þriðjudagur, ágúst 31, 2004
Sælir félagar
Jæja, ætli ég verði ekki að segja ykkur eitthvað slúður svona af því að ég er byrjuð í skólanum og það var busaball og afmæli síðustu helgi.
Á fimmtudaginn átti Guðrún afmæli það var svaka stuð hún fékk fullt af gjöfum og svona einhverju dóti ég gaf henni rós, kerti og kort ;) Um kvöldið var farið á barinn og það var mjög gaman, allir hressir og svo á föstudeginum fór ég í frönsku og
svo brunuðum við Logi á Akureyri og keyptum okkur sjónvarp, efni í hillu og föt.
Þegar við komum heim fórum við strax í það að smíða hilluna sem tók ekki langan tíma, stilltu sjónvarpið þannig að það er allt reddý.
Busaballið var nú ekkert sérstakt fannst mér, en það bjargaði því að Svenni og Ingibjörg blönduðu handa mér vín með grænu sport light sódastrími í sem var mjög fínt svona 70 á móti 30 sódastrím og vodki.... Ekki sterkt, ég sá alveg fullt af pörum sem voru að dansa saman á dansgólfinu alveg FULLT af litlum blindfullum busum þó sér í lagi stelpum.
Þórunn og Þóra létu sig ekki vanta í hópinn, nældu sér í tvo frá Króknum, Rósa litla fékk sér líka einn góðan bita en hann er frá Hofsósi ;) Mér tókst að læsa lyklana inn í bílnum þannig að ég þurfti að fá 3 lögregluþjóna til að hjálpa mér að opna hann aftur ég komst af því að það er mjög erfitt að stela bílnum mínum....
En afmælið það er miklu skemmtilegra að segja frá því, en ég nenni samt ekki að segja frá öllu saman það tekur allt of langan tíma. En já það var þannig að við leigðum Árgarð undir partýið og það voru rúmlega 100 lítrar af áfengi á boðstólnum og 100 gestir ekkert smá margir sem betur fer vorum við með heilt félagsheimili undir þetta allt saman. Lísa var búin að baka skinkuhorn og pizzusnúða og Sigríður keypti snakk og nammi sem var sett í skálar á borðin bollan, bjórinn og hvítvínið var frammi í andyrinu þannig að þegar að fólk kom inn var því strax boðið upp á drykk!!!! Helgi Sæmundur var með diskó á staðnum, sem vakti mikla lukku og gestirnir dönsuðu eins og þeir ættu lífið að leysa, einnig var karfa þarna og körfubolti og fólk var farið að spila með lið og læti, hitti samt misvel ofan í körfuna út af misjöfnu ástandi hehe;)
Sumir fóru upp á svið og muna ekki eftir því (Guðrún) Trampólínið kom að góðum notum sem var fyrir utan Árgarð. Allir voru að skemmta sér geggjað vel. Sumir fóru berrassaðir í ánna og upp á þak (Bjössi) Veit ekki alveg afhverju en engu að síður fyndið...
En jæja þetta er fínt í bili
|
Á fimmtudaginn átti Guðrún afmæli það var svaka stuð hún fékk fullt af gjöfum og svona einhverju dóti ég gaf henni rós, kerti og kort ;) Um kvöldið var farið á barinn og það var mjög gaman, allir hressir og svo á föstudeginum fór ég í frönsku og
svo brunuðum við Logi á Akureyri og keyptum okkur sjónvarp, efni í hillu og föt.
Þegar við komum heim fórum við strax í það að smíða hilluna sem tók ekki langan tíma, stilltu sjónvarpið þannig að það er allt reddý.
Busaballið var nú ekkert sérstakt fannst mér, en það bjargaði því að Svenni og Ingibjörg blönduðu handa mér vín með grænu sport light sódastrími í sem var mjög fínt svona 70 á móti 30 sódastrím og vodki.... Ekki sterkt, ég sá alveg fullt af pörum sem voru að dansa saman á dansgólfinu alveg FULLT af litlum blindfullum busum þó sér í lagi stelpum.
