röðina og fleyttum kertum út á sjó.
Lifðu í lukku en ekki í krukku
|
Reið honum bara á túnunum. Svo fór ég á Fleyg og hann var bara fínn líka. Svo tók ég hann Páfa og teymdi Nátthrafn og setti Móses í taum utan um Nátthrafn það var alger snilld, þeir voru svo viljugir þessis gömlu meistarar, Móses og Nátthrafn teymdu eiginlega bara mig og Páfa hehe ;) Jámm svo fór ég á Kotru 5 vetra merina undan Kóreu, hún var fín nema að hún var hrædd við allt, allar rúllurnar, og heyið sem var á túninu og bara name it!
Já, en opnunarhátíðin var í gær á bryggjunni á Hvammstanga hún var flott, Gísli kom á kanó með kyndil fastann við hausinn á sér og svo kveikti hann í öllum tunnunum sem voru á bryggjunni, þá voru 4 varðeldar, ofsa fínt! Svo var Handsome Joe að spila og Gleðigengi Gvends, og Silli og Þórhallur voru að spila á trommur, krakkar með sverð og ég veit ekki hvað og hvað, við Ingunn hlupum fyrstar í röðina og fleyttum kertum út á sjó.
Lifðu í lukku en ekki í krukku
miðvikudagur, júlí 21, 2004
Múa smúa hvað!!!!
Halló ég er með smá spurningu sko eftir vinnu í gær þá fór ég að múa og ég múaði stanslaust í 3 klukkutíma og þá kom smá matarpása, Eydís kom með hamborgara ég gleypti hann í svona 5 bitum og svo héldum við strax áfram og við vorum á túni sem var geðveikt holótt, bara holur dauðans, mér var orðið mjög flökurt, mér leið eins og hamborgarinn væri bara ennþá í hálsinum á mér.. svo að ég var bara svona að velta því fyrir mér hvort að líffærin myndu hristast inn í manni, því að ef það gerist, þá hljóta mín að vera út um allt!!!!!
Klukkan 10 þá hættum við, því vélin hans pabba var að verða olíulaus, þá fórum við inn og ég fór í bað, ahhhhh langþráð (",) Á morgun er unglist OH DEAR GOD... ég á að vera í bodypaintinu, ég komst hvorki á frjálsíþróttaæfingu né unglistar generalprufu því ég var að múa....
|
Klukkan 10 þá hættum við, því vélin hans pabba var að verða olíulaus, þá fórum við inn og ég fór í bað, ahhhhh langþráð (",) Á morgun er unglist OH DEAR GOD... ég á að vera í bodypaintinu, ég komst hvorki á frjálsíþróttaæfingu né unglistar generalprufu því ég var að múa....
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Mikið að gera
Jæja ég fór í vinnuna í gær það var bara fínt ekkert voðalega mikið að gera samt, Jón Óskar átti afmæli og við fengum kökur frá honum ;) og svo eftir vinnu e-ð um fimmleytið þá reið ég af stað út á Hvammstanga með þrjá til reiðar, ég reið á Æru teymdi Flakkara og hafði Veru utan á. Guðrún kom á móti mér og ég mætti henni hjá Ytri-Völlum, við fórum út á Hvammstanga og fórum á fótboltaæfingu við spiluðum í svona 45 mín ég var alveg bandviltlaus og hljóp út um allt það var gaman, stelpurnar hafa ábyggilega haldið að ég hafi verið vængefin ekki vangefin takk fyrir.
Svo klukkan svona 7 lagði ég af stað heim, ég reið Flakkara heim og teymdi Æru og hafði Veru litlu utan á. Það gekk bara vel, þau voru þreytt eftir þennan reiðtúr.
Svo þegar ég kom heim fékk ég mér aðeins að borða og brunaði svo beint út á tún að garða, við heyjuðum til svona 10. Þetta voru tvö tún, bara meðal stór, þessi STÓRU eru eftir.
Þá fór ég að elta rollu sem var í baggabandshafti það var ógeðslegt sko, hún hoppaði þarna um á þremur löppum, ég náði henni eftir að hafa elt hana smá og pabbi náði í hnífinn og byrjaði að skera, þá voru böndin bara allstaðar inn í löppinni á rollunni. Greyið þetta var ógeðslegt löppin er alveg sundurtætt eftir öll böndin. Á endanum náði pabbi að skera öll böndin burt sem betur fer. Þá hoppaði hún á þremur til gimbrarinnar sinnar.
