<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, apríl 30, 2006

Fundið gull 


Við systunar fórum suður til Kollu og höfðum systrahelgi, við fórum m.a. í bíó á myndina Failure to Launch, snilldarmynd, mjög fyndin og skemmtileg!!!! Svo var verslað og verslað.... ég keypti mér útskriftardragt og skó og alles. Við kíktum aðeins á skemmtistaðinn Ara í Ögri, það var mjög fínt svona trúbadorastemmning, nokkrir rónar úti að sjúga afganginn úr tómu bjórflöskunum sem lágu á gangstéttinni. Bara skemmtileg stemmning ;-)
Guðrún og Tommi voru að skíra í dag og drengurinn hlaut nafnið Þórólfur Hugi Tómasson, mjög fallegt nafn og til hamingju með það krakkar ;-)
Fyrsta folaldið er komið í heiminn, það er brúnskjótt hryssa, svo eru komin lömb. Fyrsta lambið sem fæddist var haft hjá hundum fyrst, því það munaði litlu að það færi yfir móðuna miklu, en það lifir og er farið aftur upp í fjárhús til mömmu sinnar!!!!
Hvolpinum var gefið nafnið Gári, virðulegt nafn fyrir verðandi virðulegan hund ;-)
En jæja þetta er gott í bili....

Mynd dagsins: Gári að kúra

|

mánudagur, apríl 24, 2006

Tekið til kostanna 


Vá það var svo gaman... bara allt! ;-) Það gekk mjög vel hjá okkur dívunum, við vorum valdar besta atriði föstudagskvöldsins og svo gekk mjög vel að sýna á laugardagskvöldinu líka, bara klapp og læti! Dögg mín var líka alveg mögnuð, við urðum þriðju í gæðatöltinu, hún sýndi samt ekki allt sem hún getur sko.... En já þetta var gaman. Við kíktum svo aðeins á ball eftir sýninguna, það var mjög fínt, fullt af hestafólki og gaman að spjalla.
Svo gisti ég hjá Rósu minni. Ég, Rósa og Ásta lúlluðum saman á vistinni. Ekki Eyrún ;-)
Ég droppaði Loga bara til Sigga Bóbó, þeir voru sprækir!!!
En já svo í gær þá fórum við Logi í Tunguháls og keyptum hreinræktaðan lassie hvolp og gáfum mömmu og pabba. Hann er æðislegur, hann verður sko alveg risa stór og loðinn, en hann er pínulítill núna, alger dúlla!!! Já þetta er svona það er gaman að vera til!!!

Fanney eiturhressa kveður

|

föstudagur, apríl 14, 2006

Páskapartý 


Öss... það var hestamannapartý á fimmtudaginn hjá Dóra og Helgu og fólkið, já það var hresst!!! Það voru allir orðnir ansi VEL íðí fyrir klukkan 22:00!!!! Já, það voru teknar nokkrar myndir, þær eru spes hehe ;-) það var hörkustuð, svo fórum við í rekstur á föstudaginn. Logi, Reynir, Einar og Gunnar komu frá Gauksmýri með stóð. Ég, mamma og Raggi fórum með 25 hross frá Grafarkoti og svo komu fullt af fólki ríðandi frá Hvammstanga heim, þannig að þetta var feikna rekstur.
Svo skelltum við okkur á ball á blönduósi það var GAMAN ;-), ég held samt ég hafi farið með vitlausum bíl heim, því ég endaði ekki heima hjá mér!! En jæja þetta er gott í bili.... það eru komnar flottar myndir frá því á laugardaginn á www.grafarkot.is Gleðilega páska, svona rétt í lokin ég tók hérna eitthvað próf af síðunni hennar Kollu, hvaða Evrópuborg ég ætti heima í....
Myndin: c´est moi et Rósa á ballinu.

You Belong in Amsterdam
A little old fashioned, a little modern - you're the best of both worlds. And so is Amsterdam.
Whether you want to be a squatter graffiti artist or a great novelist, Amsterdam has all that you want in Europe (in one small city).

