<$BlogRSDURL$>

mánudagur, apríl 25, 2005

Tekið til kostanna 

Helgin var frábær, sýningin var góð á laugardagskvöldinu en hún var hálfgerð general prufa á föstudagskvöldinu. Ég var með Gígju í klárhryssunum. Hún var mjög góð, sérstaklega á laugardagskvöldinu. Mamma, pabbi og co voru með sumarbústað í Varmahlíð og það var partý þar á föstudagskvöldinu, við Logi ætluðum aðeins að kíkja í heimsókn en það endaði með því að ég var komin í pottinn í sundbolnum hennar Sigrúnar, sem að Eydís og Guðrún skírðu Rósu. Þetta var fallegur sundbolur og einmitt rósóttur! Já og Logi var kominn í djúpar samræður við Reyni, pabba, Einar og fleiri... það var náttúrulega talað um hross fyrst og fremst. Svo fór pabbi að grilla klukkan 2 um nóttina og þá fóru bara allir að éta grillkjöt. Sigga Lár var í pottinum ALLT kvöldið hehe... hún fékk sér bara að borða ofan í pottinum (",) En já það var horft á kvennaatriðið á videoi svona 15 sinnum um nóttina. Og já ég skreið upp á loft eitthvað um 4-leytið og sofnaði út frá samræðum Reynis og Siggu um það hvort að við mennirnir værum hræætur eða grænmetisætur!!!!!

Á laugardaginn var sölusýning á Króknum, Logi sýndi einn hest, hann heitir Snjall frá Úlfstöðum en við köllum hann alltaf bara Nasa, vegna þess að við vissum ekki hvað hann hét. Hann er undan Glampa og hann er rauðtvístjörnóttur leistóttur. Mjög fallegur á litinn og góður reiðhestur. Hann er óseldur by the way

Logi var þulur á sýningunni og stóð sig bara með stakri prýði. Mamma var með Ósvör í alhliðahryssunum, Órator í graðhestunum og svo Kotru í kvennaatriðinu. Eydís var með Kardinála í kvennaatriðinu og Gréta var með Ígul. Það var bara eitt atriði á milli Ósvarar og Órators, þannig að ég þurfti alltaf að hita Órator upp fyrir mömmu og missti þess vegna alltaf af byrjununni á sýningunni.

Það var svo mikið af fólki, að það var strengt band meðfram gólfinu (þar sem hestarnir eru) og ein rönd af fólki látið sitja á gólfinu í hvítum plasstólum. Það er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Það voru áyggilega ca. 500-800 manns. En þetta var mjög gaman.

Myndir

|

mánudagur, apríl 18, 2005

uppörvandi og þroskandi brandarar! 

Einu sinni var gamall maður sem hét Poki, svo fór hann í fýlu og þá var hann kallaður fýlupoki!

Einu sinni var kona sem hét Dama, hún vann í búð og var því kassadama!

Einu sinni voru hjón sem hétu Barði og Klessa, svo fór Klessa á barinn og varð barin og svo kom löggan og sagði hver barði Klessu og þá kom Barði og sagði ég barði hana í klessu!

Einu sinni var fjölskylda, konan hét Ásta, karlinn hét Barði og þau áttu börn. Þau skrifuðu oft jólakort og í jólakveðjunni þá skrifuðu þau alltaf með kveðju Ásta barði börnin.

Einu sinni var strákur sem hét Tumi og hann var kallaður Tumi tígur einu sinni þegar hann var að labba úti, þá labbaði hann yfir poll og þá kom blettur í buxurnar hans. Þegar að Tumi tígur kom heim, þá sagði kærastan hans komdu þarna blettatígurinn þinn!
|

mánudagur, apríl 11, 2005

Snarpur skjálfti 

Söngvakeppnin var skemmtileg, Ingunn frænka og Hulda Signý báru sigur úr bítum. Þær voru mjög flottar og þetta var geggjað flott lag, ég er bara búin að vera með það á heilanum í allan dag. Það heitir Travelling soldier. Svo var Guðrún í 2. sæti með Sweet child of mine og Mundi og Sigrún í 3. sæti með sætt lag sem ég man ekki hvað heitir. Öll lögin voru eiginlega bara góð. Einar frændi var náttúrulega fyndnastur, hann söng hvar er húfan mín. Tommi, Júlli og Siggi Hólm fengu verðlaun fyrir bestu sviðsframkomuna þeir voru með frumsamið lag, það var mjög flott hjá þeim. Og svo fékk Prjónó flokkurinn verðlaun fyrir bestu búningana. Þær sungu lagið úr Bring it on myndinni Hey Mickey og þær voru í klappstýrubúningum ;) En já við fórum á úrtökuna í gær, mamma var með Órator, Ósvör, Kotru og Vin. Logi renndi Gleði í gegn og ég var með Ígul. Það gekk svosem allt í lagi. Maður fær ekkert að vita neitt strax. Mamma verður ábyggilega með einhverja merina í alhliðahryssum og svo veit ég ekki með hitt!!!!!
Fanney over and out

