miðvikudagur, mars 29, 2006
Hæj...

Við Logi kíktum í heimsókn til Guðrúnar og Tomma og sáum sæta strákinn þeirra, hann er alger rúsína, án efa minnsta barn sem ég hef séð og haldið á. Ég var bara hálf smeyk við að halda á honum, hann er svo lítill. En engu að síður mjög hraustur :) Ég ákvað að setja þessa flottu mynd af Guðrúnu, nýbökuðu mömmunni. Þetta var tekið þegar við fórum með Kolla í Drangey, það var gaman :)
Já það eru allir eitthvað svo óléttir núna, þetta er örugglega að ganga ;)
Mér finnst veðrið ekki gott, eiginlega finnst mér veðrið alveg ómögulegt! Ég er alltaf að ríða út INNI... núna í eina og hálfa viku, ég er komin með leið á því, þó að það sé nauðsynlegt að vinna með hestana inni þá er svo gott að komast út öðru hverju.
En jæja ég ætlaði bara aðeins að sýna lit í bloggheiminum. Jess fatahönnunarþátturinn er í kvöld, mér finnst hann skemmtilegur, Loga líka híhí
laugardagur, mars 25, 2006
Við erum að tala um það....

sunnudagur, mars 19, 2006
Stuð á sýningu :)

Jæja þá er sýningin afstaðin og það er ákveðinn léttir, en þetta gekk allt saman ágætlega bara... Það var stuð á fólki og eftir sýninguna var bjórkvöld á efri hæðinni í Arnargerði, þar var sungið og spilað!!!!!! Kvennaatriðið gekk bara vel, hefur samt alveg gengið betur en það er ekkert hægt að kvarta, það er alltaf erfitt að átta sig á því hvernig hross taka áhorfendum sérstaklega í höllinni á Blönduósi hún er svo lítill og áhorfendurnir sitja alveg ofan í manni.... Við vorum komin heim um tvö leytið, þá kíktum við aðeins á Þinghúsið, þar var bara fín stemmning aðallega hrossafólk :)
Það er kalt í veðri í dag en stillt.... ég rölti út á tún áðan og kembdi Ásjónu minni og Eldvör líka, þær voru sprækar.... En jæja það er komið nóg af þessum hrossapælingum!
P.s Kolla systir átti afmæli á laugardaginn til hamingju...... :)
fimmtudagur, mars 16, 2006
Móa gullhundur !!!!

Uss nú er það ljótt Gullhundurinn er slasaður eða það kom ekkert fyrir, hún er eiginlega bara lömuð á afturfótunum. Enginn veit hvað er að, en hún á að fara í myndatöku. Vonandi verður allt í lagi með greyið.
En Guðrún og Tommi eru nú stoltir foreldrar, ég á nú ennþá eftir að kíkja á prinsinn, ég ætlaði að fara í gær en þá var hann með í maganum litli. Þannig að ég verð að fara seinna....
En jæja það er aldrei friður ég verð að fara að drífa mig á Blönduós.
B.T.W. allir að muna eftir sýningunni á laugardagskvöldið hún byrjar kl. 20:00 :)
sunnudagur, mars 12, 2006
Brostu framan í heiminn, þá brosir heimurinn framan í þig
Jarðaförin hennar Hebbu fór fram á Laugardaginn á blíðviðrisdegi. Athöfnin var falleg og fór vel fram. Minningargreinarnar eru í Mogganum, m.a. ein sem Logi skrifaði! Öll fjölskyldan var saman komin á Varmalæk, svo að þetta voru notalegir dagar.
En víkjum nú að viðburðum helgarinnar:
Í gærkvöldi var söngvakeppni á Hvammstanga. Þar var mikið af hressu fólki, mikið af drukknu fólki, bílstjóra-edrú fólki og svo svona fólki sem kann sig, eins og ég ;) Meðfylgjandi mynd er af okkur frændsystkinum Júlla og mér, og já við erum pínu vangefin :) En sigurvegari kvöldsins var Brynja og hún átti það fyllilega skilið, frábær söngkona. Hafdís og Eydís voru með myndavél á staðnum og ég var að skoða myndirnar hennar Eydísar áðan og ég get nú ekki sagt annað en að þetta eru snilldarmyndir...
Punktar kvöldsins sem stóðu upp úr:
|
En víkjum nú að viðburðum helgarinnar:

Punktar kvöldsins sem stóðu upp úr:
- Rígurinn á milli Loga og Grænlendingsins
- Innlitið heim til Hafdísar, ég fékk baunasalatsbrauð
- Módel mómentin, öll fest á filmu....
- Dansinn
- og barasta allt :)
miðvikudagur, mars 08, 2006
Mynd dagsins í dag!

Djöfull var þetta gaman.... þarna eru Ég, Elsa, Magga, Jóhanna í rólunum í tívolíinu í Norköpping. Ég ákvað að henda myndinni hérna inn, þetta var nebbla alveg magnað! Logarnir þorðu ekki í þetta tæki, þeim fannst það fara of hratt....
En það sem er helst í fréttum er það að það voru tvö mót síðustu helgi eitt á Blönduósi og eitt á Svínavatni, þau voru skemmtileg sko! Það eru úrslit og myndir og ég veit ekki hvað og hvað á Grafarkotssíðunni!!!! þannig að ég nenni ekkert að segja frá þeim.
Við konurnar í kvennaatriðinu erum alltaf að æfa okkur, það er verið að sauma búninga og alles og gengur svona ljómadi vel!!! Karlarnir eru líka byrjaðir að æfa, það er bara farið að ganga ágætlega hjá þeim :o) Svo er sýningin Laugardaginn 18. mars, allir að mæta! En jæja ég verð að fara að drífa mig að hleypa hrossunum út og moka....
Adios!
fimmtudagur, mars 02, 2006
Titill

Góð mynd, hehe :) þetta eru Anna, Ingveldur og ég! Þetta var eitthað verkefni um leiki í gamla daga. Ingveldur á þá líklega að vera rússnesk hún er með svona rúskí karamba húfu hehe ;)
Mér fannst vanta fleiri myndir hérna inn, ég ætla að setja nokkrar fleiri á dögunum.....
Það er að kvikna í það er að brenna í eldhúsinu hjá honum Indriða........
Hafið þið ekki horft á "Fasta liði eins og venjulega"? Bessi Bjarna syngur þetta fyrir hann Indriða (Júlíus Brjánsson) þegar það var eitthvað að brenna inni í eldhúsi hjá honum... já þetta voru góðir þættir! talandi um að það kvikni í, þá kviknaði í einhverjum tækjabúnaði í Norðurljósum í dag. Útvarpið datt út um stund og allt sko!
Ég er með ritstíflu.........