<$BlogRSDURL$>

föstudagur, febrúar 24, 2006

Hakúna ma tata 

Í gær var bongóblíða og jarðvegurinn eftir því, maður var alveg drullugur upp fyrir haus að ríða út! Við mamma fórum á 10 hross sitthvor í gær, alveg ágætt :) Við tókum einn rúnt í Gauksmýri og höfðum þrjá til reiðar hvor. Ég tók Veru, Eld og Dögg og mamma tók Flautu, Urt og Kotru, það er eiginlega það eina sem er tamið af einhverju ráði hér á bæ. Annars eru hin hrossin nánast öll 5 vetra og yngri. Já þetta er magnað, mig langaði geðveikt til að fara að keppa á Svellkaldar konur núna um helgina en ég tímdi ekki að fara með merina aðra helgi í röð svona langt! Það er líka bara vitleysa sko :) Það komu gestir í gær, Hanna, Gummi, Kristinn Örn, Gunni, Ninni og Einar Reynissynir kíktu við, svona rétt poppuðu inn í Lækjarhvamm og fóru ekki fyrr en klukkan FJÖGUR um nóttina, mér og Össu til mikillar gleði því við vorum þær einu sem mættum í vinnu í morgun. Assa mín forðaði sér bara yfir í Grafarkot svona um 3 leytið, hún gafst upp!!! :) En jæja í dag er frost og flott færi til að vera á hestbaki í allan dag. Ég er ekki með neitt plan í kvöld svo ég fæ kannski bara að borða hina langþráðu pizzu og horfa á idolið í rólegheitum. En svo förum við mamma á námskeið á laugardag og sunnudag, það verður gaman :)
Bless í bili.....

|

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Bautatölt 2006 

Já ég get nú ekki sagt annað en ég sé ánægð eftir mótið :) Ég keppti á Dögginni og það gekk vel :) Ég endaði í 6-7 sæti eftir úrslitin með einkunnina 7,44. En ég hefði farið beint í A-úrslit ef að ég hefði fengið jafnar einkunnir eftir forkeppnina eða sko ég fékk 7,1 7,1 og svo 6,4... það var smá bömmer! En ég er nú samt mjög ánægð með þetta allt saman. Fyrsta skipti á ís og sonna. Gunni Reynis varð níundi á Erli. Svo voru Helga Una og Orða, Tryggvi og Stínóla, Pétur og Lúta, Rúnar og ? og Óli á Sveinsst. og Gáski að keppa héðan.... Þeim gekk bara ágætlega ég er ekki alveg viss í hvaða sætum þau enduðu.
Jáhá.. það er geggjað veður úti núna, logn og blíða. Ég ætla að kíkja á Gauksmýri á eftir og taka upp nokkur hross á video fyrir Logann og kíkja á Hrund mína :)
Silvía Nótt rústaði náttúrúlega eurovision ég sá það nottla ekki en hún var víst svöl sko.
En jæja þetta er nóg í bili við sjáumst síðar :)

|

mánudagur, febrúar 13, 2006

Sjúddirallí rei 

Jæja byrjum bara á idolinu, það slapp fyrir horn. Krakkarnir voru soltið of slök svona fyrir minn smekk... En ég var samt sátt við úrslitin, Tinna á það nefninlega til að fara út af laginu. Jáhá... við konurnar í kvennaatriðinu hittumst á laugardaginn og æfðum prógramið það var mjög gaman. Eldur minn stendur fyrir sínu, þessi elska :) Svo var aðeins kíkt á barinn um kvöldið og smá partý og svona... Fórum ekki að sofa fyrr en ja c.a. 7! Þetta var gaman.
Í dag var alveg æðislegt útreiðarveður, sól og alveg við frostmark draumur í dós ;) Við mamma vorum alveg að missa okkur í útreiðunum. Hérna eru myndir af þorrablótinu endilega kíkiði
Vi ses

|

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

klukk!!! 

Var klukkuð af Elsu Rós svo hér kemur það:

4 störf sem ég hef unnið um æfina :
1.Tamningar og þjálfun á hrossum,
2.Gjaldkeri í Sparisjóð Húnaþings og Stranda
3.Bóndast heima (heyskap og þessháttar)
4. Úff... bara vinna í sauðburði

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

1. How to loose a guy in 10 days
2. Love actually
3.Herkúles
4. Mulan

4 staðir sem ég hef búið á :
1. Heima í Grafarkoti
2. Á vistinni á Sauðárkróki
3. Á Varmalæk
4. Lækjarhvammi næsti bær við Grafarkot :)

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
1. Friends
2.Grey´s anatomy
3. Stelpurnar
4. Mile high

4 síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
1. eidfaxi.is
2. 847.is
3. hestar.net
4. visir.is