Þá fórum við upp eftir og ætluðum að setja hestana í sveltihólfið yfir nóttina, en nei nei þá höfðu Áma og hesturinn frá Sauðadalsá farið undir girðinguna í skurðinum og við mamma fórum að elta þau, þau voru eins og vangefin því þau hlupu út um alla girðingu, það endaði með því að við létum Móu bara elta þau svo að þau myndu nú kannski fatta það að það er ekkert gaman að hlaupa endalaust, þá gekk það!! Þau fóru í gerðið og til hinna hestanna.
Jámm ég kom svo bara inn svona ca. hálf 11-11, þá fór ég bara fljótlega að sofa, spjallaði soltið í símann fyrst og fékk mér djús ;)
|
Svo klukkan svona 7 lagði ég af stað heim, ég reið Flakkara heim og teymdi Æru og hafði Veru litlu utan á. Það gekk bara vel, þau voru þreytt eftir þennan reiðtúr.
Svo þegar ég kom heim fékk ég mér aðeins að borða og brunaði svo beint út á tún að garða, við heyjuðum til svona 10. Þetta voru tvö tún, bara meðal stór, þessi STÓRU eru eftir.
Þá fór ég að elta rollu sem var í baggabandshafti það var ógeðslegt sko, hún hoppaði þarna um á þremur löppum, ég náði henni eftir að hafa elt hana smá og pabbi náði í hnífinn og byrjaði að skera, þá voru böndin bara allstaðar inn í löppinni á rollunni. Greyið þetta var ógeðslegt löppin er alveg sundurtætt eftir öll böndin. Á endanum náði pabbi að skera öll böndin burt sem betur fer. Þá hoppaði hún á þremur til gimbrarinnar sinnar.
Þá fórum við upp eftir og ætluðum að setja hestana í sveltihólfið yfir nóttina, en nei nei þá höfðu Áma og hesturinn frá Sauðadalsá farið undir girðinguna í skurðinum og við mamma fórum að elta þau, þau voru eins og vangefin því þau hlupu út um alla girðingu, það endaði með því að við létum Móu bara elta þau svo að þau myndu nú kannski fatta það að það er ekkert gaman að hlaupa endalaust, þá gekk það!! Þau fóru í gerðið og til hinna hestanna.
Jámm ég kom svo bara inn svona ca. hálf 11-11, þá fór ég bara fljótlega að sofa, spjallaði soltið í símann fyrst og fékk mér djús ;)
laugardagur, júlí 17, 2004
Fjandinn hafi það
Jæja ég er búin að keppa í tölti og 4-gangi.
4-gangurinn var í gær, það gekk bara mjög vel, merin var alveg upp á sitt besta bara ég fékk 6,07 og var í 12. sæti og Sonja fékk 6,13 og var í 11.sæti og svo í töltinu þá byrjaði ég um morguninn klukkan hálf 9. Ég var mætt þarna alveg á slaginu, en þá var ég látin bíða eftir hinum tveim sem áttu að vera með mér og ég gerði það svo endaði það með því að ég var bara látin ríða ein prógramið allt í lagi með það nema að þegar ég var að koma að hinni langhliðinni þá var ekkert búið að loka inn á stóra völlinn og svo voru kallarnir bara þarna að loka hliðnu og eitthvað þegar ég var að ríða hraðabreytingarnar og e-ð svona bull... Ég kláraði nú samt og fékk 5,9. Ég var nú ekkert ánægð með þetta og mamma fór nú svona að finna að þessu að vera að trufla mann inn á vellinum svo að yfirdómarinn og mótstjórinn ákváðu að leyfa mér að koma aftur í síðasta hollinu. Jájá ég vildi það nú alveg, hafði engu að tapa, það gekk bara allt í lagi þar, þá var ég inn á með tveimur öðrum og fékk 6,0. Svo var lesið hverjir komust áfram í A og B úrslit og ég var þá í 10.sæti og átti þar afleiðandi að komast í B úrslit. Var bara ánægð með það og fór með Aríu niður í hesthús og svo fór ég bara aftur á völlinn og var að horfa á þá var verið að lesa upp aftur hverjir hefðu komist áfram og þá sagði þula fíflið bara já það var ein breyting í ungmennaflokki það gleymdist einn keppandi og ég bara jæja, svo las hann upp og jájá var það ekki fór ég niður í 11.sæti og fékk ekki að ríða úrslit..... Munaði semsagt 0,1 kommu.
