<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Flutt á lækinn 

Jæja nú jæja látum hann hlæja!!!
Ég er flutt á Varmalæk, við Logi fluttum í gær með allt okkar hafurtask. Ég er ekki að nenna að byrja í skólanum. Ég fékk alveg agalega fína stundatöflu með heilum 3 áföngum á. Ég fór í skólann í dag og Keli og Ásbjörn tóku bara töfluna og ætla að reyna að púsla henni saman, maður er nottla að útskrifast og á rétt á því að þessu sé bara reddað!!!
En það sem helst er í fréttum er það að ég fór í hestaferð um helgina, við fórum ríðandi í Skagafjörðinn með alla Skagfirsku hestana plús hana Veru mína og Eldinn. Þau eru að vísu komin heim aftur í langt og gott frí!!! Þetta var alveg snilldar ferð, fyrir utan veðrið kannski og óhöpp með 2 hryssur. Það var versta veðrið þegar við fórum frá Þverárétt og yfir hópið, það var bara súld og suddi. Við lentum líka í því að sundríða yfir Húnavatnið í þvílíkum öldugangi. Og á Kiðaskarðinu var 20 cm jafnfallinn snjór. En þetta endaði þó allt vel hjá okkur. Þegar við komum heim var skellt í sig mat og drykk og farið í sund og haft mikið gaman ;)

En ég verð nú að koma því að hann Logi minn á afmæli í dag. 21 árs strákurinn, gaman af því!
En jæja ætli ég láti þetta ekki duga í bili.
Over and out

|

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Þriðjudags eftirmiðdegi 

Hæ hæ og hó!
Það er allt gott að frétta úr hvamminum. Við Logi erum að skila af okkur hrossum í stórum stíl, tamningarsumarið mikla er senn á enda. Við kíktum á þinghúsið á laugardagskvöldinu, þar var singstar keppni. Margir tóku þátt. Logi og Einar frændi tóku nokkur stelpulög, Einar valdi lögin þetta voru allt bölvuð stelpulög sem þeir gátu ekkert sungið. Svo tók Hjalti frændi 1-2 lög. En ég held samt að Erna hafi átt kvöldið, þegar hún söng maístjörnu við ekkert undirspil.... Svo fórum við einn skemmtilegan sunnudagsrúnt á sunnudeginum (vitanlega). Ég var að kynna sveitina fyrir Loga, við fórum vatnsneshringinn. Skoðuðum meðal annars Hvítserk. Já já... en á morgun erum við að fara að leggja af stað í hestaferð. Við erum að fara að ríða norður í Skagafjörðinn. Ég veit nú ekki hvernig þetta verður, því það er spáð alveg hundleiðinlegu veðri, það er komið haust og skólinn er að fara að byrja.
Fanney over and out

|

laugardagur, ágúst 13, 2005

Svíþjóð 2005 

Halló, ég er komin heim frá Svíþjóð núna, ég var á heimsmeistaramótinu í Norköpping. Það var ótrúlega gaman, mikið fyllerí á liðinu og mikið sungið! "Kóngur um stund" fólkið kom og myndaði okkur, úfff.... ég hlakka ekkert mikið til að sjá það! Ég held að ég hafi séð flottasta töltara ever, Hvin frá Holtsmúla, vááá hvað hann er flottur. Mótið var að vísu ekki alveg nógu gott. Vondur matur, skrítið mótssvæði og léleg klósettaðstaða. Við gistum í tjaldi, það var svosem allt í lagi en ég var samt mjög fegin að komast á hótelið á sunnudaginn. Hótelið hét Grand Elite hótel og var 4ra stjörnu hótel. Guðni Ágústsson var meira að segja á saman hóteli híhí ;) Við vorum þarna 9 fyrstu nóttina þ.e. Ég og Logi, Magga og Logi, Jóhanna, Elsa, Axel, Jói og Kiddi. En svo seinni nóttina fóru Axel, Jói og Kiddi í heimsókn til Sissós þannig að við voru bara 6 eftir! Við fórum í tívolí í Stokkhólmi það var geggjað gaman, við fórum 4 sinnum í rússíbana, við fórum líka í víkingaskip, töfrateppi, parísarhjól, draugahús, rólur og mörg önnur tæki. Ég á myndir af þessu öllu, við Logi keyptum okkur nebbla stafræna myndavél í fríhöfninni ;) En jæja ég þarf að fara í heyskap núna....
Bless bless

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?