<$BlogRSDURL$>

mánudagur, mars 28, 2005

Hvernig rúm á maður svo að kaupa? 

Ég er að fara að versla mér rúm, því að mitt er hundrað og tuttugu ára gamalt. Ég veit ekki hvernig rúm ég á að kaupa. Ég fór á www.rum.is og www.betrabak.is og www.rbrum.is Mér finnst alveg furðulega lítið af upplýsingum um rúmin, nema kannski á rum.is Ég er að spá í þessu sem er á myndinni, þetta er Ibiza 160*200cm 6 ára Verksmiðjuábyrgð mjög vönduð. Með Bonnel sjálfstæðu gormakerfi. 299 gormar Styrking í miðju og hliðum. Ofnæmisprófað og varið sem lagar sig vel að líkamanum.
Hafið þið einhverja reynslu af rúmakaupum, hvernig rúm eigið þið? Endilega give us a hand will you.....

Fanney over and out

|

laugardagur, mars 19, 2005

Stórsýning á Blönduósi 


Á morgun er stórsýning á Blönduósi. Grafarkot er með atriði sem heitir "sex 6 vetra frá Grafarkoti" Og svo eru mamma, Eydís og co með atriði sem heitir "Senjorítur og heiðursmenn að vestan" Svo er alveg haugur af fleiri atriðum (",) En ég hvet alla til að koma og kíkja, þetta verður ábyggilega fín sýning.
Ég fór á tjúttið í gær, það var mjög gaman! Ég fór á rúntinn með Þórdísi, Völu, Rósu og Laugu.
Og við vorum að smakka á vel útbúnum drykk í sjeikdollu með klökum frá Ábæ. Svo kíkti ég á bar-inn og Kaffi Krók. Þar voru já bara mest megnis allir!
En allavega þá er ég komin heim núna, við æfðum í dag á Blönduósi þar að segja ef æfingu má kalla, því að við riðum í belg og biðu. Höfðum takmarkaðan tíma, þannig að ég veit ekkert hvernig þetta á eftir að ganga á morgun. En allir að kíkja á www.grafarkot.is alltaf eitthvað nýtt að koma þar inn.

Fanney over and out!

|

þriðjudagur, mars 15, 2005

Þriðjudagurinn fimmtándi mars tvöþúsundogfimm 

Það er kalt úti, svo kalt að ég fór fyrr úr tíma í gær bara til þess að fara á hestbak inni í reiðhöll.
Það var svo kalt að þegar maður er að ganga upp í skóla, þá frýs hakan á manni föst!
En það gekk vel að keppa á föstudaginn, ég vann bæði slaktaumatöltið og 4-ganginn á Órator. Hann var samt eitthvað agalega pirraður karlinn, ég held að hann sé kominn með leið á keppnum. Ég var heima um helgina eins og alltaf, það var fínt. Ég var alveg agalega dugleg á föstudaginn, vaknaði tiltölulega snemma fór út í hesthús, slepptu öllum hestunum út og sópaði stíurnar, var búin með svona 12 stíur þegar Gréta kom og hjálpaði mér. Svo fórum við að ríða út og ég held ég hafi farið á svona 7 hross þangað til að keppnin var um kvöldið!
Svo á Laugardaginn var afmælisglaðningur til heiðurs Gúnda, það var riðið heim til hans og sungið 2 vel valin lög og Dóri Fúsa öðru nafni Árni úsbekistan spilaði undir.
Sunnudagurinn var mest megnis svipaður hinum 2 dögunum, já mikið rétt, það var farið á hestbak, reyndar bara inni í skemmu vegna mikils kulda. Svo er maður náttúrulega bara kominn aftur á vist dauðans.... en góðu fréttirnar eru að páskafríið byrjar á föstudaginn eftir skóla (",)

|

föstudagur, mars 11, 2005

Opnir dagar!!! 

Í dag fimmtudag var svokallaður opinn dagur og morgundagurinn verður eins. Það var skóli fyrir hádegi og svo eftir hádegi þá er val. Ég valdi ljósmyndamaraþon. Það virkar þannig að maður fær 10 þema og á að taka myndir sem passa við sérhvert þema. Við Rósa vorum vitanlega saman í hópnum sem við kusum að kalla "Lilo & Stitch" Við byrjuðum náttúrulega á geðveikinni og ryksuguðum hárið á Rósu og átum tré og e-ð skemmtilegt! Svo fórum við niður í hesthús og létum Veru, Róna og Telpu flippa út í gerði með sólgleraugu. Jamm jamm svo klukkan hálf 5 fór ég heim í Grafarkot með Loganum til að ná í Stekk Ásaþórsson. En ég ákvað að vera eftir og Logi fór því einn norður aftur með hestinn. Það er nefninlega mót á morgun bæði á Blönduósi og Sauðárkrók. Ég er að fara að keppa á Blönduósi í 4-gangi og kannski slaktaumatölti og Logi ætlar að keppa á Sauðárkróki á áskorendamóti Riddaranna. Já það eru bara keppnir hverja helgi nú orðið.
En see ya later alligators!

|

fimmtudagur, mars 03, 2005

Zelda und Zoolander 

Humm... já það gekk vel hjá okkur Loga á Bautatöltinu. Ég er alltaf að reyna að sjá myndirnar af þessu móti, en tölvurnar í skólanum eru svo leiðinlegar að ég get bara séð fyrstu hestana sem eru á fyrstu síðunni á www.pedromyndir.is en svo ef ég ætla á síðu númer 2, þá bara nei nei það er ekki hægt! OHHH þoli ekki þennan skóla ARRGG. En allavega þá járnuðum við Telpu á þriðjudaginn, hún var komin á stultur, hófarnir voru búnir að vaxa svo mikið. Hún er líka með svo asnalega hófa, þeir eru svo þröngir og harðir og litlir en samt sem áður mjög háir. Já finnst ykkur ekki gaman að lesa um hófa annars?
Ég er búin að fá út úr 3 prófum af 6, það gekk bara fínt í þessum 3 allavega!
Um helgina eru tvö mót á dagskrá, annað er á föstudaginn, það er í Svaðastöðum (reiðhöllinni á Króknum) fimmgangur og skeið,Logi ætlar að keppa á Vini frá Úlfstöðum og svo er ísmót á Svínavatni á sunnudaginn, við ætlum að fylla eina kerru af hrossum frá Grafarkoti og keppa þar líka þ.e. ég, mamma, Logi og kannski Eydís.....
Já já þetta er svona en annars er lítið að frétta, þessi vika er búin að vera 2 vikur að líða. Ég get ekki beðið eftir páskafríinu........
Fanney over and out

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?