Þórunn og Þóra létu sig ekki vanta í hópinn, nældu sér í tvo frá Króknum, Rósa litla fékk sér líka einn góðan bita en hann er frá Hofsósi ;) Mér tókst að læsa lyklana inn í bílnum þannig að ég þurfti að fá 3 lögregluþjóna til að hjálpa mér að opna hann aftur ég komst af því að það er mjög erfitt að stela bílnum mínum....
En afmælið það er miklu skemmtilegra að segja frá því, en ég nenni samt ekki að segja frá öllu saman það tekur allt of langan tíma. En já það var þannig að við leigðum Árgarð undir partýið og það voru rúmlega 100 lítrar af áfengi á boðstólnum og 100 gestir ekkert smá margir sem betur fer vorum við með heilt félagsheimili undir þetta allt saman. Lísa var búin að baka skinkuhorn og pizzusnúða og Sigríður keypti snakk og nammi sem var sett í skálar á borðin bollan, bjórinn og hvítvínið var frammi í andyrinu þannig að þegar að fólk kom inn var því strax boðið upp á drykk!!!! Helgi Sæmundur var með diskó á staðnum, sem vakti mikla lukku og gestirnir dönsuðu eins og þeir ættu lífið að leysa, einnig var karfa þarna og körfubolti og fólk var farið að spila með lið og læti, hitti samt misvel ofan í körfuna út af misjöfnu ástandi hehe;)
Sumir fóru upp á svið og muna ekki eftir því (Guðrún) Trampólínið kom að góðum notum sem var fyrir utan Árgarð. Allir voru að skemmta sér geggjað vel. Sumir fóru berrassaðir í ánna og upp á þak (Bjössi) Veit ekki alveg afhverju en engu að síður fyndið...
En jæja þetta er fínt í bili
þriðjudagur, ágúst 17, 2004
ÓFEIGUR
Slæmar fréttir hann Ófeigur litli dó í nótt :( Ég var búin að gefa honum fullt af mjólk 3 sinnum í gær, en það dugði ekki til, þetta var kannski bara gott fyrir litla greyið því að hann var orðinn ekki neitt neitt, ég er samt mjög leið yfir þessu öllu saman. Greyið Sameign (mamma hans) er með spenana fulla af mjólk.... En sömu nótt og Ófeigur dó fæddist svartskjóttur hestur undan Óttu og Kletti, eins og Logi sagði það kemur hestur í hests stað.
|
mánudagur, ágúst 16, 2004
Fákaflug
Svo var Helga Una nr. 4 í unglingaflokki og Loga gekk fínt í B-flokki fékk 8,16 á Gígju og 8,19 á Gleði, fyrsta alvöru keppnin hennar Gleði, fín byrjun hjá þeim. Það var bara þvílík hitabylgja á Vindheimamelum, geggjað veður allir sólbrenndir og eitthvað hehe;)
Ég komst ekki í skírnina því að ég var að keppa í úrslitum en litla frænka mín heitir Rakel Gígja Ragnarsdóttir og hún var skírð í kjólnum mínum ;)
Ég er að vinna næst síðasta daginn minn í Sparisjóðnum, gaman að fá frí loksins það stendur nú reyndar ekki lengi yfir því að skólinn er að byrja í næstu viku pæliði í því.
En allavega þá var smá frétt á Eiðfaxa um mótið hægt að sjá hér og í frétt sem heitir yngri flokkar á Fákaflugi
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
Sólin heima..
Hjördís kom hérna áðan líka og hún er bara að fara frá okkur ekkert stutt, nei nei bara í Svíþjóð það er ekkert annað. Það á eftir að vera mjög tómlegt þegar ég fer í skólann og hún er ekki... þar sem að hún hefur verið allar annirnar mínar :( Jommz.. ég ætla ekki að vera á vistinni fyrir áramót, ég ætla að búa heima hjá Loga!!!
