<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, maí 30, 2006

Sól og blíða!!! 


Jú komiði sæl það er Fanney hérna hinum megin við skjáinn sem heilsar ykkur og í fréttum er þetta helst:

Mynd dagsins er af Eydísi óléttu með stúdentahúfuna ;-)

Fanney out!


|

laugardagur, maí 27, 2006

Stelpan útskrifuð 


Útskriftin var í gær, hún heppnaðist rosa vel og það var æði að vera loksins útskrifuð. Svo eftir athöfnina og kaffið þá var brunað heim í Grafarkot og borðar dýrindisgrillmat að hætti Kollu, Ragga og mömmu ;-) Það komu ca. 25 manns og borðuðu með okkur. Logi minn gaf mér ekkert smá flotta gjöf. Hann gaf mér sinn helming í hestinum okkar (mínum núna) honum Eld. Ég var alveg himinlifandi hehe ;-) ég ætla að skella myndunum hérna inn seinna. Og svo fékk ég líka margar góðar gjafir. En right now ætla ég að skella mér á hestbak, skrifa meira seinna!!!
Myndin er af fjölskyldunni fleiri myndir eru hér
Sjáumst

|

þriðjudagur, maí 23, 2006

Vangaveltur Fanneyjar 


Ó mæ gosh!!!!
Hvað er málið með alheiminn, er Ísland að fara til fjandans! Munum við öll deyja áður en árið 2007 er gengið í garð, eða náum við að sigra heiminn? Hvað verður um fólkið í sveitunum hér í V-Hún deyjum við öll af völdum snjóflóðs í maí eða lagast þetta allt?
Nei ég segi svona... bara léttur spaugur! Veðrinu á að slota upp úr helginni og þá verður vonandi allt gott, annars patna ég viðtalstíma hjá þér góði Guð.... já þú átt nú ekki von á góðu frá mér, ef þetta fer ekki að snarlagast bráðum ;-) Yfir og út

|

föstudagur, maí 19, 2006

Að éta það er það sem þeir geta..... 
Myndin er af heimalningunum sem við áttum einu sinni þeim Skrauta og Móral, þeir voru svalir! En hvað er málið með veðrið?

Jæja hér koma nokkrir punktar:

Það styttist í útskrift, hún er 26. maí!!!

Það er kalt úti

Silvía Nótt fór á taugum í eurovision, hún söng ekki nærri því eins vel eins og hérna á Íslandi!!! Það var leiðinlegt, því þetta er söngkona....

Tyrkland átti ekki að komast áfram í euro

Ekki Armania heldur

We are the winners frá Litháen er fyndið lag, sérstaklega þegar gaurinn sem stendur alveg kyrr í byrjun missir sig....

Mér finnst "Stelpurnar" vera ótrúlega fyndinn þáttur !!!!

En friends er besti þáttur í heimi, maður getur horft á þættina aftur og aftur...

Gunnar Ægir er ægilega stór, þ.e. lambið mitt ;-)

Gári er líka orðinn frekar stór.

Nú er maður að fara að kjósa í fyrsta skipti, það verður gaman að fá að vera með!!!!

Eydís er að springa út!

Það er alltaf stæði nær...

Æi jesus og goshh ég hef bara ekkert að segja...


|

miðvikudagur, maí 17, 2006

Túkí túkí 


Eurovision undankeppni á morgun! Já, það er eins gott að setja sig í stellingar fyrir keppnina, maður er nú að verða soltið spenntur. Ég sá Silvíu á blaðamannafundi í fyrradag og hún var nú helvíti fyndin. Ég hélt nú með Regínu í keppninni hérna heima, ég hef séð Silvíu bæði í mjög fyndnum atvikum og sumum sem fara yfir strikið - langt yfir strikið!!! En hún er allavega fyndin og það taka flest allir eftir henni !!!! ;-) En Regína átti samt skilið að fara. Njomm njomm, þetta er sniðugt!!! Ægir litli stækkar og stækkar, hann drekkur að meðaltali 10 pela á sólarhring, púff það er fullt starf að eiga heimalning... En jæja ég hef ekkert sniðugt slúður handa ykkur svo ég segi bara smell you later!
Mynd dagsins er af Græsku með litlu hryssuna sína.

|

laugardagur, maí 13, 2006

babú babú... Þessi mynd er af Óla að leika við hundana, ég á hundinn sem er að hoppa hehe ;-) Jájá.. lömbin stækka og hvolpurinn með ;-) Ég hef svosem ekkert að segja. Það styttist í kynbótasýningar og landsmót, ein spurning svona með, ætla ekki allir á landsmót? Ég fór á framsóknargrill í gær, það var gaman, gott að borða og sonna. Svo fórum við að spila á Þinghúsinu. Ég, Logi, Guðrún, Hrund, Ingveldur, Einar, Eyþór og Sonja.. það var stuð! Party og co er snilldarspil. Kolla og Rakel eru í heimsókn við vorum að marka lömbin og gefa þeim úr pela og svona. Kindin mín hún Tíska er búin að bera, hún var þrílembd... ég verð að gefa þeim úr pela hún nær ekki alveg að sjá um þau sjálf!!! En jæja smell you later ;-)


|

mánudagur, maí 08, 2006

Brostu framan í heiminn, þá brosir heimurinn framan í þig 


Gott veður, vá hvað það er gaman núna!!! Maður er bara að brenna í andlitinu hehh ;-)
Rósa er orðin amma, Salka litla *hóst-hóst* stórbeinótta var að eignast hvolpa, það voru allavega komnir 5 þegar ég talaði við hana.... það er svo gaman að eiga hvolpa, ég ætla að kíkja á þá bráðlega. Ég kíkti í heimsókn til Rósu á laugardagskvöldinu og við fórum í pottinn með græjurnar í botni og svaka stemma ;-) !!!!
Sauðburðurinn gengur vel, við Eydís vöndum undir í dag og rollan fattaði ekki neitt, alveg stonedeff, sem betur fer!!!! Svo eru 3 lömb sem þarf að gefa úr pela, það eru Gunnar Ægir ;-), Móra og gibba litla sem fæddist fyrst af öllum. Ægir litli er orðin ekkert smá frekur, enda er hann risa lamb stærsta lamb sem hefur fæðst í Greifkeit og dekurrófan mín.
Útskriftin er svo núna 26. maí, ég útskrifaðist reyndar um jólin en útskriftin sjálf er núna.
Mynd dagsins er af Rósu pottakjéllingu ;-)
Fanney kveður að sinni með bros á vör

|

föstudagur, maí 05, 2006

MEEEE 


Jæja nú jæja látum hann hlæja, kannski hann hlæji ekki í annað sinni!!!!
Það eru komin nokkur lömb, sauðburðurinn hefur nú ekkert verið neitt til að hrópa húrra fyrir, 2 búin að deyja, annað var holgóma grey... En annars eru hin öll sprell alife ;-) Ég setti eina mynd af kindunum sem komnar eru í svítuna.....
Ég er kannski að fara suður um helgina, Logi er nebbla að fara að selja nokkrar hrossatruntur... er samt að pæla í að vera heima og fara í rekstur bara!!!
En það er GEÐVEIKT GOTT veður úti!!!! Svo verið þið sæl ég er farin út að gera eitthvað.

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?