<$BlogRSDURL$>

mánudagur, október 31, 2005

Gjörsamlega pöddugeðveikt veður 

Já þannig var nú það að Ég, Logi og Stebbi gamli í Laugarmýri lögðum af stað úr Reykjavík eitthvað um 4 leytið. Allt í lagi með það, nema að það var hundleiðinlegt veður á leiðinni við keyrðum bara á 30-80 km hraða yfir Holtavörðuheiðina. Svo stoppuðum við í Brú og Stebbi fékk sér að borða, en við Logi ákváðum að bíða með að borða því það var svo stutt heim.... héldum við!!!!!
Svo þegar við vorum komin að brúnni á Miðfjarðará þá skall á þetta þvílíka óveður, við bara jæja héldum áfram á 0 km hraða. Þarna myndaðist þessi þvílíka bílaröð og við vorum ekki viss hvar við værum einu sinni... svo sá ég skiltið með hestinum á og þá fattaði ég að við vorum hjá Ósi ég hélt við værum komin miklu lengra. En allavega bílarnir mjökuðust áfram í halarófu og það var svo mikill snjór á veginum og einu sinni þegar við vorum að taka af stað þá drapst á bílnum og bara á því augnabliki bara búmm var klesst aftan á okkur.

Flugbjörgunarsveitin mætti á staðinn og stoppaði alla umferð, vegna þess að það höfðu nokkrir bílar farið út af veginum og þetta var bara algert kaos. Við keyrðum út í kant hjá Norðurbraut með því að elta einn björgunarsveitamanninn og byrjuðum að bíða. Og við biðum og biðum og biðum..... í 3 klukkutíma eftir hjálp! Við gátum ekki farið út á Hvammstanga með hópnum sem fór þangað, því önnur rúðuþurkan fauk af og hin var frosin föst. Það endaði með því að björgunarsveitin náði í okkur úr bílnum og við ásamt mörgum öðrum vorum flutt út á Laugarbakka í Ásbyrgi. Þegar við komum þangað þá voru eitthvað um 80 manns þar. Kári Mar með heilt körfuboltalið (litlir strákar á gelgjunni) og bara hellingur af liði. Okkur leist nú ekki á blikuna, þetta var eins og að vera í flóttamannabúðum. Ég hringdi strax í Sæu og bað um gistingu og vitir menn haldiði að kellan hafi ekki bara búið um okkur og gefið okkur að éta og alles... Við gistum þar í góðu yfirlæti. En til að toppa þetta allt þá vaknaði Logi klukkan 5 í nótt með þessa þvílíku pest, upp og niðurgang og hita og bara allan pakkann. Hann er búinn að vera ælandi upp og niður í allan dag!!! Magnea og Bjössi tóku Stebba með sér í Skagafjörð, vegurinn var opnaður í smástund í fylgd snjómokstursbílsins. Svo loksins um 5 leytið þá keyrði Gunnar Ægir okkur Loga á móti pabba og hann gat náð í okkur með því að keyra gamla veginn (hestaveginn). Vegna þess að hinn vegurinn er ennþá lokaður, það fór vörubíll út af. Pabbi lenti líka í því að hjálpa manni sem var með kerru sem valt bara á hliðina. Svo veit ég að Kobbi var með 16 hross á hestaflutningabílnum ég veit ekki hvernig það fór með hann... En núna er veðrið að færast norður þetta er alveg pöddugeðveikt veður, en hey þetta er í fréttunum núna ég ætl að fara að horfa!!!

|

laugardagur, október 29, 2005

Vonskuveður 

Vegna veðurs þá komst ég ekki á menningarkvöldið sem var síðasta miðvikudag, en ég var að skoða myndir og vá.. hvað allir voru flott málaðir í bodypaintinu. En flottust af sjálfsögðu var hún Rósa mín ég setti inn mynd af henni hérna ;D og aðra af mér, þegar ég tók þátt á HVT. Skondið að við erum eins á litinn...