Auf wiedersen Fanney


|

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Should I stay or should I go 


Hvað á ég að gera í sumar, mig vantar sniðuga vinnu, helst sem tengist hestum... eða hvern er ég að plata það verður að vera hestatengd vinna, þjálfa temja eitthvað! En ég nenni ekki að vera alein að temja og ég veit ekki alveg hvort ég verði í Vestur Hún eða Skagafirði eða hvar..... það er óráðið! Mig langar bara að hafa skemmtilegt vinnusumar. Svo ef þið kæru lesendur lumið á einhverri sniðguri vinnu, þá endilega komiði með uppástungur.
Það er ball um helgina, éttjla fara.. Það er á Blö á hvað, föstudaginn held ég og svo í Miðgarði á laugardaginn, eða er það ekki annars ég er ekki með þetta alveg á tæru! En það sem ég veit er að "í Svörtum fötum" verða að spila á Blö og svo "Á Móti sól í Miðgarði". Það hlýtur að vera stemma fyrir því, er þæggi?
En jæja ég bíð eftir uppástungum ;-)
Mynd dagsins er: Why GOD why myndin af Rósu

Fannza

|

mánudagur, apríl 10, 2006

Blindur er sjónlaus maður 


Slæmar fréttir: Móa er dáin og Æsa :(
Sko Móa gamla var með krabbamein, því miður því þetta var snilldar hundur og mér þótti ógurlega vænt um hana og öllum hérna í Grafarkoti, en hún var orðin svo stirrð og átti erfitt með að ganga. Og Æsa var ofvirk og gerði þarfir sínar alltaf inni, hún réð ekki við þetta greyið! þannig að þær fóru saman í dag til himna. Núna eru bara litlu dúllurnar eftir Assa mín og Vala hennar mömmu. Svona er þetta, lífið er ekki alltaf dans á rósum!
Góðar fréttir: Ég fór á góð hross í dag, sérstaklega merarnar þær eru alveg að smella núna. En Grey´s anatomy er í kvöld, það er góður þáttur. Það er best ég fari að horfa á hann.
Mynd dagsins er af Móu

Fanney kveður að sinni.

|

föstudagur, apríl 07, 2006

Betra er langlífi en harðlífi 


Haha... ég var að hlusta á Reykjavík síðdegis eins og alla daga, anyway þeir voru að lesa upp ansi skemmtilegar stjörnuspár, ég ákvað að setja mína hérna inn....
Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.
Góð stjörnuspá :)
Ef þig langar að kíkja á þína flottu stjörnuspá kíktu þá hér á bylgjan.is
Veðrið er að lagast núna sem betur fer! Mynd dagsins er af pabba, Loga og Óla að reyna að draga hvorn annan upp hehe :) En það er gott veður núna og gaman... hérna eru skemmtilegar myndir af folöldunum og ungu stóðhestunum ;-)

|

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Ekki dugar að drepast (",) Betra er að ganga fram af fólki en björgum, já það er einmitt það sem veðurguðirnir eru að brasa við núna, þeir eru að ganga fram af fólki með því að hafa oftar en ekki vont veður núna upp á síðkastið! Eins og þeir voru góðir við okkur í mars, en eins og Valdi gamli segir alltaf þetta hefnir sín.. og já það hefur svo sannarlega hefnt sín ærlega núna.
Ég er búin að vera úti í þessu veðri síðasta klukkutímann að teyma allar stóðmerarnar inn í reiðskemmu, svo þær krókni ekki úr kulda! Þetta tók langan tíma enda eru þær c.a. 20 stykki. Sem betur fer eru þær allar komnar inn núna. Það er ekkert svo langt þar til þær kasta, þannig að það er eins gott að hugsa vel um þær. það er svosem ekkert mikið að frétta úr Grafarkoti núna, það gengur vel að temja og þjálfa, bara leiðinlegt að geta ekki riðið meira á hrossunum úti. En ég trúi ekki öðru en að það fari að verða mjög gott veður hérna bráðum, svona páska og vorveður. Því það er OFT gott veður hérna í V-Hún, ekki eins og sumt fáfrótt fólk heldur fram að það sé eitthvað verra veður hérna heldur en í heimasýslu þeirra. Þeim skjátlast! Nema kannski í Hrútafirði þar er oft rok.....
Mynd dagsins er af pabba mínum ;-)

|

sunnudagur, apríl 02, 2006

Ístölt og sölusýning 


Við erum búin að vera fyrir sunnan alla helgina á Hestheimum. Það er sölusýning í gangi og við fórum með 4 hross (ég, Logi og Hanna) Það gekk bara mjög vel að sýna þau og margir sem prófuðu hrossin og mikill áhugi, þannig að það er vonandi að það komi e-ð út úr því.
Ég fór með Kötlu á ístöltið í gær og tók Helgu Unu með, það var mjög gaman, fullt af flottum hrossum.... Blíða frá Flögu er geggjuð sko!!!! Svo sá ég hann Mola frá Skriðu, það er enginn venjulegur fótaburður í kvikindinu. Ég hafði það af að kíkja loksins í heimsókn til ömmu og afa í Réttarholti, þetta er bara mjög fínt hjá þeim, afi á afmæli í dag en hann vildi nú minnst tala um það!!! En jæja þar til næst

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?