<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, desember 28, 2004

Sixties á Tanganum um áramótin  

Júmm svona eru jólin, ég er nú bara svona þokkalega sátt við jólin nema að veðrið er búið að vera pain in my ass eða eins og það útleggst á íslensku verkur í rassi!!!
En allavega þá var Staðarskálamótið í gærkveldi og Jakob Víðir (liðið) var að keppa þeim gekk svona lala... en ég er samt mjög stolt af þeim (",) Gott að þeir mæta allavega...
Þetta voru þeir Víðir, feðgarnir Gunnar, Helgi og Andri frá Þingeyrum, Tryggvi Björns, Einhver ráðunautur, 2 bræður frá Geitaskarði og man ekki alveg hvort þeir voru fleiri.
Við stelpurnar keppum í kvöld!!! Allir að koma og hvetja... okkur vantar reyndar þrjá liðsmenn frá því í fyrra hana Ingveldi, Hrund og Þóru en jamm við hinar reynum bara að skemmta okkur án þeirra!!! En jæja ég held að þetta sé gott í bili
Spurning dagsins: Koma ekki allir á áramótaball með Sixties?
Fanney over and out


|

þriðjudagur, desember 21, 2004

Jú komiði margblessuð og sæl 

Það er allt í gúddí!! Mamma og pabbi fóru suður á fimmtudagskvöldinu og ég var bóndinn og bústólpinn framm á laugardag. En þá kom Logi heim og við brunuðum suður. Við vorum komin í bæinn um þrjú leytið og fórum beint í Kringluna og versluðum slatta þar. Svo fórum við í Smáralind og kláruðum að kaupa allar jóalgjafirnar þar. Við vorum alveg þvílíkt dugleg að rata, því að ég og Logi við erum hreinræktuð sveitabörn og förum því ekkert oft í bæinn. En þetta gekk vel ég las á skiltin og Logi keyrði!! Svo næst fórum við í MR búðina það var svona pínu vandamál að finna hana, en við vorum aldrei langt frá henni mér fannst mamma bara gefa mér asnalegar upplýsingar, svo hringdi ég í Rósu vinkonu og hún byrjaði bara á því að gera grín af mér og reyndi eitthvað að lýsa leiðinni, en já mér fannst lýsingin hennar voða svipuð og hjá mömmu en við keyrðum upp og niður götuna þar sem Töltheimar voru, því það sögðu allir að við ættum að keyra eitthvað upp... en í rauninni var hún í sömu götu og gamla tölheima búðin var. En þetta tókst á endanum og við keyptum ennþá meira þar!!! Ég keypti mér reiðbuxur, asskoti góðar ;) Og svo vorum við lögð af stað heim aftur rétt rúmlega átta!!! Þannig að við vorum ansi fljót að þessu öllusaman, sem betur fer það er óhollt að vera þarna of lengi!!!
Fanney over and out


|

fimmtudagur, desember 16, 2004

Leiðinlegt veður 

Hæ hæ!
Ég er búin að fá út úr prófunum mér gekk bara vel ;)
En ég er alltaf að bíða eftir góðu veðri, en það gerist aldrei neitt!
Ég gaf hestunum í morgun, brunaði niður eftir á Pjúgga í snjóstormi.
Svo fór ég heim og aftur niður í hesthús klukkan 11. Þá tók ég Teklu og lagði á hana og lét hana hlaupa inní í skemmu, hún var svo hrædd við hrossin sem voru fyrir utan að nudda rassinum í húsið... þannig að það var soltið erfitt að láta hana hugsa um eitthvað annað. En hún er samt alveg þæg. Svo gafst ég upp á þessum merum þarna úti og setti þær bara inn, hinum megin í skemmuna. Svo tók ég Grafík og hún verður ábyggilega góð, alveg þæg líka!!!
Jámm... ég fór á tónleikana á þriðjudaginn, það var fínt. Logi söng vel, þó að hann væri með einhverja blessaða hálsbólgu. Svo fór ég í partý í sumarbústað í Varmahlíð með mussunum og félögum. Það var mjög gaman allir ofsa hressir og ALLAR stelpurnar að reyna við Þorberg múhaha... eða það hélt hann allavega, en í raun var hann að reyna við ALLAR stelpurnar, skipti ekki mikið máli hver það var hehe.. já svona er þetta! En hann er snillingur.
Siggi Bóbó átti afmæli á þriðjudaginn 19 ára drengurinn. Umm á miðvikudaginn tók Logi meiraprófið með tengivagninum, það gekk ljómandi vel, hann fékk bara enga villu og er þá kominn með meiraprófið með tengivagni og öllu tilheyrandi!!!
En jæja góðir hálsar ég ætla að halda áfram að bíða eftir góða veðrinu ;)
Fanney over and out!