Annars fór ég á ball á Þinghúsinu í gær, það var gaaaaaaman. Það var sláturhússlútt og alveg hellingur af fólki á barnum! Ég held ég sé með kúlu á enninu, það var ótrúlega fyndið ég kom svona aftan á hnén á Einari Reynis og lét hann kikna og hann tók þetta þvílíka viðbragð og þeyttist aftur á bak með hausinn og bara búmm skallaði mig!!! En þetta var samt svo fyndið að sársaukinn gleymdist alveg hehe... Það voru alveg 40 útlendingar þarna, Pólverjar, Svíar og e-ð fl. En já þetta var stuð!!! Það var mikið dansað og helst mjög líflega dansa svo sem sturtudansinn og fleiri góða. En Logi er svo brattur að hann ætlar að fara að æða suður núna að sækja kerruna, þó að það hafi ekki nema ca. 10 bílar farið út af á Holtavörðuheiðinni... En já já við erum brött!!!


Seinna

|

fimmtudagur, október 27, 2005

Við kynnum til sögunnar..... 

Blogg dauðans...
Ég er að glápa á strákan á stöð tvö og á eftir er footballers wifes jibbí... það verður nú meira fjörið.
En hún Gerður Rósa Sigurðardóttir tók þátt í bodypaint í gær og hún vann auðvitað gellan sko! það koma myndir af þessu á djamm.net einhverntíman bráðlega!
En í fréttum er þetta helst að við Logi vorum að kaupa 3ja hesta kerru, ægilega mergjaða. Það á að taka inn hross um helgina, fullt af tamningartryppum og graðhestana. Ég hlakka til að sjá öll nýju hrossin sem á að temja t.d. Indíána það verður nú eitthvað fjör ;D
Já já.. það er alltaf skítakuldi úti og erfitt að rífa sig út á morgnana svona eldsnemma! Ég væri alveg til í að tínast bara.. En jæja skrifa meira seinna

Bubbi kveður að sinni!

|

þriðjudagur, október 18, 2005

Hvaða drykkur ert þú? ;D 

Which Alcoholic Drink Are You?


Ég er Cocktail.....
Taktu prófið ;D


|

mánudagur, október 17, 2005

ASSA 


|

föstudagur, október 14, 2005

Sumt fólk á erfitt 

Afi á afmæli í dag, hann er 70 ára kéllinn ;D
Ég var að koma úr söguprófi það gekk bara vel, ég var í frönsku í gær. Þá eru prófin búin...
En ég er að fara í sumarbústað um helgina í Munaðarnesi í tilefni af afmælinu hans afa. Það verður örugglega svaka game. Svo er ég enn á báðum áttum hvort ég ætti að fara á tónleika með Heru á Þinghúsinu eða sviðamessu í kvöld.
En allavega þá er ég eitthvað svo tóm í hausnum að ég get ekkert bloggað af neinu viti. Jú ég get sagt ykkur það í óspurðum fréttum að ég er orðin svona pínu fræg. Það kom mynd af mér með brúnlesa litla á Eiðfaxa. Fréttin heitir „boðið upp í dans"
Og já svo var Rósa að segja mér að það er eitthver klikkuð eða bara skrítin stelpa að stela myndum af ýmsum hestum á hinum og þessum heimasíðum og hún tók meðal annars tvær myndir af grafarkotssíðunni af tveimur merum sem við erum búin að selja þær Festi og Sigð og skírði þær bara upp á nýtt og segist eiga þær og að þær séu ræktunarmerar og undan hinum og þessum og bara eitthvað bull... Festi er meira að segja farin til Bandaríkjanna bara úps... Skrítið fólk. Sko þetta er algert bull
hérna er síðan og svo eru fullt af fólki búið að commenta á hestar.net hérna Sumir eiga nú bara eitthvað erfitt. Í alvörunni skoðið þetta.

|

sunnudagur, október 02, 2005

Stóðréttir djamm og læti Við vorum að spekja folöldin um helgina, eða það þurfti nú ekkert mikið að spekja þau. Þau eru algerar dúllur. Þetta er litla hryssan mín hún Sjón.
En allavega það var ógeð gaman á stóðréttarballi í Víðihlíð, þvílíkur fjöldi á ballinu, allir hressir!!! Ég skemmti mér alveg ægilega vel, Tinna, Ásta og Eyrún komu í réttina og svo á ball.
Svo voru þarna alveg fullt af skemmtilegum Skagfirðingum og hressum Húnvetningum. En já allavega þetta var mjög skemmtilegt allt saman.

Assa nýi hundurinn okkar Loga er orðin alger trukkur, alltaf að hjálpa til, þó hún sé nú lítil ennþá.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?