<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, júlí 17, 2005

Fjórðungsmót, íslandsmót, hestaferð, unglist og nýtt folald 

Halló...
Langt síðan síðast!!! Það er búið að vera fullt fullt að gerast, við Logi vorum að koma úr 5 daga hestaferð, geggjað gaman ;) í hestaferðinni var ég, Logi, Svenni, Ingibjörg, Dagný, Óli, Hanna, og Sylvía. Fyrsta daginn var farið í Böðvarshóla, annan dag var farið í Galtanes, þriðja daginn var farið yfir Þingeyrasandinn og áð í Steinnesi. Fjórða daginn var farið aftur til baka og í Hvol og svo fimmta og síðasta daginn var riðið heim í Grafarkot.

Við kepptum á fjórðungsmótinu, það gekk vel þar, við Dögg unnum tölt ungmenna með 7,61, Logi var í 7. sæti á Ögrun. Mamma keppti á Flautu og Órator, það gekk bara vel hjá henni hún fékk 6,63 og 6,80. Helga Una og Orða unnu tölt unglinga, Þytsfélagar eru alveg að standa sig. Svo fórum við á íslandsmótið, ég var í 8. sæti í 4-gangi á Flautu og 4. sæti í tölti á Dögg. Það gekk ágætlega hjá Loga hann keppti á Flautu og Trausta og Helga var í 12. sæti á Glanna í 4-gangi og svo keppti hún á Lútu í tölti og var í svipuðu sæti á henni. Sonja var 3-4. sæti í 4-gangi á Freyju.
En núna er unglistin að byrja, það er margt og mikið að ske, komin flott dagskrá um allt saman, ætla ekki allir að fara á ball á laugardaginn með Bermúda í Víðihlíð????? Það verður STÖÖÖÖÖÖÖÐÐÐÐ......

En nýjustu og bestu fréttirnar eru þær að ég er orðin amma, hún Ásjóna mín kastaði brúnskjóttri hryssu undan Órator núna 21. júlí ;) Ég er himinlifandi og stoltur eigandi!


Fanney over and out

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?