<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Mynd dagsins 


Halló halló ég ákvað að setja inn mynd dagsins af þessu sæta litla barni sem er bara svo mikið krútt!!!! Þetta er auðvitað hún Rakel Gígja litla frænka mín, við erum nottla alveg eins er það ekki? ;)
En ég og Loginn erum að fara á Hóla á eftir með Gígju (hryssuna) í læknisskoðun og þá kemur í ljós hvort að hún selst eða ekki, allir að krossleggja fingur og vona það besta! En annars er ég bara í skólanum alltaf. Ég fór í ljós í gær með Rósu í nýja sporthúsið og ég brann á rassinum og bakinu, ái.. mig langar ekki aftur í bráð!!!
Svo er ég búin að vera að glíma við einhverja helv.. pest núna undanfarið kvef, hálsbólgu og snert af magakveisu. Það er ekkert gaman sko!!! Það var alveg hundleiðinlegt veður í gær, geggjað rok og við Rósu fukum næstum því út í buskann.
En jæja bless í bili
Fannzan over and out.

|

laugardagur, janúar 22, 2005

ÁSJÓNA ER FYLFULL!!!!!!  

JEY......... merin mín yndislega er loksins fylfull. Hún vildi greinilega engan annan en hann Órator, en hún var hjá honum í allt sumar. Ohhh ég er mjög ánægð núna, loksins komin af stað í ræktunina.
Svo fórum við á sölusýninguna á Króknum í dag og Logi seldi hana Gígju til Jóns Olsen, hún á bara eftir að fara í læknisskoðun og ef það finnast engir skuggar þá er hún seld!!!! Það er mjög fínt!!! (",)
En jamm ég er komin heim núna, mamma er að fara að elda fyrir okkur svona pönnsur með hakki, salsasósu og grænmeti inn í ummm... en sé ykkur seinna!!!
Over and out Fanney ánægða


|

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Hvað veist þú um áfengi? 

Þetta er titillinn á nýjum bæklingi sem var verið að dreifa í skólanum. Í þessum bæklingi kemur fram að það er líffræðilega sannað að stelpur þola u.þ.b. 30 % minna af vínanda heldur en strákar. Skýring á því er að:
1. stelpur eru yfirleitt minni og léttari en strákar, sama magn af áfengi hefur mun meiri áhrif á litla manneskju en stóra.
2. Stelpur hafa minna vatn í líkamanum, vatn þynnir áfengi.
3. Þær hafa minna af ensími sem brýtur niður áfengi svo það hverfi úr líkamanum.

Hvað er áfengi? Áfengi er slakandi lyf sem hægir á heilastarfseminni og starfsemi mænunnar. Áfengi berst með blóðrásinni um allan líkamann, til allra líffærakerfa og er skaðlegt öllum líffærum. Nohhh það er bara sonna....
Já já það er þorrablót á föstudaginn í Lýtingsstaðahrepp, það verður ábyggilega rosa stuð. Logi og Stebbi á Laugamýri sjá um skemmtiatriðin eins og í fyrra og svo er Kári á Vatni með annál og Geirmundur sér um dansleikinn!!! En jæja ég verð að fara að skjótast í ensku 603.
Over and out Zorro


|

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Salómon svarti og Bjartur 

Hæ hæ í dag var fimmtudagur, en nú er komið fimmtudagskvöld! Ég ætla að fara á körfuboltaæfingu á eftir klukkan 9, ætla samt ekkert að hlaupa neitt súper mikið út af blessaða hnénu mínu. En mig er farið að hlakka mikið til að hreyfa mig eitthvað (",)
Svo kem ég með Telpu og Veru út á Krók um helgina vá hvað ég hlakka til að fá þær hingað.
Ég er að spá í að búa bara í hesthúsinu eftir skóla, þegar að þær verða komnar!
En núna á eftir er herbergjaskoðun, við erum búin að gera fínt og svona... En allavega þetta er nóg í bili kúst kúst
Fanney over and out|

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Maður er bara byrjaður í skóla 

Jæja skólinn byrjaði í dag, ég var bara með 15 einingar á minni stundatöflu en ég er búin að breyta því í 22 einingu. Ég veit nú samt ekki alveg hvernig það fer því að ég er í dönsku 303 og íslensku 633 sem eru bæði próflausir áfangar þannig að þeir byggjast mikið til á mætingu en þetta verður að koma í ljós!!! Svo er ég líka í þýsku 403 og þýsku 503 saman... Logi er í 16 einingum og það er það eina sem hann á eftir.
Við fengum það skemmtilega herbergi 313, það er á efstu hæð!!! Mjög mikil rakspíralykt inni í því við erum búin að kaupa ilmkerti og eitthvað til að eyða þessari lykt!
Hnéð mitt er að lagast síðan 30 desember þegar merin prjónaði yfir sig á svelli og á mig!! Þetta er allt að komma,,,,,, þið fattið kannski ekki þennan kommubrandara hjá Loga en hann er mjög já hummm....
Þarnæstu helgi förum við suður með hross á sölusýningu á kassabílnum. Logi er búinn að hanna og smíða milligjarðir í bílinn og ég fékk að mála þær og já ekki gleyma pússa þær líka og svo náttúrulega átti ég stóran part í að setja þær rétt upp í bílnum!!!!! ;)
En það er alveg gríðarlegt fjör á vistinni núna, eða ekki við þekkjum ekkert voðalega marga en þetta verður samt ábyggilega fínt það eru hérna allavega allir Vestur-Húnvetningarnir prýðis fólk!!!!! Og svo komum við með tvo hross hvort þarnæstu helgi.
Fanney over and out


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?