|

föstudagur, apríl 08, 2005

Fló hvar ertu Fló 

Komiði sæl og blessuð!
Við Logi vorum að horfa á Leitina af Nemó í gær, snilldarmynd! Minn minn minn......
En það er bara allt gott að frétta, á miðvikudaginn fór ég í skólann og svo um kvöldið var farið í Glaumbæ í fjárhúsin að stinga út skítnum. Það gekk bara vel, enda hjálpuðust allir að. Svo þegar það var búið að þrífa krærnar þá færðum við kindurnar yfir í þessar hreinu. Það eru komin lömb í Glaumbæ, ohhh þau eru svo sæt (",) jamm og svo þegar búið var að gefa, vatna og þrífa þá var kíkt í pottinn. Við vorum svona 10 í pottinum og Þorbergur setti endalausar sápurkúlur í pottinn, það var mjög fyndið. Og svo var svo kalt að við vorum með húfur í pottinum, Sigríður var Jón Spæjó, Þórdís og Vala voru frá Rússlandi og ég var Arabi. Hehe... Okkur Ingveldi var svo kalt að við kíktum að eins í bað ;) já já svo fór Logi fyrstur upp úr og fór að elda ofan í allt liðið. Svo kom fleira fólk... Þá var farið í gamla bæinn. En við gistum í Glaumbæ og svo var brunað í skólann klukkan 8 um morguninn. Beint í stræðrfræði!!!
Á morgunn eru úrslitin í höllinni á Króknum og svo annaðkvöld er söngvakeppnin á Hvammstanga, ég hitti Júlla og Tomma frændur mína áðan og þeir ætla að taka þátt. Þetta verður stuð!!! En jæja hittumst heil klikk ;)
Fanney over and out

|

mánudagur, apríl 04, 2005

Allt eins og blómstrið eina 

Jæja þá er ég komin með hesta á Krókinn. Mamma og pabbi skutluðust með Ígul og Veru fyrir mig í gær. En það gekk vel að keppa á föstudaginn, Órator hefur aldrei verið betri. Enda alltaf að læra meira og meira inn á þessar keppnir. Við fengum 7,2 í tölti og 1. sætið í áhugamanafl.! Mamma keppti á Ósvör, hún er líka alltaf að læra meira og meira, hún var í 5. sæti í opnum flokki í tölti. Pétur Vopni og Dreyri unnu þann flokk og Helga Una og Orða unnu unglingaflokkinn. En jamm það er geggjað veður núna, ég var að gefa morgungjöfina og moka undan hestunum... Ígli og Veru semur bara ágætlega núna, þau eru hætt að slást. Sem er gott ;)
Logi var líka að keppa um helgina á Króknum. Hann keppti í 5-gangi og skeiði á Vini, það gekk ágætlega en þeir félagar frá Varmalæk (Bjössi og Logi) voru ósáttir með einkunnirnar í 5-gangnum. En þeir eru líklega báðir í úrslitum. Úrslitin eru sko á síðasta mótinu... (asnaleg mótaröð) En hvað um það, þetta er nóg í bili.
Fanney over and out

|

föstudagur, apríl 01, 2005

1.Apríl Platdagurinn mikli 

Hahahalló... Þessi dagur er ekki búinn að ganga vel hjá mér, það var keyrt á mig þegar ég var að keyra niður í hesthús í morgun og ég er fótbrotin. Ég verð að vera í gifsi í 10 vikur.
Nei djók 1. apríl, náði ég að gabba ykkur? Viðurkenniði það bara þið voruð farin að trúa mér.
En takmarkinu er samt náð, ég náði að plata í dag.
Ég plataði mömmu, ég sagði henni að Logi hefði dottið af hestbaki í gær og að hann væri fótbrotinn thíhíhíhí... Og hún trúði því! En ég leiðrétti það samt fljótlega. Það er gaman að plata, en ég er samt ekki mjög góð í því. Ekki eins og góð og Anna Hlín sem hikar ekki við að ljúga að amma sín sé dáin, eða að hún sé ólétt. Hún svífst einskis hehehe.. ;)
En ég var að koma heim, fékk far með Ingveldi og Árna í litla bílnum hans.
Í kvöld er tölkeppni á Blönduósi, næst síðasta keppnin í mótaröðinni, allir að mæta.
P.s Ég var að útbúa glænýja gestabók, endilega kvittiði fyrir komu ykkar annars.....

Fanney over and out

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?