<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Sólin skín!! 

Það er búið að vera geggjað gott veður á króknum núna síðustu þrjá daga. Það er bara kraftaverk, miðað við að þetta sé á Sauðárkróki!!! Reyndar eru miðannarpróf í gangi og það er einhvernveginn þannig að það er alltaf gott veður í prófavikunum. Ég er búin að fara í 4 próf á eftir að halda einn fyrirlestur og taka 1 próf í viðbót sem er á föstudaginn. Við Logi erum að spá í að fara að keppa á Bautatöltinu á Akureyri. Reyndar vorum við að komast af því í gær að helv.. úrtakan fyrir framhaldsskólamótið á að vera á sunnudaginn. En það verður bara að breyta því. Það er ekki hægt að hafa það á sunnudegi, það er frídagur og svo er mót kvöldið áður og sumir ætla að keppa á sama hestinum það gengur náttúrulega ekki!!! En allavega þá er gott veður (",) Ohhh.. mig langar svo út, en nei ég þarf að flytja fyrirlestur í ensku...... hlakka til þegar það er búið þá fer ég beint á hestbak á Veru og Telpu sem eru skemmtilegar.
Fanney over and out.

|

mánudagur, febrúar 21, 2005

Alvitringar athugið! 

Hvað eru stýrur? Er orðið stýra skrifað með ý eða í? stíra vs. stýra. Og hvað eru stýrur, afhverju koma þær? Þetta langar mig mikið til að vita, ég fór að pæla í þessu í gær og hef ekki haldið ró minni síðan. En nóg af þessum pælingum, ég fór í afmæli hjá Þórhalli og Bjössa um helgina það var ógeð gaman (",) eins og maður tekur til orða. Það voru fordrykkir í boði heima hjá Þórhalli. Við Eydís gáfum Þórhalli myndband frá því að við vorum lítil. Okkur fannst það alveg snjallræði þangað til að allir í partýinu fóru að horfa á það.... En já ég var/er ofvirk og á þessu myndbandi sést það alveg skírt og greinilega. En já það vakti lukku. Svo fóru allir á barinn þar var TÓLG að spila. Þ.e. Júlli, Tommi, Logi og Logi Fannar. Þeir voru fínir og héldu uppi stuðinu. Ég hitti fullt af fólki sem ég hef ekki séð lengi, mjög gaman! En allavega þá var þetta mjög fínt afmæli.
Until next time.......

|

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Ring ring ring ring....bananaphone 

HALLÓ FÓLK!!!!
Við sitjum hérna þrjú ég, Ingveldur og Logi. Við vorum að leika okkur á netinu, skoða mót og svona. Það eru að skella á fullt af ísmótum m.a bautatöltið og einhverjar ískappreiðar. Svo erum við að horfa á friends seríu, alger snilld!
Ég fór í borg dauðans í gær, pabbi keyrði okkur Rósu. Þar gátum við verslað slatta af fötum, ég keypti mér tvennar gallabuxur og belti og e-ð svona glingur. Og Rósa keypti sér líka belti og jakka og peysu og smá glingur líka!!! Jamm þannig er nú það.
Úff... ég fór á æfingu áðan það var erfitt, það var ekkert svo erfitt fyrst en svo fórum við að hlaupa fullt af línuhlaupum. En maður hefur gott af þessu.
Fanney over and out

|

þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Úti í Eyjum var Einar kaldi..... 

Jæja ég fór á þorrablót um helgina á Hvammstanga, það var mjög gaman!
Alveg brilliant skemmtiatriði... M.a. Elísa með innlit-útlit hjá mömmu sinni og pabba og alveg fullt af fleiri atriðum sem ég nenni ekki að þylja upp.
En það sem er svona helst að frétta er að Hanna er búin að eiga, lítinn strák. Hann er ofsa sætur, við vorum í heimsókn hjá henni áðan. Ég fór líka á æfingu áðan, það var bara fínt!!!
Um næstu helgi er svo fyrsta töltkeppnin á Blönduósi, ég er nú búin að hugsa mér að mæta og keppa, á hesti en ekki belju (Ingveldur mætir þú? Múhahahaha)
En jæja gott fólk, ég nenni ekki að bulla meira í bili.
Fanney over and out

|

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Hvað er það sem fellur svona af himnum ofan? 

Ég er svo hress og kát í dag!
Ég fór nefninlega á hestbak í gær á merarnar og þær voru svo góðar, þær hafa aldrei verið svona góðar (",) Vera byrjaði bara að tölta með mig, þetta líka fínasta hæga tölt og Telpa var líka góð, alveg miljandi gangur í þessu... hehe ;) Svo fór ég á æfingu í gærkvöldi klukkan 20:20 og ég hélt að karlinn ætlaði að drepa okkur. Hann lét okkur hlaupa 5 stiga, stigi er sem sagt að hlaupa fyrst út að vítastigalínu og aftur til baka, svo út á miðju og aftur til baka, svo á vítastigalínuna hinum megin á vellinum og aftur til baka og svo alveg yfir og SPRETTA til baka og þetta var gert 5 sinnum og undir 32-37 sekúndum. Jáhá og svo þegar ég kom heim eitthvað rúmlega 21:10 þá kældi ég á mér lappirnar og svo átti ég náttúrulega eftir að læra, svo að ég dreif í því svaraði spurningum á þýsku! Þannig að þegar að þetta allt var búið þá var bara klukkan að ganga tólf. Þannig að ég var mjög upptekin manneskja í gær!

Og ég gleymdi náttúrulega að segja frá því, þegar við fórum út á Krók á sunnudaginn, það var geggjað gaman. Við vorum 10, fórum á tveimur bílum, þetta var ég, Siggi Bóbó, Jóhanna, Þorbergur, Rósa, Þórunn, Þóra, Helgi, Stefán Gísli og Ingveldur. Strákarnir voru orðnir ansi rakir strax á Hvammstanga og Stefán drapst í bílnum á leiðinni út í Enniskot! Í Enniskoti fengum við vöfflur með súkkulaði glassúr og rjóma umm.... Sumir voru eitthvað rakir á hausnum og talað var um einhverja vonda lykt en lyktin var af Stefáni, því að í eitt skiptið þegar Stefán þurfti að æla var Þorbegur að pissa við hliðina á honum og Stefán datt aðeins til hliðar og beint undir bununa hjá Þorbergi.. Bergur tók nú ekkert eftir því fyrr en að Helgi sagði honum það!!! HAHAHAHAHAHAHA.... En ég ætla nú ekkert að skrifa meira frá þessari ferð núna!!
Fanney over and out


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?