Þetta er í 4.skiptið sem að ég lendi í þessu skemmtilega sæti, en hins vegar er ég bara sátt með árangurinn, merin skilaði sínu. Við Sonja erum bara GREINILEGA búnar að panta 11 og 12 sætið, því að hún var í 12-14. sæti í tölti..
Ég á eftir að keppa í gæðingaskeiði það verður fróðlegt hehe... Kapall er cool!!!
En já, Logi kallinn lenti í 2.sæti í firmakeppninni á Gleði hans Svenna, alveg eins og í fyrra nema þá var hann á Gígju. Firmakeppnin var á Vindheimamelum.
Hana nú sagði hænan og þá kom haninn.
|
4-gangurinn var í gær, það gekk bara mjög vel, merin var alveg upp á sitt besta bara ég fékk 6,07 og var í 12. sæti og Sonja fékk 6,13 og var í 11.sæti og svo í töltinu þá byrjaði ég um morguninn klukkan hálf 9. Ég var mætt þarna alveg á slaginu, en þá var ég látin bíða eftir hinum tveim sem áttu að vera með mér og ég gerði það svo endaði það með því að ég var bara látin ríða ein prógramið allt í lagi með það nema að þegar ég var að koma að hinni langhliðinni þá var ekkert búið að loka inn á stóra völlinn og svo voru kallarnir bara þarna að loka hliðnu og eitthvað þegar ég var að ríða hraðabreytingarnar og e-ð svona bull... Ég kláraði nú samt og fékk 5,9. Ég var nú ekkert ánægð með þetta og mamma fór nú svona að finna að þessu að vera að trufla mann inn á vellinum svo að yfirdómarinn og mótstjórinn ákváðu að leyfa mér að koma aftur í síðasta hollinu. Jájá ég vildi það nú alveg, hafði engu að tapa, það gekk bara allt í lagi þar, þá var ég inn á með tveimur öðrum og fékk 6,0. Svo var lesið hverjir komust áfram í A og B úrslit og ég var þá í 10.sæti og átti þar afleiðandi að komast í B úrslit. Var bara ánægð með það og fór með Aríu niður í hesthús og svo fór ég bara aftur á völlinn og var að horfa á þá var verið að lesa upp aftur hverjir hefðu komist áfram og þá sagði þula fíflið bara já það var ein breyting í ungmennaflokki það gleymdist einn keppandi og ég bara jæja, svo las hann upp og jájá var það ekki fór ég niður í 11.sæti og fékk ekki að ríða úrslit..... Munaði semsagt 0,1 kommu.
Þetta er í 4.skiptið sem að ég lendi í þessu skemmtilega sæti, en hins vegar er ég bara sátt með árangurinn, merin skilaði sínu. Við Sonja erum bara GREINILEGA búnar að panta 11 og 12 sætið, því að hún var í 12-14. sæti í tölti..
Ég á eftir að keppa í gæðingaskeiði það verður fróðlegt hehe... Kapall er cool!!!
En já, Logi kallinn lenti í 2.sæti í firmakeppninni á Gleði hans Svenna, alveg eins og í fyrra nema þá var hann á Gígju. Firmakeppnin var á Vindheimamelum.
Hana nú sagði hænan og þá kom haninn.
fimmtudagur, júlí 15, 2004
Hverjum er ekki sama!!
Hafiði heyrt það nýjasta það voru tveir menn á bar, sem að fóru að rífast um það hver ætti að borga fyrir næsta bjór, annar þeirra var með byssu sem hann stakk í vasann og hún var hlaðin þannig að hann skaut undan sér allt heila klabbið greyið kallinn. Hann var þá búinn að drekka 15 lítra af bjór. Ekki eru nú allir jafn gáfaðir.
