<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, júní 22, 2006

Sonur minn er enginn hommi, hann er fullkominn eins og ég 


Þá er ég að sjálfsögðu að tala um hann Gunna minn.... Já þetta er afar greindur hrútur. Núna er ég að reyna að venja hann undan mér, hann er farinn að vera úti á daginn og svona. Svo í gærkvöldi þá var hann að jarma fyrir utan gluggann hjá mér og ég svaraði ekki svo hann gafst upp á endanum og rölti upp í fjárhús sem voru lokuð, en Gunni gafst sko aldeilis ekki upp, hann labbaði hringinn í kringum húsin og á endanum fann hann op sem hann komst í gegnum og hoppaði þá bara upp í garða á sinn stað og var þar um nóttina og mætti svo bara morguninn eftir til að fá mjólk.... Já hann er ekki vitlaus eins og margar kindur virðast vera!!!! Ohh ég er svo stolt móðir. Gunni er farinn að aðstoða okkur Hjördísi við að smala hrossunum heim og er svo alltaf að sniglast eitthvað í hesthúsinu, svolítið mikið fyrir..... Ég verð bara að fara að kenna honum að teymast!
*Nýtt*
Heyrst hefur að Hjördís sé að stunda online dating með filipseyingum.....
Eydís og Óli eru farin í stóraðgerðir til að drepa roðamaura
Ég, Maggi og Rósa fórum í inntökupróf í dag og það gekk bara fínt!
Sigurjón fyrrverandi vinnumaðurinn hans Dóra á Þverá var með okkur í inntökuprófi, ég kynntist honum b.t.w. í dag og endaði á því að sækja hann og keyra bílinn hans út á Tanga frá Stórhól því hann var tekinn af löggunni, hann missti prófið víst fyrir 4 árum..... Humm... !!!!!
Við förum á landsmót um helgina.... ví ;-)
Mynd dagsins er af Gretti

Fanneyjan kveður að sinni - reyniði nú að skemmta ykkur vel, lífið er stutt -


|

laugardagur, júní 17, 2006

Hæ hó jibbí jei.... 


Það er kominn 17. júní, lýðveldisdagurinn mikli!!! Ég, Hjördís og Alla vorum fánaberar ótrúlega magnaðar ;-) og svo vorum við rauðu dívurnar líka að sýna atriðið okkar. Í kvöld er ræktunarbúsýning og eitthvað sprell upp í Hvammi..... En ég ætlaði bara aðallega að skella einni mynd af flottu fánaberunum....
Pabbi og co eru í Keflavík að rífa nýja húsið okkar niður svo hægt sé að flytja það heim í Grafarkot, þetta er rosa flott límtré hús með ileiningum, kemur sér vel ;-) Þannig að við verðum ekki með ræktunarbú í ár. En við mamma ætlum að ríða fyrir Sigmundarstaði!!!
Það fæddist lamb í gær og gemlingurinn vill það ekki, þessi sauðburður á að vera vesen þar til síðasta truntan ber... Ég tók lambið heim og var með hárblásara á því og var heillengi að koma hita í það og svo gekk það og ég náði að láta það drekka kl. 23:00, 01:00, 05:46, 08:20 og 10:00 semsagt í alla nótt og fram á morgun..... þvílíkt vesen, en það lifir og því ber að fanga ;-) !!!!
En jæja þar til síðar.
Fánaberinn kveður

|

miðvikudagur, júní 14, 2006

Eninga meninga... 


Ég var að selja hryssu, hún heitir Vera og er góð... Hún fór í Mosfellsbæinn. Það er leiðinlegt að selja hross sem maður er búinn að temja og þjáfla í 2 ár og svo loksins þegar þetta er allt að smella bara púff seld!!! En það er líka gott að fá peninga. Eninga meninga mig vantar alltaf peninga lalalala......
Hrundza mín á ammli í dag, til lukku með það skvísa ;-) Núna fyrst þú ert komin heim þá get ég komið ríðandi heim til þín, berbakt á Móses með Páfa í taumi, ég var nebblega að ná í þá í dag!!!!!!
En við ættum að taka okkur til nokkrar Húnvetnskrar skvísur og hafa svona hittinga í sumar - fara að sundríða - fara í pottinn á laugarbakka og hafa það gott - fara í hestaferð - rodetrip- og ýmislegt!!! Hvernig líst ykkur á það??? Þið vitið hverjar þið eruð......

Mynd dagsins er af Veru.

Au revoir

|

þriðjudagur, júní 13, 2006

Skapar fegurðin hamingjuna 


Sæl öllsömul!

Skapar fegurðin hamingjuna?

Skapa peningar hamingjuna?

Skapar ástin hamingjuna?

Skapar trúin hamingjuna?

Ég veit hvað mér finnst, en það eru ekki allir sammála!!! þetta voru bara léttar vangaveltur.... ________________________________________

En víkjum að allt öðru, eins og sumum er kunnt um er búið að vera allt á milljón núna síðustu daga. Mót, kynbótasýningar og allt í botni!!!!

Framundan er:

Inntökupróf á Hóla

Landsmót hestamanna á Vindheimamelum

Tamingar og þjálfun á hrossum

Ábyggilega nokkur dansiböll, annars veit ég nú minnst um það, það mætti halda að fólk sé hætt að skemmta sér!!!

Ég ætla að hafa þetta í styttri kantinum, því Gunni minn er svangur, ég næ ekki að venja hann undan mér !!!!! Ég á eftir að ríða út í sumar með lamb sem fylgir mér eins og skugginn.. ;-) hann verður einn af hundunum...

|

miðvikudagur, júní 07, 2006

Sjúddirallí rei 


Mynd dagsins: Assa í sumarbaðinu.... Henni finnst ekki gaman í baði, en vá hvað hún verður hress eftir baðið. Hún hleypur alltaf eins og vitleysingur út um allt ofsa kát!!!!
Núna eru kynbótasýningar í hámarki, ég var að sýna tvö fjögurra vetra hross í dag, Huldumey og Gretti frá Grafarkoti. Þau stóðu sig bara nokkuð vel, eiga samt bæði eftir að hækka töluvert!
En það gengur flest allt vel bara, tvö hross komin inn á landsmót, Víf og Tvinni. Svo er yfirlitið á morgun!

Litla snúllan er alger dúlla, ofsa stillt sefur bara og drekkur... greinilega lík pabba sínum, svona róleg hehe ;-) Svo er bara að koma að gæðingamótinu, það er um helgina! En ég nenni varla að skrifa neitt mikið núna, er þreytt eftir stressandi dag.
Fanney kveður að sinni

|

föstudagur, júní 02, 2006

Litla dúllan 


Hérna er hún, ég varð bara að skella inn mynd af henni. Það fer nú ekki á milli mála hver pabbinn er, hún er svolítið lík pabba sínum og mömmu líka ;-) En þetta er alger dúlla, enn ein Grafarkotsprinsessan..... Við renndum á Akranes áðan, Eydís og Óli voru rossa hress. Ég hlakka til að fá þau heim svo maður geti knúsað litlu prinsessuna ;-) En jæja þetta er gott í bili
Sæl að sinni

|

This page is powered by Blogger. Isn't yours?