<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Ísland rokkar 

Þetta er hrein snilld, strákarnir okkar eru efstir inn í milliriðilinn með 5 stig eftir stórleik á Rússum :) Danir geta náð okkur ef þeir sigra Króata en það er nú allt í lagi!!! Þetta kemur allt saman í ljós.. en okkar menn eru í stuði og þeir eru snillingar!!! Já þetta er ekki slæm staða og svo er leikurinn við Króata á morgun, Króatar eru góðir en það er spurning, erum við betri? Það kemur í ljós á morgun.
Já ég er ánægð með þetta allt saman og er í gríðarlega góðu skapi. Það er bongóblíða hérna í Kotinu þetta er eins og að ríða út um vor það er svona páskablíða :) Og hrossin eru ekkert smá spræk :)
Núna um helgina er þorrablót á Tanganum.... en það er spurning hvort að það sé eitthvað merkilegt það er aðallega miðasalan á blessaða þorrablótið sem skipti máli hehe ;) Nei nei en þetta verður stuð það er alveg pakkað á blótið búið að panta rúmlega 300 miða, sem er gott :) Þannig að sjáumst þar með bros á vör

|

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Evrópumótið í handbolta 2006 

Já okkar strákar eru að standa sig, fyrsti leikurinn var að klárast við Serba og hvað haldið þið... auðvitað unnum við leikinn, já ég get nú ekki neitað því að ég fyllist þjóðarstolti á svona stundu :) Svo er bara að taka á því í leiknum á móti Dönum á morgun... krossleggið fingur :) Uppáhalds handboltamaðurinn minn í ár er Guðjón Valur... hvað með ykkur?

|

mánudagur, janúar 23, 2006

Eru ekki allir í stuði 

Hana nú...
Ég fór á þorrablót á föstudaginn í Lýtó (Lýtingsstaðahrepp) Það var ágæt skemmtun ég veit nú ekki hvað ég á að skrifa um blót þetta, nema að skemmtiatriðin voru í lengsta lagi en sum voru fyndin eins og nefndarlýsingin og kallarnir tveir með gítarana, þeir Gunnar og Jón Hallur! En ég tók slatta af myndum, hérna eru myndir af fólkinu sem sat með mér á borði :) Æi ég var eitthvað að vesenast í þessu og ég veit ekki akkuru þær eru svona litlar, þær vilja bara ekki vera stærri, þið verðið bara að fá ykkur stækkunargler!


En það er bara allt að gerast hjá okkur mömmu í hestunum, ég er búin að ríða öllum 14 frumtamningartryppunum út í reiðtúr og þau eru bara öll góð, já ég verð nú bara að segja það þetta eru snilldartryppi :) Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Dögg mín er algert æði, alveg að springa úr vilja en samt alltaf góð við mig ;) dýrka þessa meri... Njomm njomm. Ég var að fjárfesta í reiðdýnu didda special, ég er ekki ennþá búin að sjá hana með eigin augum, þetta var nú þannig að ég sá hana auglýsta á hestar.net á kjaraprís og ákvað bara að skella mér á hana og Kolla var svo elskuleg við litlu systir að sækja hana fyrir mig, takk fyrir það :) En jæja þetta fer að vera nóg í bili sí jú leiter alígeitor..

|

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Einn góður ;) 

Tumi litli fór inn í herbergi til pabba síns og sá hann sitjandi á rúminu setjandi á sig smokk. Pabbi Tuma reyndi að fela stífa, smokki klæddan vininn með því að beygja sig fram eins og hann væri að líta undir rúm. Tumi litli spurði forvitinn: "Hvað ertu að gera pabbi?" Faðir hans svaraði snögglega: "Mér fannst ég sjá rottu skjótast undir rúmið." Þá sagði Tumi: "...og hvað ætlar þú að gera, ríða henni?"

HAHAHA...

