<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, maí 29, 2005

Mamma á afmæli í dag 

Já það er rétt, mamma á afmæli í dag (",) Til hamingju með það. Við vorum að enda við að borða afmælismatinn, læri með öllu tilheyrandi ummm... ofsa gott! Svo gerðum við heita marssósu með ísnum í eftirmat njomm njomm... En ég fór á ball í gær á Þinghúsinu með hljómsveitinni "Touch" það var gaman gaman... Sirrý Ása náði í okkur systurnar í Grafarkot og við fórum á Laugarbakka til Sæu og Elísu, þar var verið að drekka, spila og solleis, svo fórum við á barinn... við Hafdís hringdum í fullt af fólki ég hlít að hafa talað lengi við nokkra, inneignin er allavega búin ;) Ég vann líka gaurinn sem spilar á gítar í hljómsveitinni í billiard múhaha... Kjartan Óli þinghússtjóri er líka orðinn nýi stórvinur minn, ég fékk samloku hjá honum umm.....
Svo fór ég út í sjoppu áðan að kaupa ísinn og fólkið var eitthvað hissa á því að ég væri svona hress í dag ég skil það ekki alveg sko ;) En Kolla systir var enn skrautlegri í gær, enda er heilsan eftir því hjá henni híhíhí... Við pabbi erum búin að vera að marka og setja út í allan morgunn... það eiga bara 3 kindur eftir að bera! Það er gott gott veður og bara 3 dagar í utanlandsferð ;) En jæja ég er að fara út í Miðfjarðará að ríða á fjörunum ví...
Fanney over and out!

|

laugardagur, maí 21, 2005

Eurovision púff.... 

Æjæj.. Selma datt út, þetta er nottla bara rugl sko! Mér finnst að þetta ætti að vera 70% dómarar og 30% símakosning... annars er þetta bara bull sko! En ég er samt ánægð með að Ungverjaland og Noregur komst áfram.... Nú er bara að halda með þeim eða einhverju nýju landi í kvöld!!! En ég er búin að fá einkunnirnar mínar, ég var ánægð með þær... fékk fjórar 8 og fimm 9. Það er fínt bara!!! Núna er að líða að kynbótasýningum og bráðum íþróttamót, en áður en að íþróttamótið er þá fer ég nú fyrst til Benidorm vúhú.... Mig hlakkar mikið til!!!
En jæja ég þarf víst að fara að setja hrossin út og sópa stíurnar.
p.s það er skítaveður, alltaf rok.....
Fanney over and out!

|

mánudagur, maí 16, 2005

Aftur heim.. lalalala 

Það var gott partýið hjá Helga Hrannari, mikið trallað og fullt af góðu fólki sem mætti. Ég, Logi, Logi Fannar, Elsa Rós og Búi fórum saman. Við gáfum honum vel valda gjöf, koníak, kanelsnúða, súkkulaðisjeik og svoleiðis gotterí (",) En jamm það var ýmislegt gert í afmælinu, nokkur ræðuhöld og svo var dansað og sungið langt fram eftir kvöldi!
Á laugardagskvöldinu fórum við á ball á Þinghúsinu með hljómsveitinni "Signia". Ég var að keyra, það var bara gaman. Ég fór með Eydísi út í Gröf um nóttina til að athuga hvort það væri eitthvað að bera, það var ein að bera svo ég skildi hana eftir og fór svo aftur eftir hálftíma að ná í hana.... Já já við erum alltaf að ríða út á fullu heima í kotinu, ofsa stuð!!! En jæja þetta er nóg í bili... BLESS

|

þriðjudagur, maí 10, 2005

Stolt dagsins! Eydís og Óli fóru út á Velli áðan að heimsækja tryppin, þau tóku myndir af þeim. Þetta er hann Indíáni minn undan Eið frá Oddhóli og Snót frá Miðhópi, ég get ekki beðið eftir því að byrja að temja hann. Við hliðina á honum stendur Ári, hann er undan Sál frá Grafarkoti og Roða frá Múla.
(",) En maður gæti bara farið að væla, mamma og pabbi eru að selja svo mörg góð hross núna :(
Ósvör, Ígul, Telpu.. svo voru Spakur og Fleygur seldir líka.... ohh það er svo leiðinlegt að þurfa að selja þau öll!!!! Í nótt fæddist lítil rauðstjörnótt hryssa undan Parker og Tign, fyrsta folaldið sem fæðist vorið 2005 (",)
En svo ég fari út í aðra sálma, veit einhver hvort það sé ball í Miðgarði 13 eða 14. maí???? það var einhver að babla e-ð um það!!!!!! HUMM?

|

mánudagur, maí 09, 2005

Góður draumur maður... 

Hæ, ég er flutt heim með allt mitt hafurtask. Við fluttum inn í Lækjahvamm um helgina. Við byrjuðum á því að þrífa og þrífa og þrífa... ég missti mig alveg á ryksugunni og Logi á tuskunni (",) Þannig að það er búið að setja gardínurnar í þvott og allt. Svo rifum við allt utan af kerunni, þannig að það er bara grindin eftir... já já það er allt í vinnslu hjá okkur Flame ;)
En ég er búin að vera með e-ð helv.. kvef síðastliðna viku og ég er ekki búin að finna bragð í 4 daga, þá meina ég EKKERT bragð, hafið þið lent í því? Í dag er fimmti dagurinn og vonandi fer bragðskynið að komast í lag. Logi er líka búinn að vera veikur hátt í 2 vikur! Þetta er alveg óþolandi, þetta blessaða kvef!
Síðasta prófið mitt er á föstudaginn í stærðfræði 413, gaman af því.
Nonni bro er í heimsókn, hann fór út á Hvammstanga í gær og keyrði yfir frægu hraðahindraunirnar og hann sagðist hafa flogið yfir eins og júmbófíll og lent niður eins og dauð rjúpa hehe ;) Hann ætlar kannski að kaupa tvö hross af okkur, ég er samt að reyna að gera allt sem í mínu valdi stendur að stoppa söluna á hestinum. Mig langar ekki að selja hann :(
En allavega bless bless krakkar mínir.
P.s það eru 23 dagar í Spánarferð vúhú.... (",)

|

sunnudagur, maí 01, 2005

Hæ hæ krúttin mín! 

Ég er búin með tvö próf, íslensku 633 og ensku 603, það gekk vel.
Ég á eftir að fara í samræmt próf í ensku, dönsku 303, frönsku 203, þýsku 403 og stærðfræði 413. Svo er bara komið sumarfrí. Jább við Logi ætlum að byrja að vinna í tamningunum á fullu 1.júní, eða reyndar fer ég í útskriftarferð 1-7 júní til Benidorm vúhúú.... Og svo er bara allt á fullu!!! En já við vorum að ná í gömlu kerruna okkar sem var á Bjargshóli. Hún er bara búin að standa í svona 3-4 ár. Við erum að spá í að gera hana upp og trilla með hana eitthvað í sumar. Það þarf samt svolítið mikið að gera við hana, en hva.... En það var ball um helgina í Miðgarði og vó... það voru bara allir með öllum, þetta er nú meiri knullebærinn!!!
Ég var að taka myndir áðan af henni Ímynd... þetta er hún:

En snilldarmyndir frá mussuárshátíðinni má finna hér og hér

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?