þriðjudagur, september 21, 2004
Það kvað vera fallegt í Kína
Ég gisti á vistinni í nótt, fór nefninlega á körfuboltaæfingu í gærkvöldi sem var ekki búin fyrr en klukkan 10. Það er kominn nýr þjálfari, hann er frá Serbíu og er 2,15 á hæð.
Ég gisti hjá Rósu við horfðum á video með svona 10 strákum sem létu öllum illum látum þangað til að vistarstjórinn kom og skammaði þá og stelpurnar (Þórunni og Rósu) fyrir öll lætin inn í herbreginu þeirra sem voru í strákunum.
En skítt með það, Laufskálarétt er núna næstu helgi. Ég ætla að fara svo er sölusýning og ræktunarbú og fl. í reiðhöllinni á föstudagskvöld og svo á laugardagskvöld er ball með Hljómum. Bara allt að gerast í reiðhöllinni.
Svo er ég að fara að halda 3 fyrirlestra í næstu 2 vikum, ekki gaman í ensku, félagsfræði og íslensku svo er ég að fara í þýskupróf á morgun þannig að ég er að rembast við að læra núna af því að ég nenni ekki að keyra heim, það er svo leiðinlegt veður úti.
Fyrirlesturinn sem ég er að gera í íslensku er um Tómas Guðmundsson og hann er búinn að semja ekkert smá marga skemmtilega texta, alltaf er ég að læra eitthvað nýtt!!
En jæja það er best að rumpa þessu af bless í bili.
Myndir af Laufskálaréttarballinu í reiðhöllinni má sjá hér og hér ;) ví...
föstudagur, september 10, 2004
Hestar og skóli
Jæja en núna er ég í stærðfræði og svo fer ég í frönsku og svo HEIM... JIBBÍ
Það eru göngur á morgun ég fer í göngur fyrir Stellu og Tryggva og svo eru náttúrulega réttir.
Á laugardagskvöld er ball í Víðihlíð með Þotuliðinu, það gæti meira en vel verið að maður kíki þangað... en bless í bili ;)