En já þessi brandari var bara til að lífga aðeins upp á tilveruna, ég var fúl í gær því að Órator er seldur og hann fór í gær... vonandi bítur hann þau aðeins, bara smá :)

Svo fengum við skemmtilega heimsókn í gær frá Hrund, Völu og Helga Hrannari, þau voru á leið suður, stoppuðu aðeins til að pissa og spjalla, ekki slæmt :)

Fanney kveður svolítið fúl með lífið og tilveruna...

|

föstudagur, janúar 06, 2006

Sorglegur dagur 

Hæ... ég er veik og það er ömurlegt og þar af leiðandi hef ég ekkert annað að gera en að blogga, skoða blogg og e-ð drasl á netinu og snýta mér þrjúþúsundsinnum á dag... ég veit hvað þið eruð að hugsa, farðu ekki að grenja, það blæðir ekki einu sinni úr þér... þetta minnir mig bara á Svíþjóðarferðina.. og þær ágætu stöllur Möggu og Jóhönnu... :)
En svona er þetta bara, Eydís systir er nú bara búin að liggja á sjúkrahúsi síðustu daga, hún byrjaði með þessa flensu eins og ég og svo fékk hún streptókokkasýkingu... humm ok ég kann ekki að skrifa þetta orð en allavega þá er manneskjan bara fárveik, en er vonandi að lagast núna!!! Mig langar út á hestbak ég sakna hrossanna minna :(
bless...
Og svona eitt comment til Hrundar "ertu pínulítið feimin?" Mér finnst þetta bara svo fyndið elskan.... :)

|

mánudagur, janúar 02, 2006

Tvöþúsundogsex 

Gleðilegt nýtt ár og allt það!!!
Héðan er margt að frétta og svona til að telja upp það merkilegasta þá bárum við sigur úr bítum í karla- og kvennaflokki á Staðarskálamótinu í ár. Í kvennaflokki var það Húsbílaklúbbur Ingólfs, sem saman stendur af Hrund, Ingveldi, mér, Siggu Lár, Helgu og Sigríði og svo í karlaflokki var það Jakob Víðir og það eru þeir Einar Reynis, Maggi bleiki, Gummi, Logi, Eddi, Svenni, Víðir, Finnur Bessi og Óli mágur. Þannig að þetta var helvíti magnað!!! Ég veit ekki síðan hvenær Dagsbrún hefur ekki unnið Staðarskálamótið, reyndar í hittifyrra munaði einu stigi á Dagsbrún og Víðisliðinu, það var svaka leikur sko. En ég held að þeim hafi bara fundist gaman að spila við eitthvað lið sem þær þurftu að taka almennilega á! Við spiluðum bara 5 í leiknum á móti þeim og þær voru 9, þannig að ég er mjög stolt af okkur að hafa haldið þetta út. Við Ingveldur eru hvorugar búnar að æfa neitt í ár eða e-ð!!! Þannig að þetta var afrek út af fyrir sig ;)

Svo fór ég í innflutningspartý hjá Elsu Rós þann þrítugasta, það var gaman. Boðið var upp á freyðivín og bjór í bjálkakofanum á Goðdölum.

Áramótin voru mjög nýstárleg í ár, við fórum nú bara að elta allt stóðið okkar sem átti að vera á Völlum, þau voru bara komin á þjóðveginn! Og svo vorum við næstum því búin að koma þeim heim, en þá kom einhver draugur í þau og þau hlupu út um allt. Þá fóru allir aftur til Öllu frænku nema ég og pabbi, við vorum að passa að hrossin færu ekki á veginn, þannig að við vorum tvö í Land cruisernum þegar nýja árið gekk í garð. Svo þegar flugeldafaraldurinn var afstaðinn brunuðum við aftur á Tangann og við Logi fórum til Guðrúnar og Tomma og svo bara beint á ball og þar var gaman, allir ofboðslega hressir og kátir. Einar og Gunnar í ESSINU sínu, Bjöggi og Dóri mættir á svæðið og Hjördís ofsa kát... þannig að ég skemmti mér bara mjög vel ;)

Og svo eitt enn ég var í öðru sæti á vali á íþróttamanni ársins, ég mætti reyndar ekki á svæðið en mamma fór fyrir mig, ég var nebbla fyrir norðan! En núna er ég alveg flutt heim byrjuð að temja og ríða út ég fór á 8 hross í dag, 6 þeirra hafði ég aldrei prófað áður, þannig að þetta var fínn dagur og góð hross. Logi er búinn að taka inn á Gauksmýri, það er bara orðið fullt hjá honum, þannig að hann hefur nóg að gera.

En jæja krakkar mínir þetta er orðið meira en nóg í bili.

Fanneyjan kveður að sinni


|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?