En ég er að fara á Íslandsmótið í kvöld, ég er að fara að keppa í tölti, 4-gangi og gæðingaskeiði. Ingveldur er líka að fara að keppa á Flosa sem að Maggi átti einu sinni. Svo er Sonja líka að keppa og Helga Una. Ofsa gaman, mig langar að fara að sjá leikritið "Hárið" ég held að það sé mjög skemmtilegt. Ég hef heldur aldrei farið í svona alvöru leikhús..... :( En hverjum er ekki saman eins og hann Búi myndi nú orða það..
|
En ég er að fara á Íslandsmótið í kvöld, ég er að fara að keppa í tölti, 4-gangi og gæðingaskeiði. Ingveldur er líka að fara að keppa á Flosa sem að Maggi átti einu sinni. Svo er Sonja líka að keppa og Helga Una. Ofsa gaman, mig langar að fara að sjá leikritið "Hárið" ég held að það sé mjög skemmtilegt. Ég hef heldur aldrei farið í svona alvöru leikhús..... :( En hverjum er ekki saman eins og hann Búi myndi nú orða það..
mánudagur, júlí 12, 2004
Ég er maðkur á öngli í ánni....
En svo fórum við heim á Varmalæk og um kvöldið fór ég til Dagnýjar með bílinn og hún dundaði við að mála hestamyndina á bílinn, sem er flott sko við vorum lengi að því alveg frá kl. 21-01 þannig að það endaði með því að við nenntum ekki að fara á ball... Svo það var bara rólegt eiginlega ekkert djamm. Á Sunnudeginum eldaði drengurinn fyrir mig hamborgara og svo fórum við á hestbak, með Frigga, Jóni og Dangýju af stað í rekstri en við fórum bara smá spöl og snérum svo við svo fór Logi á Gleði og ég tók upp á video fyrir hann, svo um kveldið fórum við til Loga á Víðimel og þeir skiptu um olíu og síu á bílnum, þannig að þá á bara eftir að fiffa beltið til og þá er allt reddý.. En já svo bara um kvöldið var farið til Helga Steinars að horfa á eina góða DVD mynd sem ég sofnaði yfir, en myndin var mjög góð ég sofnaði bara alveg óvart!!! En jæja nóg af blaðri..
Myndir af folöldunum okkar heima í Grafarkoti eru HÉRNA...
þriðjudagur, júlí 06, 2004
Sælt veri fólkið!
En ég er komin með lista af stóðhestum sem mig langar til að halda undir svo að ég verð bara að drífa mig að eignast fleiri hryssur, nei nei það liggur ekkert á ;)
En var ég nokkuð búin að segja ykkur að Stella og Tryggvi gáfu mér rauðskjótt merfolald um daginn, hún er undan Rauðskinna og Flugu sem er skild Neista frá Gröf, ekki amalegt.. En já, þá á ég 3 rauðskjóttar hryssur og 1 rauðskjóttan hest, hvað er þetta með mig og að eiga rauðskjótt hross, reyndar á ég eina bleikálótta meri en samt!
Jájá svo núna er ég bara að vera ofboðslega dugleg og vinna til 5 og fer svo beint heim að ríða út... mjög gaman! Svo er ég að fara að keppa um helgina í boðhlaupi, mig er eiginlega farið að kvíða fyrir bara því að ég hef ekki haft neinn tíma til að dusta rykið að hlaupaskónum mínum, það er Kollsár afmæli um helgina líka, húsið á afmæli ég veit ekki alveg hvernig ég ætla að koma því inn í dagskrána að fara þangað því að ég þarf bæði að fara að keppa og láta mála bílinn okkar Loga og taka upp hross á video fyrir hann.. svo þetta er bara nokkuð þröng dagskrá. Og svo helgina eftir það þá ætla ég að keppa á íslandsmótinu í hestaíþróttum á einni frækinni hryssu sem ber nafnið Aría og er kennd við bæinn Grafarkot. (",) Ég fór í heimsókn í Lækjarhvamm í gær og sjá litlu rúsínuna, hún er algert æði.. Kolla og Raggi eru búin að setja fleiri myndir af henni á síðuna þeirra!!! En nóg í bili bæjó