|

sunnudagur, desember 12, 2004

Sweet home Alabama 

Ég er komin í langþráð jólafrí!!!! Ég, mamma og Logi erum búin að vera að ríða út.
Í gær hreyfðum við 17 hross... Ofsa gaman! En eldhúsið er allt að koma til, það er verið að mála, saga, spasla og negla....... Það er að verða alveg brilliant ;)
Við ætlum suður næstu helgi að versla, ekki seinna vænna. Svo eru nú tónleikar á þriðjudaginn, Logi er að fara að syngja og Helga Rós og fleiri sem maður kannast við... svo um kvöldið verður bústaðarpartý hjá mussunum í Varmahlíð. En nóg í bili
Fanney over and out

|

miðvikudagur, desember 08, 2004

Bara eitt próf eftir.. 

Ég heiti Kjartan Kjartansson og ég er flugstjórinn ykkar í dag!
Jámm ég á bara eftir eitt próf, ég er heima núna kom í morgun. Ég sópaði allar stíurnar í dag og setti hrossin út og gerði fínt. Síðan fór ég á hestbak með mömmu tvo reiðtúra á alveg magnaðar ungar merar. Þegar það var orðið dimmt kom Hjördís og við tókum fjórar merar inni, það gekk á ýmsu skal ég segja ykkur. Fyrst fór ég á Skímu Oddsdótturina og reið henni lausri og svo var ég að reyna að gefa henni köggla á baki og hún beit svo svakalega í puttann á mér og ég gat ekkert gert, sat nottla á merinni og þurfti að rífa hann út úr henni. ÁI!!! Jamm svo tókum við Spes Kvittsdótturina hennar Eydísar, það var alveg voðalega langt síðan að hún var tekin síðast. Hún var voða tens og allt í lagi við lónseruðum hana og Hjördís fór á hana og ég hélt í og svo þegar ég var að reyna að loka hurðinni þá tók hún bara kipp og dróg mig að næstu beygju sem betur fer hékk ég í henni og náði að kippa í hana svo hún stoppaði en Hjördís greyið datt næstum því af hehe.... En það fór allt vel!! Svo tókum við sitthvora þægu merina. Eina Roðadóttir og aðra Glíradóttir.
Síðan gerðist eitt mjög fyndið, við pabbi fórum upp í fjárhús að gefa ormalyf, við kláruðum fyrst að gefa kindunum og svo fór pabbi ofan í stíuna hjá hrútnum og á meðan hann var að gefa öðrum tók hinn tilhlaup og stangaði hann í rassinn, bwhahaha það var MJÖG fyndið!!!
En jæja nóg í bili.
P.s er að setja nýjar myndir á myndasíðu III

|

fimmtudagur, desember 02, 2004

Jólafríið nálgast eins og óð fluga  

Ég var í íslenskuprófi í gær, það gekk ágætlega núna á eftir eða eftir svona tæpan klukkutíma er ég að fara í félagsfræðipróf! Ég er búin að læra og læra... nenni ekki að læra meira!! Svo á morgun er það enskan, mánudaginn er það stærðfræðin, þriðjudaginn franskan og á föstudaginn þýskan! Þá er ég búin og komin í jólafrí 10.desember. Ohh ég get ekki beðið ég hlakka svo til ;) En jamm ég var að horfa á ístöltið í sjónvarpinu í gær, flott!!! Ég ætla að keppa einhverntímann... 1.des ballið um helgina í Miðgarði var skemmtilegt, fullt af fólki-allir hressir. Ég fór á snjósleða um helgina vááá það er gaman, (hélt samt að ég mundi deyja á tímabili) Ég er búin að fjárfesta í nýjum síma! Endilega komiði með uppástungur um nafn á greyið.... Tumi gamli var orðin ansi lúinn með takkana, bara stundum hægt að ýta á 0 og 8.....
En já þetta gengur víst ekki, ég ætla að renna yfir félagsfræðina í síðasta skiptið.
Fanney over and out


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?