Svo eftir áramót þá verður trallað á vistinni með Rósíu Rix og félögum.
Ég er að fara eftir hádegi á föstudaginn á Vindheimamela, með mömmu og pabba. Við mamma erum að fara að keppa á mótinu á Aríu, Æru og Rúnu, svo erum við að fara með Glettingu og folaldið hennar út á Varmalæk.
Svo er verið að fara að skíra litla krílið þeirra Kollu og Ragga á Sunnudaginn og hún verður í kjólnum sem að ég saumaði og með húfuna sem að Hjördís prjónaði. Ekkert smá flott.
Njomm njomm ég er búin að setja inn fleiri myndir á "Myndasíða II" m.a af litlu dúllunni minni honum Ófeigi.
mánudagur, ágúst 09, 2004
Sérdeilis ljómandi
Í 4-gangnum var ég í 3.sæti, það skildu einhver brotabrot á milli mín, Helgu og Sonju. Mjög hörð og skemmtileg keppni. Umm.. ég fæ Rúnu í láni líka næstu helgi á Fákaflug á Vindheimamelum, ég hlakka mikið til að keppa þar vonandi gengur það eins og vel og á þessu móti. Ég vann íslenska tvíkeppni líka. Mamma var í 2. sæti bæði í tölti og 4-gangi og hún vann íslenska tvíkeppni og var í 2.sæti á Kapli í gæðingaskeiði. Eydís var í 2.sæti í tölti á Kardinála í áhugamannaflokki og 3 í 4-gangi. Rósa beibý var líka að keppa í tölti og 4-gangi unglinga og hún varð önnur í þeim greinum á henni Kolfreyju.
Á laugardagskvöldinu eftir mótið fórum við ríðandi frá Böðvarshólum og í Galtanes, það var mjög gaman, nema að ég var orðin helvíti syfjuð þegar leið á kvöldið.... Fórum heim e-ð um 2 leytið ég Hjördís og Logi. Svo í gærkvöldi þá keyrði ég Loga heim eftir mótið, Doddi og Hrund komu með. Við Logi fórum í sund heima hjá pabba hans og tókum svo spólu hjá Helga Steinari og átum ís og nammi ;) Svo í morgun þá var ég mætt klukkan hálf 8 í Varmahlíð og þar kom Hrund og við brunuðum heim í morgun og ég fór í vinnuna, þar sem ég er núna!!! Aldeilis ljómandi!
P.s Ófeigur litli lifir enn ;)
föstudagur, ágúst 06, 2004
Bara me me með ullinni og öllu
Við vorum með meri hjá Víkingi frá Voðmúlastöðum sem heitir Sameign og hún var með litla brúna hestfolaldið sitt þarna með sér náttúrulega. Svo þegar að mamma fór að sækja hana þá brá henni heldur betur, því að helvítis graðhesturinn var búinn að misþyrma folaldinu, það hengdi bara haus og var allt bitið og grindhorað. Ingunn dýralæknir kom og skoðaði hann, hún sagði að hann ætti að vera löngu dáinn miðað við þessa meðferð á honum, það kom svona hálfur bolli af greftri og blóði út um hálsinn á honum, þar sem hann er með stórt sár... Greyið litla.
Það er bara kraftaverk að hann er ennþá lifandi og þess vegna heitir hann Ófeigur. Annað er bara ekki hægt. Ég fer reglulega og gef honum svona bætiefni í sprautu, og það þarf alltaf að kreista út úr hálsinum á honum líka. Hann er mjög spakur og honum finnst ekkert betra enn að láta klóra sér á hálsinum, þá vill hann alltaf kljást við mann. Ég set kannski mynd af honum seinna, þegar að hann lítur aðeins betur út.