<$BlogRSDURL$>

föstudagur, nóvember 25, 2005

Ertu ekki í gríninu? 

Tvennt er það sem liggur mér á hjarta núna:
Já svona til að róa mig aðeins þá fór ég á hestbak áðan á Órator, hann var mjög skemmtilegur, óheyrilegur gæðingur eins og Hjalli á Tunguhálsi myndi orða það ;) Við fórum nebbla í smá heimsókn í Tunguháls í gær að skoða nýja hesthúsið þeirra, það er mjög flott! Svo eiga þau líka geggjað flotta collie (lassy) hunda og ég er búin að panta að halda Össu undir einn þeirra, þegar að því kemur ;D En já svo ég haldi áfram með söguna þá fór ég líka á Indíána áðan í fyrsta skipti. Hann kippti sér nú ekkert upp við það að ég sæti á honum, hann var aðallega hræddur við Einar sem var að lónsera hann hehe..... Það er föstudagur þá er pizza í matinn, bland í poka á stofuborðinu og idolið í sjónvarpinu ;)

|

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Hvar er partý? 

Uppskeruhátíðin var um helgina, hún var mjög skemmtileg. Raggi Kalli eldaði matinn, mér fannst hann að vísu ekkert sérstakur, ég veit ekki hvað það var en mér fannst svínakjötið og nautakjötið ekki gott. Þannig að ég borðaði bara lambakjöt og graflaxsbrauð. En já svo ég haldi áfram þá voru veitt knapaverðlaun, verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahrossin og ræktubarbú ársins. Svo voru rosalega fyndin skemmtiatriði og að lokum dansleikur. Ég lék hlutverk hjónabandsmiðilsins eins og svo oft áður... hehe Eyrún var hress ;) Ég skemmti mér ákaflega vel á ballinu fór í hringdans og hvaðeina. En ég verð nú samt að játa að ég man ekki alveg allt.... í fyrsta skiptið á ævinni sem það kemur fyrir... en já það var gleði!!!!

Við Logi vorum að kaupa okkur jeppaling, ótrúlega flottan Chevorlet Blazer og við erum alveg hæstánægð......

En já ég á bráðum afmæli, fólk verður bara að átta sig á því hvenær það er ;D Það er alltaf jafn gaman að vera afmælisbarn, mamma bakar kannski köku humm????

Assa er upprennandi barnapía, Hanna var á hestbaki í gær og þegar hún kom heim þá sat Assa hjá barnavagninum og gelti á hana því þá var Kristinn vaknaður og hún passaði hann bara á meðan Hanna var í reiðtúr. Þetta er snillingur!


Sé ykkur seinna

|

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Bubbi segir frá 

Jæja nú jæja látum hann hlæja, kannski hann hlæi ekki í annað sinn.
Ég er alltaf að mála, mála, mála, mála mig hála, hála, hála í vinnunni og það er gífurlega spennandi það ætti að fá svona íþróttafréttamann til að lýsa leiknum, alveg ahhh hún missti af bletti og í dauðafæri. Nei nei þetta er nefninlega ekki spennandi! En eins og mamma mundi segja hlutirnir gerast ekki af sjálfum sér (hooo hrollur) Ég þoli ekki þessa setningu!

Uppskeruhátíð Þyts er um helgina, þá verður fjör. Stefán Óskarsson og co er að spila (ekki það að ég viti hverjir það eru) Það ætla nokkrar gellur úr Skagafirði að mæta, allavega Eyrún, Ásta, Dana, Tinna og kannski Þórdís..... þær ætla að halda rúst partý heima hjá Rósu!!!! ;D

En það er að frétta heiman af að við erum búin að taka inn slatta af hrossum, Indíáni minn er m.a. kominn inn. Ég ætla að reyna að tjónka eitthvað við hann (",) Það eru alveg fullt af efnilegum hrossum inni núna, undan Dyn frá Hvammi, Hróð frá Refstöðum, Eið frá Oddhóli, Randver frá Oddhóli, Sæ frá Bakkakoti, Sveini-Hervari frá Þúfu, Órator frá Grafarkoti, Roða frá Múla og Gammi frá Steinnesi og fl. gæðingum - ekki amalegt

En já svo ég komi inn á það eins og Eydís var að tjá sig um hérna í commentunum að þá eigum við mikið stóðhestefni frá Sauðá, hann heitir Hrollur og er undan Gretti frá Grafarkoti og hryssu frá Sauðá sem ég man ekki hvað heitir, en hann Hrollur átti að fara í SL-húsið, en hann var bara svoooo sætur að við Eydís gátum ekki látið það gerast. Ég hefði farið að gráta sko!!!! En já þannig að við ættleiddum þennan litla fola, það eru nokkrar myndir af honum á síðunni hennar Eydísar... Ef þið viljið kaupa hlut, hafiði þá samband við okkur Eydísí.

En ég var að lesa blaðið "Hér og nú" og það var eitt geðveikt fyndið það stóð einhvað svona hún Dísa í worldclass mætti með fallegu börnin sín á einhverja uppsetningu hjá einhverjum dansflokki og svo stóð þau voru í eins skóm... hehe og hverjum er ekki sama!!!

Og já á meðan ég man, þá var ég á fá mér nýtt commenta dótarí, vegna þess að það var aðeins hægt að setja fimm comment inn á síðuna...... Og þá duttu öll gömlu commentin mín út :( OHH

Fróðleiksmoli dagsins er: Maður lærir á meðan maður lifir
(eins og Hebba á Varmalæk segir alltaf)

|

föstudagur, nóvember 04, 2005

Fullt af snjó út um allt 

Halló halló!
Það er snjór út um allt, mér finnst það gaman, mig langar að fara á snjósleða. Logi er að reyna að koma snjósleðanum hans pabba síns í gang og vá hvað mig langar að fara eina salíbunu... En já ég er búin að vera veik alla vikuna. Er loksins orðin hress í dag. Við smituðumst af Svenna og Ingibjörgu þegar við fórum suður.... damn you ;D En já það eru allir búnir að smitast nema pabbi, mamma og Eydís eru búnar að búa á lettinu. ÚGEÐ!!!!!
Já það er ekki alveg víst hvort að folaldasýningin verður, það er einhver deyfð í austur Húnvetningum, þeir geta nottla ekki neitt híhí :D Djók!
Assa og Vala eru algerir varðhundar, það má ekkert dýr hreyfast hérna á bænum þá láta þær mann vita. En ég held að þetta verði afbragðs smalahundar, allavega Assa ;D
En ég er að spá í að fara á hestbak aðeins, bara aðeins mig langar svoooo á hestbak..........
Seinna

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?