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
1. HM í Austurríki 2001
2. fórum til Þýskalands í leiðinni 2001
3. Útskriftarferð til Spánar (Benidorm)
4. HM í Svíþjóð núna í sumar ´05

4 matarkyns sem ég held uppá :
1. Föstudags pizzan heima :)
2. Svínahamborgarahryggur
3. Hangikjöt

4. Kjúklingur eins og mamma eldar hann

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
1. Mér finnst gott að vera á Íslandi en...
2. kannski á sólarströnd
3. hlakkar til að fara á HM í Hollandi ´07
4. Já og í tískuverslun á Spáni :)

8 bloggarar sem ég klukka: (vá átta stykki, jæja ég skrifa helstu fórnarlömbin)

  1. Kolla
  2. Eydís
  3. Hjördís
  4. Rósa
  5. Hrund
  6. Vala
  7. Þórunn
  8. Þóra

ADIOS :)


|

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Já þvílíkt stuð!!! 

Það hefur margt á daga mína drifið núna upp á síðkastið. Á föstudaginn var töltmót á Blönduósi, við mamma fórum á mótið ég fór með Dögg mína og mamma fór með Flautu og Urt. Það gekk bara vel hjá okkur, reyndar gerði mamma ógilt á Flautu æi.. það var einhver smá misskilningur hjá henni og hvenær ætti að byrja prógrammið.. en Urt var góð og þær enduðu í 4 sæti. Við Dögg urðum efstar eftir úrslitin, hún er algert yndi hún lilla mín. Þetta var fyrsta innanhússmótið hjá öllum merunum sem við kepptum á og fyrsta mótið yfir höfuð hjá Urt! Já gaman af því :) Helga vann unglingaflokkinn á Orðu sinni, hún er mjög flott hjá henni ;) og svo var Fríða Marý í öðru sæti á henni Reynd, hún var líka mjög flott og gaman að sjá hana aftur á keppnisbrautinni.

Kolla, Raggi og Rakel komu um helgina það var þorrablót í gær á Hvammstanga og það var mjög mjög svo gaman... Rakel Gígja var sett í pössun hjá Öllu frænku. Ég fór til Hrundar fyrir blótið og við vorum að sjæna okkur, Hrund var svo góð að nenna að greiða mér og mála mig. Mamma, pabbi og Logi kíktu svo líka í heimsókn á Gauksmýri og svo fórum við öll saman á blótið. Rósa mín kom líka og sat hjá okkur öllum á borði og á ballinu þá dönsuðum við dátt, fórum líka á rúntinn með Kidda og Hlyn á miðju blóti! Hrund sat hjá mömmu sinni og pabba þegar skemmtiatriðin voru en kom svo og tjúttaði af sér skóna með okkur á ballinu:) Logi var í skemmtinefndinni og kellingarnar misstu bara legvatnið yfir því hvað hann söng vel, hehe... eða svo heyrðist mér eftir skemmtiatriðin þegar þær komu margar hverjar og voru að dásama sönginn :) En skemmtiatriðin voru alveg frábær mikið sungið og bara mjög fyndið :) Á ballinu spilaði hljómsveit Eyfa ,,Íslands eina von" þeir voru frábærir, hann syngur svo vel, já og hinir í hljómsveitinni líka! Það var náttúrulega hringdans eins og ævinlega ég dansaði við konur og karla því eins og venjulega eru ætíð fleiri konur en karlar í hringdansnum. Koníakið var límt við hendina á pabba eins og vant er á svona skemmtunum og hann bauð gestum og gangandi upp á snafs :) Mamma, Sigga og Sigrún voru hressar og á öðrum bjór :) Eydís er sko alveg búin að jafna sig á veikindunum og var hoppandi hress í gær og Óli líka. Raggi fékk sér í báðar tærnar og Hjöddan var kát og farin að tyggja tóbak af gleði. Logi og Kolla fóru í skemmtilegan leik ég var reyndar ekki viðstödd en þau voru að rifja þetta upp í morgun, þetta var einhvernveginn þannig að þau áttu að reyna að fá fólk til að standa upp án þess að segja það, já ég veit hljómar skemmtilega hehe :) Við systurnar vorum allar með eitt stykki myndavél til að missa ekki af neinum kodak mómentum, ég set kannski nokkrar vel valdar myndir hérna inn síðar!

Smá athugasemd: Landslið Íslands stóð sig vel á Evrópumótinu og vitanlega hefði þeim gengið betur ef að Alexander hefði ekki verið kjálkabrotinn, Einar rotaður, Ólafur rifbeinsbrotinn og svo gat Roland markmaður eiginlega ekkert verið með vegna meiðsla og ekki heldur Garcia, hvað er málið á að jarða mennina! Sko slakir á ofbeldinu... En ég held með ykkur í blíðu sem stríðu :)

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?